— GESTAPÓ —
Bjargmundur frá Keppum
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 31/10/03
Mótmælandi Íslands

Ég kíkti niður í róttæklingasetrið að Garðastræti 2 síðdegis í dag, en bókstafstrúarmennirnir í félaginu Vantrú stóðu þar fyrir sýningu á kvikmyndinni Mótmælandi Íslands, um þann merka mann Helga Hóseasson, í tilefni af setningu Alþingis sem fram fór í dag. Helgi mætti einmitt niður á Austurvöll í dag ásamt mörgum öðrum mótmælendum, og félagar í Vantrú buðu þingmönnum skyr, en slettu því ekki eins og forðum daga.

Fannst mér myndin hin skemmtilegasta, og á meðan á sýningu stóð gæddi ég mér á skyri sem þingheimur hafði eigi þegið, en aðeins fjórir af 63 þingmönnum þáðu hið heilnæma skyr við setninguna í dag. Eflaust hefur dollan sem ég át úr verið ætluð ekki minni mönnum en Dabba Oddsyni og jafnvel hæstvirtum forsætisráðherra vorum, Halldóri Blöndal, en hann líkti sjálfum sér við guðlegan konung í stefnuræðu sinni í dag.
En burtséð frá því, myndin var áhugaverð og meðmælanleg, vel gerð og húmorinn biksvartur. Finnst mér með ólíkindum að Hagstofan skuli ekki gefa sig í þeirri stefnu sinni að vilja ekki ógilda skírn Helga, og þætti mér það skömm ef að hann verður látinn fara skrifræðislega skírður til sameinuðu þjóðanna.

Að lokum er hér brot úr kostuglegri orðabók Helga Hóseassonar:

Gvöð, Krosslafur og Helgi = Guð, Jesú og heilagur andi.
"Ævisagan" = Biblían.
Biskoppur = Biskup.
Kirkjuskrifli = Kirkja.
R.Í.Ó = Ríkisvald íslenskra óþokka (ríkisstjórnin).

Þrælar = Lögregluþjónar.

Að fara til Sameinuðu Þjóðanna = að deyja.

   (14 af 22)  
31/10/03 02:02

hundinginn

Ruglubulli. Þér eruð öldungis á sömu bylgjulengd og ég. Ævisagan er uppspuni. Biskoppur er kraðald sem ekki er einu sinni hægt að skíta í!
RÍÓ, verður grýtt með úldnum eggjum í allan helvítis vetur. Og hananú!

Bjargmundur frá Keppum:
  • Fæðing hér: 10/10/03 17:12
  • Síðast á ferli: 9/3/11 02:16
  • Innlegg: 53
Eðli:
Í Heimsveldinu Baggalútíu ríkir stórriddarinn Sir Bjargmundur KBE (Knight of the Baggalutian Empire) yfir nefndarmálum, auk þess sem hann sinnir utanríkismálum í hjáverkum. Hann má oftast finna í hinum gríðarstóra kastala sem hýsir nefndarmálaráðuneytið, þar sem hann stundar hvort tveggja að stjórna gangverki samfélagsins með óteljandi nefndum og að borða kleinur og drekka kaffi á tilgangslausum nefndarfundum til að auka himinhá eftirlaun sín enn frekar.Þó svo að minna beri á ráðherranum dags-daglega á opinberum vettvangi heldur en Konungshjónum, Keisara, Forseta eða Forsætisráðherra Baggalútíu, er það í rauninni hann sem stjórnar á bak við tjöldin með krafti nefnda og skriffinnsku, en með því að styrkja stoðir skrifræðis í Heimsveldinu Baggalútíu hefur ráðherrann komið ár sinni þannig fyrir borð að hann getur talist einn valdamesti maður Ríkisins, þar eð ekkert getur farið fram nema að nefndir og skriffinnska komi þar að. Þess á milli er ráðherrann mikið fyrir sopann og á það til að dansa á borðum uppi við gamla diskóslagara, auk þess sem aðaltómstundagaman hans er að reykja vindla og hlæja stórkarlalega.
Fræðasvið:
Alhliða spekúlasjónir, bjúrókratismi og nefndarsköp.
Æviágrip:
-Bjargmundur Svarfdal fæddist á bænum Keppum við Dýrafjörð. Hann kemur af langri röð embættismanna, skriffinna og ógæfumanna.-Skráður í Skálholtsskóla einungis þriggja vetra gamall. Útskrifaður með 6,5 í leikfimi/glímu, 10 í bókfærslu, 8 í latínu og 7 í mótekju.-Hefur átt marga lærifeður og samstarfsmenn í gegnum tíðina, en þar á meðal eru Guðbrandur biskup, Magnús Stephensen, Bólu-Hjálmar, Herbert Spencer, Max Weber o.fl.