— GESTAPÓ —
Bjargmundur frá Keppum
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 8/12/04
Ópíum

Á nýlegum þræði minnist ég á það að samkvæmt minni skráningu er stigatafla Framþróunar og Varðveislu komin upp í; Framþróun 4.938.244.848 - Varðveisla 1.

Einhver kann að spyrja hvenær á tímum yndislegra hluta eins og iðnvæðingar, kapítalisma, frjálshyggju, neyslusamfélags, alheimsvæðingar og markaðssetningar siðferðis hafi varðveislusjónarmið fengið að eiga síðasta orðið.

Svarið er einfalt; Trúarbrögðin!
Fólkinu var leyft að halda fornri hjátrú sinni á yfirnáttúrulega hluti til að róa það og halda því sáttu í réttindaleysi þrælastrits síns. Trúarbrögð eru ópíum fólksins, mun ódýrari en að kaupa alvöru ópíum handa öllu þessu hafi af fólki.

Þó má deila um kaþólsku kirkjuna, þar eð allt þetta prjál og risastórar hallir til að tilbiðja einhverja guði reyndist einfaldlega allt of dýrt. Ekki að furða að budduskynsamari stjórnendur Norður-Evrópu hafi skipt henni út fyrir hina arðbærari trú munksins/hagfræðingsins Marteins G. Lúthers.
Sama magn af andlegu ópíumi, minni útgjöld!

‹Kveikir sér í Kúbuvindli og hlær stórkarlalega svo að sést í spikaða bumbuna›

   (10 af 22)  
8/12/04 18:01

Krókur

Þú hljómar nú samt meira eins og kommúnisti en kaptialisti.

8/12/04 18:01

Bjargmundur frá Keppum

Ég trúi á bjúrókrasíu og skipulagt stofnanasamfélag. Skrifræði og skriffinnsku, auk þess að nýta mér heimsku og fáfræði sauðsvarts almúgans til að græða.

Báðar samfélagsskipanirnar geta hentað mönnum eins og mér, ef rétt er farið að.

8/12/04 18:01

dordingull

Þó fátt hafi staðist í hugmyndafræði kommúnista eða sósjalista öllu frekar, þá stendurr sú STAÐREYND að trúarbrögð séu ópíum fólksins enn óhögguð.
Góður pistlingur!

8/12/04 18:01

Bjargmundur frá Keppum

Ég kýs að kalla þá stalínista eða sovétmenn. Hreinræktaður kommúnismi er falleg útópía, rétt eins og hreinræktuð frjálshyggja, og vil ég hvorugu draumalandinu koma nálægt.

Ákavítið er frítt hérna inni, allt í boði nefndarmálaráðuneytisins!

8/12/04 18:01

Isak Dinesen

Frábær punktur.

8/12/04 18:01

dordingull

. ?

Bjargmundur frá Keppum:
  • Fæðing hér: 10/10/03 17:12
  • Síðast á ferli: 9/3/11 02:16
  • Innlegg: 53
Eðli:
Í Heimsveldinu Baggalútíu ríkir stórriddarinn Sir Bjargmundur KBE (Knight of the Baggalutian Empire) yfir nefndarmálum, auk þess sem hann sinnir utanríkismálum í hjáverkum. Hann má oftast finna í hinum gríðarstóra kastala sem hýsir nefndarmálaráðuneytið, þar sem hann stundar hvort tveggja að stjórna gangverki samfélagsins með óteljandi nefndum og að borða kleinur og drekka kaffi á tilgangslausum nefndarfundum til að auka himinhá eftirlaun sín enn frekar.Þó svo að minna beri á ráðherranum dags-daglega á opinberum vettvangi heldur en Konungshjónum, Keisara, Forseta eða Forsætisráðherra Baggalútíu, er það í rauninni hann sem stjórnar á bak við tjöldin með krafti nefnda og skriffinnsku, en með því að styrkja stoðir skrifræðis í Heimsveldinu Baggalútíu hefur ráðherrann komið ár sinni þannig fyrir borð að hann getur talist einn valdamesti maður Ríkisins, þar eð ekkert getur farið fram nema að nefndir og skriffinnska komi þar að. Þess á milli er ráðherrann mikið fyrir sopann og á það til að dansa á borðum uppi við gamla diskóslagara, auk þess sem aðaltómstundagaman hans er að reykja vindla og hlæja stórkarlalega.
Fræðasvið:
Alhliða spekúlasjónir, bjúrókratismi og nefndarsköp.
Æviágrip:
-Bjargmundur Svarfdal fæddist á bænum Keppum við Dýrafjörð. Hann kemur af langri röð embættismanna, skriffinna og ógæfumanna.-Skráður í Skálholtsskóla einungis þriggja vetra gamall. Útskrifaður með 6,5 í leikfimi/glímu, 10 í bókfærslu, 8 í latínu og 7 í mótekju.-Hefur átt marga lærifeður og samstarfsmenn í gegnum tíðina, en þar á meðal eru Guðbrandur biskup, Magnús Stephensen, Bólu-Hjálmar, Herbert Spencer, Max Weber o.fl.