— GESTAPÓ —
Bjargmundur frá Keppum
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 8/12/04
Til Færeyja

Ég legg núna í ferð til Færeyja, en þær eru nú að ný risnar úr sæ eftir að hafa verið eytt eitt skiptið enn af ríkisstjórn Baggalútíu. Ætla ég m.a. að kanna hvort að fræðilegur möguleiki sé á að eyða þeim á þann hátt að þær poppi ekki upp aftur, en einnig mun þetta verða frí þar sem ég og veiðifélagar mínir munum fara á færeyingaveiðar, með haglabyssum, handsprengjum og kóbaltbombum.

Heyri kannski í ykkur á meðan ég er úti. Góðar stundir!

   (9 af 22)  
8/12/04 19:01

Hakuchi

Góða veiði ruglubulli minn.

8/12/04 19:01

Hóras

Góðar stundir. Við hlökkum til skýrslunnar

8/12/04 19:02

B. Ewing

Góða ferð, athugaðu í leiðinni hvort ekki sé hægt að kaupa af þeim flugfélagið og gera Færeyinga aftur að óheppnum strandaglópum. Síðan þarf bara að senda þeim allar okkar umframbirgðir af heyi. Annaðhvort drukna þeir í heyinu og eyjarnar sökkva eða þeir ofala rollurnar með þessarri sendingu okkar, borða þær, verða feitir og eyjarnar sökkva. Náttúran sér um sína...

8/12/04 20:00

Sundlaugur Vatne

Mér þykir hér ómaklega vegið að vinum okkar og frændum Færeyingum. Þeir eru upp til hópa sómafólk sem aðeins vill nágrönnum sínum vel. Höfðingjar heim að sækja og aufúsugestir hvarvetna.
Skammist ykkar og aulist til að biðja þá afsökunar!

8/12/04 20:00

dordingull

JÁ, SKAMM !!

8/12/04 20:01

Herbjörn Hafralóns

Ég er búinn að senda mynd af Ruglubulla til yfirvalda í Færeyjum og leggja til að honum verði meinuð landganga þar. Nái hann hins vegar að komast þangað og valda einhverju tjóni, mun ég fara þangað sjálfur og byggja upp það, sem hann kann að skemma.

8/12/04 20:01

Amma-Kúreki

Hvað með Paul Watson ?
var hann ekki í hafður í
tveggjamanna klefa
þetta væri nú flott fyrir hann að fá
að njóta (ruglubulla)
svo syngja þér saman
save the whales saveeeeee the whaleeeees
hakka svo í sig skerpikjötið þess á milli

8/12/04 20:01

Ugla

Sem 1/8 Færeyingur lýsi ég frati á þetta félagsrit.

8/12/04 20:01

hundinginn

Góða veiði og láttu skerpukjetið vera.

8/12/04 20:01

Rasspabbi

Góða veiði Ruglubulli. Bara svona einn veiðumaður við annan, þá virka tvíhleypur alveg assgoti vel á þessa, að því er virðist, ódauðlegu Færeyinga.

8/12/04 20:02

Bjargmundur frá Keppum

Eg kann ekki vid thessa vinstrisveiflu herna. Viljid thid thyrma færeyingum? Annad eins bull hef eg aldrei heyrt!

(Afsakid stafsetningu, færeyingar tala ad thvi er eg veit ekki mannamal og eru lyklabord theirra eftir thvi)

8/12/04 21:01

hundinginn

Hefurðu náð einhverjum?

Bjargmundur frá Keppum:
  • Fæðing hér: 10/10/03 17:12
  • Síðast á ferli: 9/3/11 02:16
  • Innlegg: 53
Eðli:
Í Heimsveldinu Baggalútíu ríkir stórriddarinn Sir Bjargmundur KBE (Knight of the Baggalutian Empire) yfir nefndarmálum, auk þess sem hann sinnir utanríkismálum í hjáverkum. Hann má oftast finna í hinum gríðarstóra kastala sem hýsir nefndarmálaráðuneytið, þar sem hann stundar hvort tveggja að stjórna gangverki samfélagsins með óteljandi nefndum og að borða kleinur og drekka kaffi á tilgangslausum nefndarfundum til að auka himinhá eftirlaun sín enn frekar.Þó svo að minna beri á ráðherranum dags-daglega á opinberum vettvangi heldur en Konungshjónum, Keisara, Forseta eða Forsætisráðherra Baggalútíu, er það í rauninni hann sem stjórnar á bak við tjöldin með krafti nefnda og skriffinnsku, en með því að styrkja stoðir skrifræðis í Heimsveldinu Baggalútíu hefur ráðherrann komið ár sinni þannig fyrir borð að hann getur talist einn valdamesti maður Ríkisins, þar eð ekkert getur farið fram nema að nefndir og skriffinnska komi þar að. Þess á milli er ráðherrann mikið fyrir sopann og á það til að dansa á borðum uppi við gamla diskóslagara, auk þess sem aðaltómstundagaman hans er að reykja vindla og hlæja stórkarlalega.
Fræðasvið:
Alhliða spekúlasjónir, bjúrókratismi og nefndarsköp.
Æviágrip:
-Bjargmundur Svarfdal fæddist á bænum Keppum við Dýrafjörð. Hann kemur af langri röð embættismanna, skriffinna og ógæfumanna.-Skráður í Skálholtsskóla einungis þriggja vetra gamall. Útskrifaður með 6,5 í leikfimi/glímu, 10 í bókfærslu, 8 í latínu og 7 í mótekju.-Hefur átt marga lærifeður og samstarfsmenn í gegnum tíðina, en þar á meðal eru Guðbrandur biskup, Magnús Stephensen, Bólu-Hjálmar, Herbert Spencer, Max Weber o.fl.