— GESTAPÓ —
Bjargmundur frá Keppum
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 2/12/05
Nafnbreyting

ruglubulli er allur

Eftir langa og stranga umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að tími væri kominn til að hætta að nota gamla gælunafnið mitt frá skólaárunum í Lærða skólanum, en flestir hérna þekktu mig einmitt undir því nafni, sem var ruglubulli. Förum ekki nánar út í þá nafngift.

Það var tími til kominn að fullorðnast og koma fram undir réttu nafni.

Með kveðju,
Bjargmundur Svarfdal frá Keppum

   (7 af 22)  
2/12/05 06:01

Krókur

Ég vona samt að þú eigir eftir að halda áfram að ruglumbullast með okkur. Til hamingju með nýja ... humm já, ... eða ég meina sko gamla nafnið.

2/12/05 06:01

Þarfagreinir

Nafnbreyting þessi þykir mér þér til mikillar prýði. Megi hún færa þér gæfu og gærur margar.

2/12/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Sammála því. Til hamningju Bjargmundur.

2/12/05 06:01

Hakuchi

Nafnið er þér til sóma.

2/12/05 06:01

Bjargmundur frá Keppum

Ég þakka hlý orð

2/12/05 06:02

blóðugt

Til hamingju! [Sturtar vörubílshlassi af vel verkuðum gærum á hlaðið hjá Bjargmundi]

2/12/05 06:02

Vladimir Fuckov

Nafnbreytinguna líst oss vel á þó gamla nafnið hafi hentað afar vel til að minna á hvað aldrei fer fram hjer á Gestapó.

Bjargmundur frá Keppum:
  • Fæðing hér: 10/10/03 17:12
  • Síðast á ferli: 9/3/11 02:16
  • Innlegg: 53
Eðli:
Í Heimsveldinu Baggalútíu ríkir stórriddarinn Sir Bjargmundur KBE (Knight of the Baggalutian Empire) yfir nefndarmálum, auk þess sem hann sinnir utanríkismálum í hjáverkum. Hann má oftast finna í hinum gríðarstóra kastala sem hýsir nefndarmálaráðuneytið, þar sem hann stundar hvort tveggja að stjórna gangverki samfélagsins með óteljandi nefndum og að borða kleinur og drekka kaffi á tilgangslausum nefndarfundum til að auka himinhá eftirlaun sín enn frekar.Þó svo að minna beri á ráðherranum dags-daglega á opinberum vettvangi heldur en Konungshjónum, Keisara, Forseta eða Forsætisráðherra Baggalútíu, er það í rauninni hann sem stjórnar á bak við tjöldin með krafti nefnda og skriffinnsku, en með því að styrkja stoðir skrifræðis í Heimsveldinu Baggalútíu hefur ráðherrann komið ár sinni þannig fyrir borð að hann getur talist einn valdamesti maður Ríkisins, þar eð ekkert getur farið fram nema að nefndir og skriffinnska komi þar að. Þess á milli er ráðherrann mikið fyrir sopann og á það til að dansa á borðum uppi við gamla diskóslagara, auk þess sem aðaltómstundagaman hans er að reykja vindla og hlæja stórkarlalega.
Fræðasvið:
Alhliða spekúlasjónir, bjúrókratismi og nefndarsköp.
Æviágrip:
-Bjargmundur Svarfdal fæddist á bænum Keppum við Dýrafjörð. Hann kemur af langri röð embættismanna, skriffinna og ógæfumanna.-Skráður í Skálholtsskóla einungis þriggja vetra gamall. Útskrifaður með 6,5 í leikfimi/glímu, 10 í bókfærslu, 8 í latínu og 7 í mótekju.-Hefur átt marga lærifeður og samstarfsmenn í gegnum tíðina, en þar á meðal eru Guðbrandur biskup, Magnús Stephensen, Bólu-Hjálmar, Herbert Spencer, Max Weber o.fl.