— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/11/02
Símveldið

það kostar að fara framfyrir

Í dag fór ég með handsímann minn til föðurhúsanna hjá Símanum. Það þurfti að uppfæra í honum hugbúnaðinn. Afgreiðslumaðurinn tjáði mér að það kostaði ekki neitt, en tæki þó um það bil viku. Mér fannst það nú í lagi, svo fremi sem þeir hringdu bara eftir viku þegar röðin væri komin að mér og þá kæmi ég með tólið. En það var ekki hægt. Aftur á móti var hægt að kaupa sér svo kallaða flýtimeðferð; borga á annað þúsund króna og fá þetta afgreitt í dag.

Ég gekk að þessum kjörum, vitandi sem er að vikubiðin góða er til þess upp fundin að selja flýtimeðferðir og ekkert annað. Og munandi enn fremur að það þýðir ekkert að hnýtast í afgreiðslufólkið því það býr í svo litlum heimi.

   (29 af 33)  
Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?