— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Dagbók - 2/11/02
Dagur óttans

Þegar ömurðin knýr dyra verður ekki ólokið upp

Það kom til mín maður í dag og bauð mér að kaupa segulbelti. Hann sagði mér að það væri góð jólagjöf og það hljómaði ekki illa þá. En þegar hann var farinn og veskið farið að jafna sig eftir þrjúhundruð og átta króna rýrnun kom hið sanna í ljós. beltið var allt morkið og mölétið. Er ég mátaði það rifnaði upp úr gatinu og það datt á gólfið og dældaði parkettið. Svo flaug upp úr því mölfluga og komst í fataskápinn minn. Nú liggja ullarfötin hans Kaspers frænda öll undir skemdum. Ég hefði getað létt undir með einhverri auðnulausri ekkju fyrir þetta fé. En seglinum tókst mér að bjarga og ég kom honum fyrir í fuglahúsinu niðri við hvítmáluðu brúna. Kanski það verpi þar helsingjar í vor.

   (20 af 33)  
1/11/03 04:02

Goggurinn

Tilraunastarfsemi, háleynilegar aðgerðir.

<Geimverurnar hljóta að sjá þetta!>
<Að öllum líkindum sjá þær þetta eigi>

1/11/03 04:02

Goggurinn

< þær sjá að minnsta kosti ekki þetta, svo mikið er víst >

6/12/04 02:01

Texi Everto

Nei, blessaður - ætlarðu ekki að kíkja með mér í ljósaskiptin?

31/10/04 15:01

Don De Vito

Hah, er þetta líka laumupúkaþráður.

1/12/05 19:01

Dr Zoidberg

Þeir leinast víða Don.

1/12/05 19:01

Dr Zoidberg

Skál félagar [dregur tappa af stút]

4/12/05 22:00

Don De Vito

Já skál! [Dregur upp messuvínið síðan síðasta sunnudag]

5/12/05 16:01

Skabbi skrumari

Skál félagar... skál...

2/12/06 19:01

krossgata

Uss, það bráðvantar kvenára á þennan stað.
Skál!

3/12/06 03:01

Don De Vito

Hey, langt síðan ég kom hingað. Var búinn að steingleyma honum, fann í gegnum google. Ég ætla hins vegar ekki að segja ykkur með hvaða leitarorði, MUHAHA!

3/12/06 04:02

krossgata

Hvað dylgjur eru þetta á laumuþráðum um að það sjáist ekki það sem skrifað er? Svo sést það bara.
[Klórar sér í höfðinu]
Gamlir draugar?

3/12/06 09:02

krossgata

Var messuvín leitarorðið?

1/12/07 12:01

Álfelgur

Fyrst árið 2008!!

3/12/07 02:01

Vladimir Fuckov

Þennan vissum vjer eigi um fyrr en nú [Ljómar upp og laumupúkast]

3/12/07 09:00

krossgata

Spurning um að gúggla messuvín. Skál!

4/12/07 04:00

Álfelgur

Skál!

9/12/07 05:01

Álfelgur

[Teygar messuvín]

Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?