— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Dagbók - 3/12/04
Lokrekkja

Húsið á sléttunni byrjar aldrei fyrr en á eftir sunnudagshugvekjunni.

Rétt í þessu heyrði ég krafs innan úr lokrekkjunni. Og sem renndi frá hleranum stökk þá ekki Tryggur fagnandi út og flaðraði upp um mig. Hver skyldi hafa lokað hann inni? Nú þarf ég að skipta um rúmföt. Árans rakkinn.

   (9 af 33)  
3/12/04 17:02

Kuggz

Ég kann nú illa við að nefna nöfn, en þetta hljómar eins og eitthvað sem Vladimir myndi gera.

3/12/04 17:02

Ísdrottningin

Athugaðu bara að það er skammgóður vermir að skipta bara um rúmföt ef rakkinn er með flær.

Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?