— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/11/03
Þegjandinn

Innsýn í mannlega tilveru

Mér er enn minnisstætt atvik nokkurt sem ég varð fyrir í Helsingfors fyrir nokkrum árum síðan. Ég gisti í ágætri íbúð vinar míns í fjölbýlishúsi frá fjórða áratugnum í Töölöhverfi. Að morgni dags er ég hafði hellt mér uppá kaffi rápaði ég með bollann út á svalirnar sem snéru út að bakgarði hússins. Sé ég þar ekki mann liggjandi örendan í einkennilegri stellingu á steyptu bílastæði. Mér verður um, og kalla til vinar míns og bendi honum á atarna. Sá er maður hinn vaskasti og bregður sér hið snarasta niður og gætir að manninum. Hann kemur svo aftur upp og tjáir mér að líkið sé öldungis ekki örent, heldur aðeins sofandi eftir erilsama drykkjunótt.

Núna, mörgum árum síðar, hugsa ég oft með söknuði til þessa atburðar og sé í honum endurspeglast svo margt sem ég hef orðið vitni að í þessu okkar Íslenska þjóðfélagi á síðustu misserum. Útfærsla landhelginnar. Pönkið. Guðmundar og Geirfinnsmálið. Laxárvirkjun. Lúsarfaraldurinn í Vestmanaeyjum. Því þegar betur er að gáð er ekki sérhver bölvun dauðadómur heldur er hún stundum mikil Guðsgjöf sem er svona lunkin við að villa á sér heimildir.

   (11 af 33)  
2/11/03 03:01

Glúmur

Þar er ég þér hjartanlega sammála

2/11/03 04:00

Fíflagangur

Þetta heitir Helsinki andskotansbölvaðhelvítissótsvartahoppandihæstaréttadómararíhommapartíis Svíafíflið þitt!!!!

2/11/03 04:01

Lómagnúpur

Neibb. Líkt og margir staðir í Finnlandi heitir borgin tveimur jafnréttháum nöfnum. Hefð hefur verið fyrir því á íslandi að nota sænsku nöfnin. Allt annað er eins konar útlenskusnobb byggt á misskilningi.

Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?