— GESTAPÓ —
Mikill Hákon
Óbreyttur gestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/03
Fjölmiðlaumræða

Ákvað að leggja hönd á plóg og skrifa almennilegt félagsrit.

Frelsi og fjölmiðlar hafa mikið verið til umræðu síðustu mánuði. Mörgum, þ. á m. mér þykir nóg um. Frelsið er undirstöðuatriði í okkar þjóðskipulagi og útgáfa fjölmiðla er ein birtingarmynd þess. Frelsið er hins vegar auðvelt að misnota og því mikilvægt að um fjölmiðlana gildi ákveðnar reglur. Fólk þarf að vera meðvitað um hvað fjölmiðlarnir eru að gera, hverjir eiga þá og hvernig þeim er stýrt. Frelsi fjölmiðla má ekki vera þannig að frelsi annarra, sérstaklega okkar einstaklinganna, sé búin einhver ógn.

Auðvitað er það þannig að fjölmiðlar, a. m. k. margir þeirra setja sér ákveðnar reglur um hvernig eigi að segja fréttir og hvað skuli birt að öðru leyti. Þetta er mikilvægt að minni hyggju og best væri að slíkar reglur myndu nægja. Raunveruleikinn er hins vegar allt annar. Fjölmiðlar ráðast oft af heift bæði að einstaklingum og fyrirtækjum án þess að gildar ástæður séu að baki. Ég las núna um daginn frásögn af svokölluðu Hafskips- eða Útvegsbankamáli þar sem hlutur fjölmiðla skiptir greinilega miklu máli. Enginn fjölmiðill hefur þar beðist afsókunar eða gert neitt fyrir þá sem þar urðu ranglega fyrir alvarlegum ásökunum fyrr en nú 20 árum síðar.

Það má þannig segja að fjölmiðlar hafi ekki náð að skilja frelsishugtakið með nægilega skýrum hætti. Margir þeirra skilja ekki samspil þess frelsis sem þeir vilja njóta við það frelsi sem við einstaklingarnir vilja eiga. Þeirra frelsi er mikilvægara en allt annað. Þetta er röng hugsun að mínu mati og þess vegna eiga fjölmiðlar ekki að gera skammtað sér eigið frelsi því það kemur alltaf niður á frelsi annarra.

Hvað eigum við að gera þegar hlutirnir eru orðnir með þessum hætti. Eigum við að setja fjölmiðlum skorður ritstjórnarlega. Ég held ekki. Ég hef raunar ekki neitt skýrt svar við þessari spurningu en dettur í hug að skynsamlegast væri að setja reglur, kannski lög, um það að allir sem gefa út fjölmiðla verði líka að segja frá því hvort þeir eru að segja fréttir af staðreyndum eins og þær liggja fyrir hverju sinni eða hvort þeir eru með einum eða öðrum hætti að gefa út “áróðursrit” sem ætlað er að hafa pólitísk áhrif á skoðanir fólks.

Í dag er það þannig að fjölmiðlar á Íslandi segjast fyrst og fremst vera að segja staðreyndir. Þeir halda því fram að þeir séu hlutlægir og halli hvergi réttu máli. Þetta á kannski ekki við þá alla en flesta að því er ég held. Lítum á DV sem er slúðurblað en segist raunar vera það að flestu leyti. Ókei. Fréttablaðið er hægt og bítandi að verða virðulegt – og dálitið leiðinlegt – blað. Er samt litað af skoðunum eigenda sinna. Mogginn, ég segi bara djísús kræst. Þar er varla hægt að lesa nokkurn skapaðan hlut því allt er úr lagi fært. Eg myndi ekki rata í skólann ef Mogginn hefði leiðsögnina með hendi. Útvarpið. Ég hlusta lítið á það en held að það sé sæmilegt. Sjónvarpið og Stöð 2 eru að ég held í sæmilegu lagi en ég hef samt mínar efasemdir.

Hvað veldur þessum efasemdum? Eru það eigendur þessara fjölmiðla eða eitthvað annað. Ég er ekki alveg viss en held að við séum að upplifa breytingar sem fyrst og fremst felast í útgáfu Fréttablaðsins. Mogginn er ekki jafn einráður og áður. Margir stjórnmálamenn eru hræddir og skilja ekki hvað er að gerast eða vilja ekki skilja það.

Mér sjálfum liður heldur ekki vel því ég er ekki alveg viss hvað gera skuli. Það eina sem ég veit er að allir sem vilja hafa áhrif eiga að sigla undir réttu flaggi. Fjölmiðill sem vill hafa áhrif verður að segja okkur frá þeim áhuga sínum en ekki að lauma skoðunum sínum til okkar undir fölsku flaggi. Aðeins þannig getur fjölmiðill vænst þess að frelsi hans sé tryggt. Sé málum komið fyrir með öðrum hætti er fjölmiðillinn ófrjáls og á hvorki skilið virðingu eða þanþol okkar lesenda.

Takk fyrir mig.

   (13 af 58)  
1/11/03 04:01

Vamban

Verði þér að góðu.

1/11/03 04:01

bauv

Vel vandað félagsrit skál fyrir því.

1/11/03 04:02

Sprellikarlinn

Fínt og flott. En nú er Frétt hf. komin með sjónvarpsstöð líka, eða tvær. Geur það verið gott?

1/11/03 04:02

Frelsishetjan

Reyndu þá að læra eitthvað af því BAUV!!!

Mikill Hákon:
  • Fæðing hér: 8/8/03 20:07
  • Síðast á ferli: 25/6/09 11:12
  • Innlegg: 97
Eðli:
Ógeðslegur maður.
Fræðasvið:
Keisurun, Fuglaskoðun
Æviágrip:
Fæddist sextugur að aldri, gerðist einn af upphafsmönnum Baggalútíu sem tók völdin í Alþingishúsinu seinnihluta ársins 2003 og hefur síðan háð margar styrjaldir til þess að þóknast þeim réttlátu.Var nýlega sleppt af brjáluðum lækni sem hélt honum föngum á ofskynjunarlyfjum.