— GESTAPÓ —
Mikill Hákon
Óbreyttur gestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/12/04
Um fullkomnun mannsins

Opið bréf til íslenskra feminista með þennan þankagang. Annars konar feministar mega leiða þetta hjá sér.

Afhverju þurfa karlmenn endilega að vera svona ófullkomnir? Sumar konur (nefni engin nöfn) einfaldlega bara þreytast ekki á því að finna nýjan ókost við karlmenn. Ekki nóg með það, heldur hika þær ekki við að birta þessar skoðanir sínar, þessar jafnréttissinnuðu ídol fullkomnunnar, á netinu.
Feministi nokkur gerði mér grein fyrir því að til þess að karlmenn séu fullkomnir fyrir konuna, þá verða þeir að bugta sig og beygja fyrir hana allan daginn, og eyða öllum sínum peningum (sem þeir fá fyrir það að stjana við konuna), í að kaupa gjafir handa konunni - auk þess að geta lesið hugsanir manna. Hvar er jafnréttið í því?

Andleg og líkamleg fullkomnun er greinilega mikið þarfaþing hjá téðum feminsta. Hún talar um fullkomna karlmenn og hvernig þeir eiga að vera en ég má ekki einusinni næstum því hugsa um hina fullkomnu konu, því að þá verð ég andlega handrukkaður af kvennafélaginu Bríet.
Þú vilt ekki vera fullkomna konan, en þú vilt að við séum fullkomnir karlmenn, allir sem einn! Hvar ef jafnréttið í því?

Þessum feminista líkar illa við mig. Það fer ekki framhjá neinum. Henni líkar illa við mig vegna þess að hér á Baggalút hefur alteregó mitt fengið á sig nafnbót áfengisþefjandi karlrembu með rjúkandi standpínu alla daga - undir mynd af Ólafi Ragnar. Hún gerir sér sjaldan grein fyrir húmornum sem býr að baki þessum vef og að þeir sem lýsa persónu sinni hérna, lýsa henni oftast eins og þeim finnst fyndið. Mér finnst semsagt þessi persónuleiki: "áfengisþefjandi karlremba með rjúkandi standpínu alla daga undir mynd af Ólafi Ragnar" fyndið, vegna þess að þetta er svo langt frá því sem ég þekki.

Þessi feministi er mikið í því að beita sér í rangar áttir. Hún heldur virkilega að ég breyti á einhvern hátt alteregói mínu hér á lútnum með því að skjóta að einhverjum rammfeminískum athugasemdum að mér í hvert skipti sem ég minnist á eitthvað (oftast undir persónuleika Hákons) sem má tengja við stereótýpur af konum - ef þú reynir rosalega rosalega mikið að misskilja.

Ég á nefnilega kærustu. En eins og flestir aðrir hef ég minn djöful að draga og get því ekki flokkast sem "2000-maðurinn" sem feministinn þráir svo mikið. Ég reyni að vera eins góður kærasti og ég get en er langt frá því að vera fullkominn, samt tekst henni einhvernveginn að hafa verið með mér í eitt og hálft ár. Hvaða svartigaldur stendur eiginlega að baki því!?
Ég er með meira sjokkerandi efni! Hún er heldur ekki fullkomin (þó að hún komist nálægt því)!
Hún hefur líka sína galla. Við rífumst stundum eins og hundur og köttur en samt erum við saman og vildum ekki vera með neinum öðrum.

Hún er ekki "2000-konan" og ég er ekki "2000-maðurinn", en samt erum við saman og verðum eflaust saman í langan, langan tíma til viðbótar. Hvað er á seyði, feministi? Hvað er á seyði?

   (6 af 58)  
1/12/04 22:01

Smábaggi

1/12/04 22:01

Smábaggi

Úps.

1/12/04 22:01

kolfinnur Kvaran

*kallar í Heiðglyrni, myndar skjaldborg um keisarann og gerir sig tilbúinn undir árás*

1/12/04 22:01

Heiðglyrnir

Svona svoan rólegur herra Hákon, nú finnst Riddaranum hann bera svolitla ábyrgð hérna, af því að hann svaraði pistli feminista á þann hátt sem hann gerði, hún svaraði því til að þetta hafi átt að vera grín..taldi það nokkuð augljóst, ekki treystir Riddarinn sér til að rengja hana í því, og ef að þetta var bara grín þá er það vel.
En það sem er ekki eins gott er það að hér á Baggalút sem og í þjóðfélaginu er það að verða sjáfsagt og gott ef ekki bara tískufyrirbrigði, að tala niðrandi um karlmenn, t.d. "karlmenn geta ekki gert tvennt í einu" o.s.fv. nenni ekki að fara nánar út í það, en það vill ég segja og meina hvert orð af því að þetta tal niður til karmanna, kemur alls ekki þannig að áberandi sé frá feminista, og trúi ég því að hún sé heil í sinni jafnréttisstefnu. Hér eru aðrir sem tala svona og tala mikið.
Svo ber að líta á hitt herra Hákon að ef að þú hefur rétt til að leika Karlrembu hérna þá hefur hún bessunarlega sama rétt til að leika feminista.
Umræðan er samt af hinu góða, á hvorn veginn sem er. Er alveg viss um að þú er góður við þína kærustu og óska ykkur til hamingju með ykkar sambúðartima.
Riddararæfilstuskan

1/12/04 22:01

Mikill Hákon

Neinei, Heiðglyrnir, þú berð litla sem enga ábyrgð á verðandi skothríð. Þú bara sagðir einmitt það sem ég vildi segja við þessu félagsriti, jafnvel betur en ég hefði orðað það.

1/12/04 22:01

B. Ewing

"karlmenn geta ekki gert tvennt í einu" þetta átti einu sinni bara við um Sylvester Fola nokkurn á sínum tíma en þá var eitthver amerískur slefberapési búinn að fá uppúr honum þær játningar að hann sjálfur geti ekki tuggið tyggjó og labbað á sama tíma án þess að ruglast í ríminu (hvernig kom ekki fram held ég).

Sjái ég hann með tyggjó úti á götu er best að víkja vel til hliðar.

Samt ósanngjarnt að klía þessu á alla.

1/12/04 22:01

kolfinnur Kvaran

1/12/04 22:01

kolfinnur Kvaran

eða það

1/12/04 22:02

Heiðglyrnir

En gerðu eitt, áður en þú hellir þér yfir feminista, lestu þér aðeins til um hvaðan svona kemur hingað inn á Baggalút, undir hinu og þessu yfiskyni, grín er þar að sjálfsögðu fremst í flokki, en grín getur gengið of langt. Martröðin er að við eigum sum hver syni og að ala þá upp á þessum fordómum, leiðir þá ekki beint á braut til sjáfsvirðingar og tiltrú á sjálfan sig, Riddarinn er sjálfur alin upp af einstæðri móður, þannig að virðing hans fyrir Kvennkyni öllu, var ekki eitthvað sem hann þurfti að læra, heldur drakk í sig með móðurmjólkinni og frá hennar heiðaleika trúmennsku og elju, sem er engan vegin hægt að vera án, til að koma 4 börnum einstæð á legg. Riddarin er feministi, en fyrst og frest karlmaður.
Og ef að verið er að tala um jafnrétti þá á það ekki að rekast neitt á hvort annað.
Riddarinn er ekki að mælast til að gert verði neitt meira úr þessum málum, bara alls ekki
Því að það mikilvægasta við Baggalút er að hafa dásamlega fjölbreytni í mannlífinu, allir geta tjáð sig og allir geta verið hvort heldur sem er sammála eða ósammála.

1/12/04 22:02

Mikill Hákon

Ef nú bara allir hugsuðu svona...

1/12/04 22:02

Heiðglyrnir

Kæri Hákon við erum allir, öll hugsun verður að koma einhversstaðar frá, og við verðum að ganga á undan með gott fordæmi, hinir og hitt kemur svo á eftir, eða ekki ! Muhahaha
.
Hvernig líst þér á leikin hans Galdra.

1/12/04 22:02

Mikill Hákon

Það er einmitt það sem ég bjóst við af Feministum, en þeir kvenfeministar sem ég hef hitt eru einfaldlega með sama hugsanagang gagnvart karlmönnum og karlmenn voru með gagnvart konum á miðöldum.
Ekki mjög fordæmisgefandi, það.

1/12/04 22:02

Mikill Hákon

Annars er þessi leikur hans Galdra langt frá því að vera leiðinlegur, og þessvegna varð ég fyrir ákveðinni tegund vonbrigða þegar ég komst að því að hann er frekar skemmtilegur. Eða... þú veist hvað ég meina.

1/12/04 22:02

Heiðglyrnir

Já það er áberandi lítil hópur kvenna sem kenna sig við jafnrétti en eru að tala um eitthvað allt annað, líkist einna helst hefnd, og er á bak við mikil beiskja og vanlíðan, þetta er sem betur fer ekki stór hópur Hákon minn, en frekar erfiður viðfangs, oft sýnist mér eftir að hafa talað við einstaklinga í þessum hóp að margar af þessum konum hafi lent í ýmsu misjöfnu og koma því miður karlmenn oftar en ekki þar við sögu, því að við eigum í okkar röðum vanræðapésa, sem vinna í því alla daga að koma óorði á okkur sem karlmenn.
Niðurstaðan er að að ekki verður við allt ráðið, sumt fólk verður bara fyrir svo miklum skakkaföllum í lífinu, að þrátt fyrir hjálp, lyf o.s.fv. þá nær það sér bara aldrei á strik, mikið er um að þetta fólk fylki liði með hópum sem eru ofsafengnir í viðhorfum sínum t.d. trúarhópar sumir hverjir, en sumir fara í hópa eins og feministaflokkinn og fara þar langt fram úr því sem flokkurinn vill standa fyrir, ráðast á allt og alla sem hafa orðið fyrir því að fæðast karlkyns með offorsi og látum, en við megum ekki dæma alla út frá þessum einstaklingum, ekki frekar en við viljum vera dæmdir af gjörðum okkar "vandræðapésa". Innri vanlíðan og vanmáttarkend er stóri áhrifavaldurinn
þarna, þannig að erfitt er að dæma svona fólk, lang best er að fyrirgefa því og vona að það finni frið í eigin brjósti þegar fram í sækir.

1/12/04 22:02

Heiðglyrnir

Já Hákon ég skil hahahahahahahahha (með leikinn)

1/12/04 22:02

Mikill Hákon

En eitt sem ég geri ekki nokkurntíman er að hrósa því fyrir oftækisskoðanir sínar.

1/12/04 22:02

Heiðglyrnir

Fyrigefa til að losna við eigin vanlíðan er alveg nóg.

1/12/04 22:02

Galdrameistarinn

Ofstæki er afsprengi hins illa. Sama í hvaða mynd það er.

1/12/04 22:02

Mikill Hákon

Galdri! Núna hljómar þú eins og einhver pólitíkus. Snúm´essu upp í vitleysu!
Ofstæki er afsprengi kindar! hohohoho.

1/12/04 22:02

Heiðglyrnir

Þess vegna megum við ekki bregðast við því á sama hátt, þ.e, með ofstæki, þá erum við komnir niður á sama plan og við erum að fordæma .

1/12/04 22:02

Heiðglyrnir

Sammála fullt af vitleysu og leikjum...

1/12/04 23:01

Finngálkn

Góður pistill. Sumir feministar hefðu ansi gott af nauðgun.

1/12/04 23:01

Heiðglyrnir

Þetta er ekki eitthvað sem að maður grínast með, nauðgun er háalvarlegur ofbeldis glæpur Finngálkn.

1/12/04 23:01

litlanorn

hér er ég sammála pistilritara. ég var í feministafélaginu þegar það var stofnað, en hætti að starfa með þeim vegna þess að öfgahópar hafa fengið allt of mikla athygli og dregið allan mátt úr því sem feministafélagið átti að vera, félag áhugafólks- karla og kvenna um jafnrétti. ekki nöldursvæði fyrir fólk í andlegu ójafnvægi. því miður.
og svona aðdróttanir finngálkn eru alls ekki viðeigandi.

1/12/04 23:01

krumpa

Ó ástin mín, tek undir það, þú ert nokkurn veginn fullkominn ! Í það minnsta betri en ýmsir aðrir... Held við gerum of mikið af því að greina okkur niður í kyn og flokka (veit ég er sek um það - en það er þá oftar en ekki í gríni) við erum öll mismunandi einstaklingar; jöfn (í fullkomnum heimi) en
ólík. Drífðu þig svo í dyngjuna - er búin að setja upp hlekkina og fjaðurkústana fyrir kvöldið...

1/12/04 23:02

Mikill Hákon

[hleypur upp í dyngjuna og strípar]

2/12/04 00:00

Skabbi skrumari

Mér þykir alltaf jafn leiðinlegt þegar fólk setur samasemmerki á milli feminista og Feministaflokksins...

2/12/04 00:02

Mikill Hákon

Enda er ég að beina orðum mínum að ákveðnum feminista.

Mikill Hákon:
  • Fæðing hér: 8/8/03 20:07
  • Síðast á ferli: 25/6/09 11:12
  • Innlegg: 97
Eðli:
Ógeðslegur maður.
Fræðasvið:
Keisurun, Fuglaskoðun
Æviágrip:
Fæddist sextugur að aldri, gerðist einn af upphafsmönnum Baggalútíu sem tók völdin í Alþingishúsinu seinnihluta ársins 2003 og hefur síðan háð margar styrjaldir til þess að þóknast þeim réttlátu.Var nýlega sleppt af brjáluðum lækni sem hélt honum föngum á ofskynjunarlyfjum.