— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/11/08
Viðreisn Íslands

Að neyðarlögum leggur drög
á landsins ögurstundum,
um títt það þorn að taka korn
úr tóbakshorn'á fundum.

Flæðir hor og ferlegt gor
við fótaspor að vetri.
Þjóð- er brjálið þrifamál
þjáðu sálartetri.

   (3 af 19)  
1/11/08 12:01

Kífinn

Gott valdið hefurðu á óráðseminni. En eru kornin frónversk?

1/11/08 12:01

hvurslags

Svona á að yrkja. [býður Útvarpsstjóra í nefið]

1/11/08 12:01

Útvarpsstjóri

[Tekur í nefið og sullar yfir lyklaborðið, sem hættir vitanlega að virka sem skyldi]

1/11/08 12:02

Grýta

Flott! Takk fyrir.

1/11/08 12:02

Regína

Oddskipt! Eða þríkveðin ferskeytla. Ég varð að gá að þessu.
Vel gert!

1/11/08 12:02

Skabbi skrumari

[Fær sér nefið og í staup] Skál

1/11/08 13:01

Garbo

Skemmtilegar vísur um óskemmtilegt fyrirbæri.

1/11/08 15:01

Kargur

Skemmtilegar vísur um skemmtilegt fyrirbæri.*

*Með fyrirbæri er átt við neftóbaxneyslu, ekki neyðarlög, hor, gor eða þjáð sálartetur.

1/11/08 15:01

Jóakim Aðalönd

Ekki slæmur kveðskapur þetta! Hafðu þökk, skál og prump fyrir!

1/11/08 19:01

krossgata

Snjallt! Skál!

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.