— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Pistlingur - 4/12/05
Af hverju...?

Smá hugleiðing um okkar sérstæða menntakerfi.

Til að útskrifast úr íslenskum framhalsskólum þurfa nemendur að læra efni úr ýmsum áttum. Nauðsynlegt þykir að kunna hið minnsta fjögur tungumál, helst fleiri. Þá þykir rétt að allir viti hvenær allir merkustu heimspekingar og sálfræðingar sögunnar fæddust og dóu, hvar þeir bjuggu, hvað þeir sögðu o.s.frv. Sögu heimsins þurfa allir að kunna, svo ekki sé talað um grýtta sögu okkar Íslendinga. Öll þurfum við að kunna að hita upp fyrir líkamleg átök og teygja á öllum vöðvum líkamans eftir þau. Einnig er hverjum manni nauðsynlegt að kunna ótal stærðfræði- og eðlisfræðiformúlur og einnig þykir gott að þekkja eiginleika og hegðun allra frumefna heimsins. En nú spyr ég, hvernig stendur á því að hvergi er hægt að finna pláss í stundatöflum nemenda til að kenna skyndihjálp?

Það gerðist nú síðast um helgina að ég frétti af framhaldsskólanemum sem gerðust fullglöð í sumarbústað nokkrum sem endaði með því að einn drengurinn sofnaði, fór að æla og vaknaði ekki hvað sem félagar hans gerðu. Ef ég hef heyrt rétt sagt frá var það besta sem þeim datt í hug að leggja hann á bakið. Þessi viðbrögð hefðu getað orðið drengnum að bana. Til allrar hamingju hafði einhver vit á að hringja í sjúkrabíl og varð drengnum ekki meint af. Með stuttu námskeiði væri hægt að koma í veg fyrir svona mistök, af hverju ekki að senda alla framhaldsskólanema árlega á eitt slíkt?

   (18 af 19)  
4/12/05 03:01

kolfinnur Kvaran

Það er nú yfirleitt boðið upp á skyndihjálparnámskeið hverja önn í flestum framhaldsskólum. Þar er hinsvegar yfirleitt um valáfanga að ræða og auðvitað væri það miklu skynsamlegra að hafa þetta inn í kjarna.

4/12/05 03:01

Nætur Marran

Sjálf var ég sett í skyndihjálp þetta eina ár sem ég er búin með í framhaldsskóla. Og hef ég verið svo heppin að hafa ekki enn þurft að nota þann fróðleik.

4/12/05 03:01

B. Ewing

Skelltu þér bara í Iðnskóla og lærðu eitthvað gagnlegt því ekki er bókvitið í askana látið. mundu það.

4/12/05 03:01

Holmes

Ég man nú eftir því að hafa sent inn fyrirspurn...Sem aldrei fékkst svar við...Úúúúúúúú!

4/12/05 03:01

Jóakim Aðalönd

Thetta er alveg rétt. Audvitad er skynsamlegt ad kenna undirstoduatridi skyndihjálpar í framhaldsskólum. Thad maetti líka t.d. kenna fólki ad útfylla skattskýrslu, svo eitthvad sé nefnt.

4/12/05 03:02

Nermal

Ég tók skyndihjálp í VMA eina önn. Ég fór hérna um árið á stutt skyndihjálparnámskeið á vegum vinnunar. Er bráðum að fara í enn eitt skyndihjálparnámskeiðið. Þannig að ef þið ættlið að fá hjartaáfall eða öndunnarstopp, þá vinsamlegast hinkrið þangað til ég hef lokið námskeiðinu. En auðvitað á þetta að vera skildufag í frammhaldsskólum svo og í efstu bekkjum grunnskóla.

4/12/05 03:02

Offari

Skyndihjálp var skildufag þegar ég var í iðnskóla, og líka í auknum ökuréttindum. Þetta ættu allir að læra þó ég vonist til þess að þurfa aldrei að nota þessa kunnáttu.

4/12/05 03:02

Hakuchi

Í gaggó var okkur gefið val. Annars vegar hafa kúrs um trúarbrögð heimsins í samhengi nútímans eða próflaust skyndihjálparnámskeið.

Auðvitað og að sjálfsögðu völdu skammsýnir samnemendur mínir óáhugaverða skyndihjálparnámskeiðið. Drepleiddist síðan út árið og lærðu ekki skapaðan hlut um skyndihjálp af því það var ekki prófað í því. Asnar.

4/12/05 03:02

Sundlaugur Vatne

Ég hef nú á langri ævi tekið tvö skyndihjálparnámskeið, í bæði skiptin til þess að öðlast ákveðin starfsréttindi. Nú, löngu síðar er ég hræddur um að lítið myndi rifjast upp ef til kastanna kæmi.
Það ætti að skylda alla landsmenn (karla og konur) á aldrinum 18 til 75 ára að fara á skyndihjálparnámskeið á minnst 5 ára fresti.

4/12/05 03:02

Upprifinn

Ja hérna ég hélt að sundkennarar þyrftu jafnvel frekar en aðrir að hafa skyndihjálpina á hreinu.
og auðvitað á að láta framhaldskólanema læra skyndihjálp.

4/12/05 04:01

Jarmi

Þið sem takið undir þessar "skyldu" hugmyndir... ÞIÐ ERUÐ ÖLL FASISTAR!

4/12/05 05:00

Upprifinn

Sjálfur getur þú verið Fasisti rollan þín.

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.