— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/12/06
Bæjarbragur

Ég hef núna búið í litlu bæjarfélagi í 8 mánuði en fram að því hafði ég búið í sveit. Ekki er spurning í huga mínum hvort er betra, dreifbýli mun ávallt hafa vinninginn. En ég ætla ekki frekar út í þá sálma.

Eins og víðast hvar á landinu hamast menn við að byggja upp plássið. Nokkur íbúðarhús eru í byggingu sem og eitthvað af atvinnuhúsnæði. En í hvert skipti sem einhver hyggst byggja ganga hér undirskriftalistar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum. Sumir eru hundfúlir yfir því að einhver skuli vera svo frekur að ætla að byggja á lóðinni við hliðina, af því að þar eru nokkurra ára gömul tré sem þeim finnst svo falleg. Aðrir fara í málaferli af því að þeir missa útsýni vegna nýbyggingar. Eina útsýnið sem þau missa er þakið á húsunum neðar í brekkunni.

Til stendur að byggja hér lítinn verslunar og þjónustukjarna. Samkaup-Úrval, Esso, Landsbankinn og fleiri þjónustuaðilar myndu vera undir sama þaki miðsvæðis í bænum. Á þessari lóð er fyrir Esso bensínstöð og Landsbanki í sama húsi og ljótur grasblettur sem enginn mun sakna í alvöru. Íbúar allt í kring hafa þó kvartað sáran yfir þessum áætlunum. Einhverjir munu missa útsýni, þ.e.a.s húsin ofar í bænum og aðrir fara fram á að gatan sem þeir búa við verði minnst 9 metra breið eftir framkvæmdir, svo þeir geti örugglega snúið bílnum sínum við. Heimkeyrslan og 9 metra breið gata ætti að duga strætó til viðsnúnings.

Þess má einnig geta að allar þessar nýbyggingar eru í samræmi við skipulag bæjarstjórnar, að kjarnanum frátöldum.

Hvers vegna þarf fólk að haga sér svona? Er ekki augljóst að það er allra hagur að svæðið byggist frekar upp? Sjálfur hef ég heyrt af nokkrum fjölskyldum sem fluttu frekar í nálæg bæjarfélög því þar var þeim tekið fagnandi. Ég er hneykslaður!

‹Strunsar út úr bænum›

   (13 af 19)  
2/12/06 02:01

krossgata

Fólk er kannski hætt að eiga líf og til að hafa eitthvað að gera er betra að mótmæla öllu. Svo er það fínt að mótmæla, það er svo menningarlegt og pólitískt rétt. Við höfum tilhneigingu til að gleyma að við þurfum öll einhvers staðar að vera.

Annars bjó ég framan af ævinni í litlu plássi úti á landi og var í sveit á sumrin og gat ekki beðið eftir að verða fullorðin og flytja í borgina. Sem ég gerði og líkar vel og hefur alltaf líkað vel. Líklega er ég borgarbarn í mér.

2/12/06 02:01

Útvarpsstjóri

Hvað er menningarlegt við tilgangslaus mótmæli.

2/12/06 02:01

Tina St.Sebastian

Eru ekki öll mótmæli tilgangslaus?

2/12/06 02:01

B. Ewing

Landsbyggsidiot! [Glottir]

2/12/06 02:01

krossgata

Ég veit svo sem ekki hvað er menningarlegt við tilgangslaus mótmæli. En mér virðist sem það sé í tísku og þyki menningarlegt, þroskað og greindarlegt að mótmæla nú til dags, þá helst mótmælanna vegna. Þetta lítur þannig út frá mínum sjónarhóli.
[Gerir kröfuspjöld og heimtar landvernd á sjónarhólinn]

2/12/06 02:01

Útvarpsstjóri

Þessi mótmæli eru í mínum augum mikil ómenning. Þau hafa engan tilgang annan en að tefja framkvæmdir og fæla burt fólk. Þar að auki hafa þau stofnað til illinda milli fólks í bænum.

2/12/06 02:01

Mallemuk

Ertu í Grundarfyrði?

2/12/06 02:01

Tigra

Vér mótmælum allir!

2/12/06 02:01

Útvarpsstjóri

Jújú, ég er í Grundarfirði. Þar er víst Essosjoppa.

2/12/06 02:01

Mallemuk

Ég veit um grunn til sölu í Grundarfirði.

2/12/06 02:01

B. Ewing

Æ, eyddi innleggi mínu sem Útvarpsstjóri var að svara [Roðnar] Er það ný sjoppa? Ég man bara eftir Olíssjoppunni á aðalgegnumstreymisgötunni í ferjuna.

2/12/06 02:01

Útvarpsstjóri

Það er engin ferja í Grundarfirði, þú ert með Stykkishólm í huganum.

2/12/06 02:01

B. Ewing

[Deyr úr roðni og samsláttafáræði] Hvernig gat ég ruglað þessu saman svona illilega?

Jeminn!

2/12/06 02:01

Útvarpsstjóri

Borgarbjálfi [Glottir]

2/12/06 02:01

Lopi

Bryndís Schram og Sigurrós eru nú ekki smá fínt fólk sem eru að mótmæla í Mosfellsbæ.

2/12/06 02:01

Tigra

[Siglir til Grundafjarðar með kafbát]

2/12/06 02:01

krossgata

Bryndís Schram og ...... Pfff. Styrkir enn fremur myndina frá mínum sjónarhól. Þetta er "in" hversu heimskulegt, lágmenningarlegt og vitlaust það er. Skrípaleikur.
[Fussar og sveiar]

2/12/06 02:01

Útvarpsstjóri

Nú þekki ég ekki vel til þessara mótmæla sem Bryndís Schram tók þátt í, en var ekki verið að mótmæla samgönguúrbætum, eitthvað sem flestir eru búnir að vera að biðja um árum saman.

En það er náttúrulega til of mikils ætlast að Sigurrós finni sér annað æfingahúsnæði.

2/12/06 02:01

B. Ewing

Ég hef samt farið Snæfellsnesið þvert og endilangt. Eldborg, Ölkelda, Arnarstapi, Hellnar, Dritvík, Hellissandur, Bjarnarhöfn, Stykkishólmur og austur alla Skógarströndina. Einnig yfir Kerlingarskarð, Vatnaleiðina nýju og Fróðárheiði auk annara staða.

[Sækir kort og lærir öll örnefni á Snæfellsnesi utanbókar fyrir sumarið]

2/12/06 02:01

Útvarpsstjóri

Gott hjá þér Búbbi. Ég hef eytt of miklum tíma á þessu nesi. Hér er mikill skortur á undirlendi, alltaf rigning og ef það kemur rok má búast við að fjöldi rúða springi og bílar skemmist.

2/12/06 02:01

Mallemuk

Hefur Útvarpsstóri þá ekki áhuga á grunninum.

2/12/06 02:01

Útvarpsstjóri

Nei þakka þér. Ertu að tala um grunninn uppi á holti?

2/12/06 02:01

Mallemuk

Já besti staður í bænum.

2/12/06 02:01

Útvarpsstjóri

Það er fínn staður já, en ekki ætla ég að fara að byggja hér.

2/12/06 02:01

Heiðglyrnir

Hvað er sett á grunninn góða herra Mallemuk....

2/12/06 02:01

Gíslason

Grundafjörður er eins og flestar aðrar holur í vilta vestrinu Saloon við miðja Aðalgötuna neðar í götunni Sheriff office og bartskeri í sama húsi þar finst banki og lítið hótel. Vændishús og kyrkja finst í útjarðri bæarins

2/12/06 02:01

Offari

Það heyrist alltaf hæst í minnihlutanum, það gerir það allavega á mínu heimili.

2/12/06 02:02

Upprifinn

Væri ekki bara fínt að Sigurrós fengi sér æfingarhúsnæði í útlöndum?

2/12/06 02:02

Kargur

Þeir geta fengið að glamra í bílskúrnum hjá mér ef þeir lofa að taka til fyrst. Borgir eru skítapleis. Lifi landsbyggðin!

2/12/06 06:00

Hakuchi

Það engu líkara en að þú sért fluttur í Vesturbæinn eða Grjótaþorpið.

2/12/07 06:01

Skreppur seiðkarl

"Er ekki augljóst að það er allra hagur að svæðið byggist frekar upp?"

Hvað var sagt þegar Kárahnjúkavirkjun átti að koma?
-"BURT MEÐÐA!!"
Hvað var sagt meðan var verið að byggja Kárahnjúkavirkjun?
-"BURT MEÐÐA!!"
Hvað er enn verið að segja um Kárahnjúkavirkjun?
-"BURT MEÐÐA!!"
Hvað heyrist í sömu röddum þegar þær eru einfaldlega spurðar um hag þeirra þúsunda sem hafa batnað með tilkomu þessarar virkjunar?
-ekkert andskotans múkk...

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.