— GESTAPÓ —
Útvarpsstjóri
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/07
Heilræðavísur

Um lífsins gagn og nauðsynjar.

Ef þynnkan þig mæðir að morgni
ég mæli með eindregið því,
að kneyfa af krafti á ný
og kverkarnar varast að þorni.

Það slæmt er að húka í horni
og hríðskjálfa þynnkunni í,
en brennivínsbokkan er hlý
og bráðlega trúi þér orni.

Þinn kraft færð úr neftóbakskorni
og hverfa þá hugarins ský.
Frá vonleysi veitir þér frí
sá vinurinn trausti og forni.

   (8 af 19)  
2/12/07 19:01

hvurslags

Skál! Helvíti gott.

2/12/07 19:01

Billi bilaði

<Staupar sig>

2/12/07 19:01

krossgata

Þetta eru nú aldeilis gullkorn. Skál! Þú mátt eiga minn skammt af neftóbakinu.

2/12/07 19:01

Kiddi Finni

Kippis!

2/12/07 19:01

Regína

Þetta er allavega vel ort. Ábyggilega satt líka, fyrir suma.

2/12/07 19:01

Günther Zimmermann

Já! Þetta er dægilegt

2/12/07 19:01

Texi Everto

Skál Úbbi minn. Þú ert alveg ágætur.

2/12/07 19:01

Andþór

Stórfínt og góð speki!

2/12/07 19:01

Garbo

Já, þetta virkar kannski fyrir þig en mér líst ekki á það. Vel gert samt.

2/12/07 19:02

Kargur

Mikil speki og góð.

2/12/07 19:02

Huxi

Það er greinilegt að þar talar maður með reynslu. Flott kvæði og ekki síður spaklega mælt en hjá Hallgrími Péturs á sínum tíma.

2/12/07 20:01

Útvarpsstjóri

Reyndar tala ég ekki af reynslu, þetta er bara almenn skynsemi. Sjálfur er ég ekkert fyrir þynnku og sleppi henni bara.

2/12/07 20:01

Heiðglyrnir

Vel ort eins og Útvarpsstjóra er von og vísa, þó aldrei hafi Riddatnn því miður komist um á lag með að þessi ósköp. Hryllir frekar og flökrar við áfengi daginn eftir. Riddara-Skál

2/12/07 20:02

Günther Zimmermann

[Fær sér í nefið]

[Hnerrar]

2/12/07 22:02

Línan

Frá þínu útvarpi hljómar þetta næstum guðdómlega. En, virkar ekki. Er með Heiðglyrni í deild þarna.

Útvarpsstjóri:
  • Fæðing hér: 14/2/06 15:15
  • Síðast á ferli: 8/12/20 14:02
  • Innlegg: 10126
Fræðasvið:
Fornleifafræði, íslensk fræði, guðfræði, trúfræði, almenn kirkjusaga, norræn tungumál o.fl.
Æviágrip:
Fæddur á Seyðisfirði 1. júlí árið 1937, sonur hjónanna Steins Jósua Stefánssonar skólastjóra og Arnþrúðar Ingólfsdóttur húsmóður. Giftist Dóru Erlu Þórallsdóttur (f.1941) og átti með henni börnin Þórhall (f. 1961) og Arnþrúði (f. 1971).

Útvarpsstjóri hóf starfsferil sinn sem skrifstofustjóri Rafmagnsveitna Ríkisins árið 1957. Vann síðan sem kennari frá sama ári til ársins 1965. Árið 1966 tók hann við Seyðisfjarðarprestakalli og gegndi því til ársins 1968. Hóf þá aftur kennslu í Danmörku, við Lýðháskólann í Skálholti og Háskóla Íslands. Árið 1981 tók hann við starfi þjóðgarðsvarðar og prests á Þingvöllum og gegndi því til ársins 1991 er hann tók við starfi útvarpsstjóra.

Hlaut á ævi sinni ýmsar viðurkenningar, m.a. finnsku Hvítu Rósina, Riddarakross sænsku Norðstjörnunnar, Luxemborgarorðuna Ordre se Meride, hina spænsku orðu Ísabellu hinnar kaþólsku, Officer of the British Empire orðuna, Riddarakross hinnar frönsku orðu Heiðursfylkingar og Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu.