— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/11/07
Kókoskjúklinganúðlusúpa

Þessi langloka er kannski ekki árennileg, en súpan er mjög góð, þó ég segi sjálf frá. Enda er þetta mín eigin uppskrift frá upphafi til enda, og ég er mjög stolt af henni! Þessi uppskrift ætti að fæða að minnsta kosti þrjá svanga einstaklinga.

Kókoskjúklinganúðlusúpa

2 kjúklingabringur, skornar í litla bita
2 msk sojasósa
2 msk sweet chili sósa
1 tsk sesamolía

Þessu er öllu blandað saman í skál og leyft að marinerast í hálftíma.

500 mL kjúklingasoð
100 mL kókosmjólk
1 stór gulrót, þunnt sneidd
3 vorlaukar, þunnt sneiddir
1 rauð paprika, skorin í strimla
handfylli af smáspínati
2 skammtar þurrkaðar núðlur

Kjúllinn er tekinn úr marineringunni og brúnaður í 1 msk af grænmetisolíu, helst í wok pönnu sem dreifir hitanum vel. Gulrót og papriku er bætt út í, og þetta er léttsteikt í 2-3 mínútur. Þá er soðinu og kókosmjólkinni bætt út í og suðan látin koma upp aftur. Núðlum, spínati og sítrónusafa er bætt við og þetta látið malla þar til núðlurnar eru eldaðar og kjúllinn soðinn í gegn.

   (1 af 37)  
3/11/07 05:02

Garbo

Hljómar mjög vel. Má nota lime í staðinn fyrir sítrónu?

3/11/07 06:00

Hexia de Trix

Þetta langar mig að prófa! En er ekki meiri vökvi?

3/11/07 06:00

Tina St.Sebastian

Örugglega gott að skella smá engifer út í líka.

3/11/07 06:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Þettað lítur ljómandi vel út , enn hvað meinar þú með tveimum skömtum af þurkuðum núðlum ?

3/11/07 06:00

Einstein

Þetta hljómar vel og ætla ég að athuga hvort konan er til í að prófa þetta. Takk fyrir mig.

3/11/07 06:00

Ívar Sívertsen

Smá grænt karrímauk og ég held að þessi súpa verði fullkomin!

3/11/07 06:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Og 500 ml kjúklingasoð . Hvar kaupir maður það ?

3/11/07 06:00

Regína

Þú kaupir hænsna- eða kjúklingasúputening eða eitthvað sambærilegt, og hellir yfir það hállfum lítra af sjóðheitu vatni.

3/11/07 06:00

Þarfagreinir

Ekki hægt að kaupa soðið beint? Hvurslags ...

3/11/07 06:01

Furðuvera

Athugasemdum verður svarað í þeirri röð sem þau berast.

Það er frábært að nota lime í staðinn fyrir sítrónu, ég nota bara það sem ég á hverju sinni.

Ef það á að elda fyrir fjóra með afgöngum, þá gæti verið gott að tvöfalda uppskriftina... það er kannski nærri lagi að segja þetta vera fæði fyrir tvo.

Ég set einmitt oftast engifer, hvítlauk og chili út í asíska rétti, en þessi er einfaldur á þann hátt að chili og hvítlauksbragðið kemur úr sweet chili sósunni sem kjúllinn marinerast í. Ef engifer er í uppáhaldi þá má bara skella því á pönnuna með kjúllanum.

Núðlur eru oft þannig pakkaðar að þær eru í nokkrum skömmtum, og þá er einn skammtur nóg fyrir eina manneskju. Ég á semsagt við, núðlur fyrir tvo.

Það er reyndar hægt að kaupa soð í fernum í Hagkaupum, sem er lífrænt og rándýrt og geymist ekki lengi. Mér finnst gott að nota drjúgt þykkni sem kemur í litlum flöskum undir merkinu Tasty(þó það sé íslenskt), MSG-laust og gott.

3/11/07 06:01

Skreppur seiðkarl

1 tsk. sykur og 8 kíló pipar og þá rennur það ljúft niður og kannski beint í gegn en við erum Íslendingar, þolum þaaaað...

3/11/07 06:01

Huxi

Þetta var nú óþarfi... Æsa upp í manni hungrið...

3/11/07 06:02

Tina St.Sebastian

Jæja - ég prófaði þetta. Mér er reyndar lífsins ómögulegt að fara nákvæmlega eftir uppskriftum svo ég notaði fínt saxaðan blaðlauk í staðinn fyrir vorlaukinn, fattaði allt í einu að ég átti ekki sweet chili, svo ég notaði pínu þurrkað chili til að fá kikk og bætti lime-berki og heilum helling af engifer út í.

Þetta vakti mikla lukku.

3/11/07 07:00

Tina St.Sebastian

Núna áðan skellti ég svo aukaskammti af chili, hvítlauk og engifer út í afganginn af súpunni sjálfri, hitaði að suðumarki og sötraði í mig - og er ekki lengur með stíflaðan nebba.

3/11/07 07:01

Furðuvera

Frábært! Gott að heyra að hún hreinsaði í þér öndunarfærin. Ég á einmitt til að henda þurrkuðu chili út í, ef mig langar í gott spark í hausinn.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.