— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Pistlingur - 5/12/04
Kjallaragrein

Stutt grein sem ég skrifaði í ritunartíma.

Þessar síðustu vikur hefur skilningur minn aukist jafnt og þétt á þeirri staðreynd að gelgjur, svokallaðar, eru endanlega að yfirtaka heiminn eins og við þekkjum hann. Grunnhyggni, útlitsdýrkun og algjör hunsun málfræði- og stafsetningarreglna eru einkenni ungu kynslóðarinnar. Nú tala ég kannski eins og gömul kona frá Vestfjörðum, en þetta fer virkilega í taugarnar á mér.
Langflest fólk á mínum aldri - og þá sérstaklega stelpurnar - virðist vera svo óendanlega grunnt að mætti kalla geðveilu. Þetta fólk er auðvitað ágætt á sinn hátt en þetta er komið út í öfgar. Gelgja er kannski eðlilegur partur af unglingsárunum, og hún líður kannski hjá, en ég er ennþá að sjá fullorðnar konur sem líta út fyrir að dýrka Brad Pitt og kaupa allar sínar flíkur í Sautján.
Þessi gelgjufaraldur, eins og ég vil kalla það, virkar eins og blóðsuga á íslenska menningu. Enn sé ég unglinga á aldrinum 13 - 17 ára skrifa "mér langar" eða "mér hlakkar til" og álíka hvimleiðar málfræðivillur. Er ekki kominn tími til að taka þetta lið upp á eyrunum og neyða það til að læra almennilega íslensku? Kenna því almennt siðferði? Ef ekki, þá kemur að því að ég stjakset þetta fólk sjálf í bræðikasti.

   (28 af 37)  
5/12/04 17:01

Litla Laufblaðið

Æ, er ekki líka til svona síðpartur af gelgjunni, þar sem allir aðrir eru orðnir gelgjur? Allir nema maður sjálfur. Ætli ég sé þá ekki á honum því ég á það allveg til að segja mér langar.

5/12/04 17:01

Furðuvera

Ég hef ekki heyrt um þann part gelgjunnar... sjálf er ég nokkuð viss um að ég hafi aldrei verið gelgja.
Móðir mín tekur undir það.

5/12/04 17:01

Hakuchi

Af skrifum þínum á Baggalúti að dæma er deginum ljósara að þú þjáist alls ekki af gelgjupestinni Furðuvera góð.

5/12/04 17:01

Girl

Mér langar að þakka þér Furðuvera, æðislegt!

5/12/04 17:01

Furðuvera

Þakka þér kærlega Hakuchi, þetta var mjög fallega sagt.

5/12/04 17:01

Furðuvera

Svaka húmor hjá stelpuskjátunni þarna...

5/12/04 17:01

Ugla

Ég verð 34 ára í sumar og versla í sautján og finnst Brad Pitt ágætur.
Á ég bara að láta leggja mig einhvers staðar inn, ha???

5/12/04 17:01

Furðuvera

Nei nei nei, alls ekki, ég er að tala um alveg fimmtugar konur!

5/12/04 17:01

Sæmi Fróði

Ég er fimmtug kona, nei bara að grínast. Þú ert þinni kynslóð til sóma Furðuvera.

5/12/04 17:01

Furðuvera

Þakkar þér Sæmi, þakka þér.

5/12/04 17:01

Limbri

Já það er til margt verra en hörundssárar furðuverur.

-

5/12/04 17:01

Isak Dinesen

Mér fannst tilsvar Furðuveru vegna innleggs Uglu gott. Ég vil samt bæta við að Furðuvera gagnrýnir ekki það að versla í Sautján, heldur versla allar sínar flíkur í Sautján. Þá gagnrýnir hún ekki að finnast Brad Pitt ágætur (ég er viss um að meira að segja Hakuchi finnist það) heldur það að dýrka hann.

5/12/04 17:01

Furðuvera

Takk kærlega Isak, einmitt það sem ég var að hugsa... ég á bara stundum í erfiðleikum með að finna orð til að lýsa hugsunum mínum.

5/12/04 17:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Hvurslags búð er SautjánÖ Er ekki stórhætta á því að þau sem hoppa yfir gelgj skeiðið núna, fari á það um fimtugt og komist aftur í barndóm um nírætt og fari þá að versla í Sautján

5/12/04 18:00

Magnús

Mér finnst nauðsynlegt að koma því að hér að það er ekki til verri leikari en Brad Pitt; mér finnst því ekkert að því að fordæma fólk sem finnst hann ágætur.

5/12/04 18:01

Ég sjálfur

Það er nú samt alltaf rosa gaman að leiðrétta svona málvillur.

5/12/04 18:01

Furðuvera

Ég tek undir orð síðasta ræðumanns.
Það er hrikalega gaman...

5/12/04 18:01

hundinginn

Fátt er fallegra en fullorðnar konur í mittislitlum gallabuxum og niður stuttum bol. Þ.e. ef maginn er í lagi og mittið flott! URRR!

5/12/04 18:01

Furðuvera

Æ hundingi minn, það er ekki í tísku maður! Nú eru það síðu pilsin og hippamussurnar!
Minn tími í tískubylgjunni er loksins kominn!

5/12/04 22:00

Afnám Þrælahalds

Huhu, mestu gelgjurnar eru þær sem hafa mest fyrir því að skilgreina sig frá "gelgjunum". Held að þessar persónur sem þú skrifar um í riti þínu séu afar fágætar nú til dags. Sért þú á aldrinum 13-17 ára ertu alveg örugglega sönn gelgja. SKÁL!

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.