— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/05
Enn önnur myndaserían

Nú er aftur komið að því að kvelja Gestapóa með artí fartí stælum.


Þetta er víst skugginn minn. Þetta tók ég nú bara rétt áðan, sólin var sígandi og skugginn varð skemmtilegur í laginu.


Óþekkt svart efni sem ég fann í vaskinum. Líklega eitthvað eftir litlu systur. Undarlegt.


Þessa tók ég líka í kvöld, var að labba heim og smellti bara af með vélina hangandi á öxlinni.


Svo er það sólin. Hún er ágæt.

Takk fyrir mig.

   (10 af 37)  
4/12/05 17:02

sphinxx

Furðu flottar myndir. skál!

4/12/05 17:02

Þarfagreinir

Noh. Til hamingju með rafmælið annars.

4/12/05 17:02

Nornin

Jæja súkkulaði rúsína, ég ætla ekki að vera með nett innantómt lof heldur smella á þig heiðarlegri gagnrýni (smá lof líka [blikkar])
1. Þessi er skemmtileg, uppbyggingin er góð, en hún er ekki alveg nægilega skörp og svo væri ennþá betra að sjá minna af skugganum neðan til en meira af höfðinu á þér. Croppið er full þröngt.
2. Aðeins víðara skot og ef vélin hefði snúið 20° meira til hægri þá hefði ég verið elskusátt.
3. Illt í magann mynd [glottir]
4. Fínasta mynd, ættir að fá þér þrífót því mér finnst vera örlítil hreyfing í henni.

4/12/05 17:02

Offari

Skugginn þinn er frekar horaður. Góðar myndir Takk.

4/12/05 17:02

Heiðglyrnir

Flott hjá þér Furða mín, Þú er sko algjörlega með þetta. Úje.

4/12/05 18:00

Limbri

Nornin gefur þessu sérstaklega góða gagnrýni. Mundu að orðið 'gagnrýni' er samansett úr orðunum 'gagn' og 'rýni'. Ætlunin með rýninni er að af hljótist gagn.

Ég vil þó fá að mótmæla punktinum varðandi hreyfinguna í mynd 4. Ég geri ráð fyrir að hreyfingin sem Nornin sér, liggi aðallega í efri hluta rammans, ég vil merkja 'hreyfingarnar' þar meira á fókus og finnst mér það koma vel út. Skarpleiki miðju og neðri hluta rammans hreinlega kallar á mótvægi sem mér finnst efri hlutinn færa okkur vel.

Tek ég það að sjálfsögðu fram að ég er algjör frummaður þegar kemur að ljósmyndun, en ég veit hvað mér finnst flott og hvað ekki.

-

4/12/05 18:00

Upprifinn

sætar myndir stelpa.

4/12/05 18:00

Jarmi

Töff stöff.

4/12/05 18:00

Nornin

Ah, Limbri. Velkominn aftur. Þörf á sjentil hérna þessa dagana.
En nei, ég átti ekki við efri hluta rammans heldur rétt neðan miðju er eins og myndin sé hreyfð ef þú ferð í upprunalegu myndina og stækkar hana til fulls.
Hann er ekki áberandi, en með þrífæti (og ef til vill styttri lýsingartíma) hefði mátt komast algjörlega hjá þessu tel ég.

4/12/05 18:00

Finngálkn

Ég tók blá mynd af mér vera að fista frænku mína áðan - er ekki tilvalið að opna rafræna sýningu?

4/12/05 18:00

Finngálkn

Annars hef á ég virkilega erfitt með að skilja að það þurfi að læra ljósmyndun eftir að diggital-draslið kom til sögunnar. Annað hvort ertu það heppinn að fanga augnablikið eða ekki... hitt eru tilbrigði og í öllum tilfellum misheppnuð! - Að hafa auga fyrir listinni ... fle, fle, fle... hafðu auga fyrir þessu druslan þín... bíííí... uh... bíí...

4/12/05 18:01

Furðuvera

Nornin: Reyndar var ég að uppgötva að það getur ekki verið að þessi mynd sé hreyfð, hún er tekin beint í sólina og ég var ekkert að stilla lýsingartímann neitt spes, tók bara lítið brot úr sekúndu. Gerir það mjög erfitt að hreyfa hana... en takk kærlega fyrir gagnrýnina, alltaf hægt að læra af henni.

Og takk kærlega allir hinir.

4/12/05 19:00

Grýta

Furðuvera. Mér finnst þetta flottar myndir.
Sérstaklega út af því hvað þú virðist hafa gott auga fyrir nálægðinni, ef svo má segja.
Dáldið Súrrealísk myndefni sem mér finnst töff.

4/12/05 19:01

Dexxa

fallegar myndir.. það er ótrúlegt hversu fallegur hversdagsleikinn getur orðið þegar rétt manneskja heldur á myndavélinni.. vel gert.

4/12/05 19:01

Dexxa

fallegar myndir.. það er ótrúlegt hversu fallegur hversdagsleikinn getur orðið þegar rétt manneskja heldur á myndavélinni.. vel gert.

4/12/05 20:01

Jóakim Aðalönd

Þú ert efnilegur ljósmyndari Furða mín og hafðu þökk fyrir þessar.

Skál!

5/12/05 09:02

Pluralus W

Ég gæti kannski platað þig til að taka mynd af mér [Blikkar hægra auganu því það vinsta virðist ekki virka]

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.