— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Pistlingur - 6/12/04
Mannkynið

Lúsablesar með öllu.

Milljónir af mismunandi dýrategundum lifa á Jörðinni, en engin eins og maðurinn. Hann telur sig vera gáfaðasta, hæfileikaríkasta og besta lífveran. Tala ég nú um mannkynið í heild, en ekki einstaklinga því ég veit að það er fólk sem hugsar ekki svona.
Ofangreind fullyrðing mannanna er með öllu ósönn. Það getur varla verið gáfulegt að drepa annað fólk út af veraldlegum hlutum, er það? Er gáfulegt að skipta gjöfum Jarðar þannig að fólk er að deyja úr offitu í einu landi, en í öðru svelta börn í hel ellegar deyja vegna mengaðs vatns? Telst það hæfileiki að geta skapað vopn sem getur drepið sem flest fólk í einu?
Ekki bætir úr skák að mengun, öll af völdum mannfólks, er hægt og bítandi að valda heimsendi eins og við þekkjum hann. Bandaríkjamenn neita að skrifa undir Kyotobókunina sem bætir svo sannarlega ekki ástandið, en reyndar hefur mér alltaf fundist Bandaríkjamenn vera kolbrjálaðir skrattakollar sem aldrei geta hugsað rökrétt.
Endanleg niðurstaða ítrekaðra pælinga og mikillar umhugsunar er þessi:
Mannkynið sem heild getur verið með eindæmum andskoti heimskt stundum.

   (26 af 37)  
6/12/04 01:01

Ísdrottningin

Já en hvað er til ráða?

6/12/04 01:01

Furðuvera

42?
[Flissar]

6/12/04 01:01

Gunnar H. Mundason

Góð hugmynd, allt er hægt að leysa með 42, á einn eða annan hátt. [Blikkar ]

6/12/04 01:01

Lómagnúpur

Þarna eigið þið líklega við popphljómsveitina Level 42, ekki satt?

6/12/04 01:01

Amma-Kúreki

Þeir hæfustu lifa af ( frumskógarlögmálið)
þannig að ég drepst flótlega ! Er ekki rotta. kakkalakki eða meðlimur í the rolling stones

6/12/04 01:02

hundinginn

Furða, þú ert svo skír. Jeg endurtek orð mín frá um daginn. Þín bíða sjerstök verkefni um ævina, sem verður vonandi sem lengst og heillavænlegust. Vona, að þú sjert ekki haldin neinni fjandans trú.

6/12/04 02:01

Texi Everto

Mannskepnan er svo langt á undan öðrum skepnum að hún ákvað að gera þetta svolítið svæsnara, survival of the fittest já, sjáum hvernig þessir andskotans höfrungar höndla Global Warming, svo þegar við erum búnir að murka allt líf úr öllu hér á jörðinni þá skjótum við okkur bara til næstu lífstjörnu. Mannkynið fylgir sama mynstri og engisprettur.

6/12/04 02:01

Furðuvera

[Skoppar eins og engispretta]

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.