— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 8/12/04
3 Amigos

Eftir væl og nöldur frá Riddaranum hef ég ákveðið að skrifa félagsrit um fund þriggja vina í gærkvöldi.

Ekkert jafnast á við hitting góðra vina á góðum stað, með góðum mat, og góðum mjólkurhristing.
Riddarinn, ég og Hóras ákváðum að hittast í Hressingarskálanum í gærkvöldi með von um skemmtilegt spjall og góða stemmningu í litleysi hversdagsins. Vegna nísku minnar þvertók ég það að fara í strætó og því fékk ég far hjá Hórasi. Áætlaður komutími árafeðgina var 18:00, en viti menn! Bílstjórinn minn sofnaði á akkúrat óheppilegum tíma og því komum við hálftíma of seint. Honum að kenna.
En sem betur fer hafði Riddarinn ákveðið að bíða fremur en að gefa upp vonina, og þarna var hann, hjúkk!
Alltaf er gaman að hitta góða vini. Hressó fylltist af hlátri ungrar furðuveru, ára og riddara. Talað var um fólk, hluti, atburði og hugmyndir, fortíðina og framtíðina, og svo auðvitað wúgíwúgí brandarann. Það var bara stundarbrjálæði, ég sver það!
Maturinn var góður, mjólkurhristingurinn var betri, en ég hvet þá sem vilja alvöru Malt að fara eitthvert annað, því að Viking Malt er einfaldlega ekki ásættanlegt. Hér eftir mun ég alltaf biðja um Egils Malt. En mikið andskoti verður Riddarinn skemmtilegur eftir tvo þrefalda Grand Mariner í klaka. Neeei, bara smá grín.
Lexíur lærðar: ekki borða núðlur af miðjum diskinum, það brennir tunguna, og ekki tala um pönduklám á opinberum stöðum.
Allt í allt var þessi vinafundur einstaklega skemmtilegur, megi þeir verða fleiri. ‹Skálar í Egils Malti›

   (22 af 37)  
8/12/04 19:01

Heiðglyrnir

Wúgíwúgí, þetta var gaman. Skemmtilegt félagsrit Furða mín.

8/12/04 19:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Flott

8/12/04 20:01

hundinginn

Þið voruð auðvitað komin heim klukkan 10.

8/12/04 20:02

Börkur Skemilsson

Mér er aldrei boðið í svona mannamót. Kynjamisrétti og ekkert annað.

8/12/04 21:02

Steinríkur

Börkur: hvað í fjandanum ert þú eiginlega fyrst þér er ekki boðið þar sem karlar og konur (eða í þessu tilviki kona) hittast?

8/12/04 22:00

Heiðglyrnir

Þetta er mögnuð spurning, hjá herra Steinríki...

9/12/04 23:02

moni

Íslenkirfæringar komu samann á Papey ,sátu saman að drykkju ,áttu saman góða stund þar til einn þeirra sagði ju8ktú setjakiuy kfgtitrwpaeæflgk,sumir vöknuðu við þetta og stóðu upp hressir en aðrir héldu áfram að sofa

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.