— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/04
Öskudagur

oj bara - eða namm bara?

Ég er búin að fá æviskammt af lélegum útgáfum af Gamla Nóa og Bjarnastaðabeljum (bæði gömlu útgáfunni og nýju klósettútgáfunni). Í guðanna bænum foreldrar, kennið börnunum ykkar fleiri lög eða sleppið því að senda þau út að ,,nammisyngja"
Ég hefði ekki haft neitt á móti því að heyra um Gamla Nóa, upprunalega sönginn. Þið vitið við hvað ég á:

Gamli Nói, gamli Nói
guðhræddur og vís
Mikilsháttar maður
mörgum velviljaður
Þótt hann drykki, þótt hann drykki
Þá samt bar hann prís.

Aldrei drakk hann, aldrei drakk hann
of mikið í senn
Utan einu sinni
á hann trúi ég rynni
Glappaskotin, glappaskotin
ganga svo til enn.

En ég get svo sem unað glöð við mitt, því barnahópurinn í minni umsjá þótti þjóðlegur, skemmtilega raddaður og fékk mikið lof fyrir sinn söng um krumma sem sefur í klettagjá.

Verst að prinsessan getur ekki sofið fyrir magaverkjum eftir sykurát.........

   (28 af 33)  
2/12/04 09:02

Hermir

Og hvað viltu semsagt að við gerum? Sjálfur klæðist ég alltaf big-foot galla og syng gömul thema-lög úr þekktum sjónvarps og bíómyndum eins og Star-Wars, Cheers og Willow (svo dæmi séu tekin).

2/12/04 09:02

Ísdrottningin

Það er sko stórum betra en Gamli Nói keyrir kassabíl...
Hvar varst þú að syngja?
Ég hef alveg misst af'essu ooooooh

2/12/04 09:02

Hexia de Trix

Látum vera þó þau syngi um það að Nói gamli sé farinn að keyra kassabíl út um allt. En steininn tekur úr þegar blessuð börnin kunna aðeins útgáfuna þar sem Nói er orðinn sjúkraflutningamaður...

2/12/04 10:00

Mjási

Var ekki gamli Nói "mikill sátta maður"?

2/12/04 10:00

Ívar Sívertsen

Og þegar Gamli Nói er orðinn poppgerðarmaður, veitingamaður og í raun það sem hugurinn girnist og öll upprunaleg hrynjandi farin úr laginu þá er mál að linni! Hvað varð um gullaldarljóð á borð við Kvæðið um njálginn eða Ég fór á ball sera sera... Kennum börnunum okkar eitthvað gamalt og gott sem kynni að skemmta fólki líka!

2/12/04 10:00

Lómagnúpur

Það þarf að semja níðsöngva um auðkýfingana sem eiga landið. Og lýsisfélögin. Láta börnin hrekkja þau úr landi með óvægnum og fölskvalausum hrekkjusöng sínum.

2/12/04 10:02

Barbapabbi

Öskudagur hvað, það sjást varla öskupokar lengur og börnin vita varla hvað það er... æða bara um gólandi og betlandi, væri ekki réttast að endurnefna daginn og kalla hann öskurdag.

2/12/04 10:02

Ísdrottningin

Já Lómagnúpur það er þjóðlegt og þarft að semja níðsöngva og ætti að vera sjálfsagður þáttur í uppeldi íslenskra barna.
Góður punktur Barbapabbi, öskurdagur er réttnefni eins og þetta gengur fyrir sig í dag...

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið