— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Pistlingur - 4/12/05
Má bjóða þér smá efnakokkteil?

Nú, hélstu að þetta væri bara MATUR sem þú ert að setja ofaní þig!

E-númerahugleiðing.
Númer sem byrja á 100 eru litarefni
Númer sem byrja á 200 eru rotvarnarefni
Númer sem byrja á 300 eru þráavarnarefni ( andoxunarefni ).
Mörg þeirra eru mjög vafasöm og erfðabreytt.
Númer sem byrja á 400 eru m.a. bindiefni. Flest þeirra eru hættulaus en á því eru margar undantekningar .
Númer sem byrja á 500 eru sýrustillar og næstum öll í lagi nema E541.
Númer sem byrja á 600 eru bragðaukandi efni, t.d. E621 sem er MSG.
Þau eru öll varhugaverð og flest erfðabreytt.
Undantekningarnar eru E640 og E650
Númer sem byrja á 900 eru húðunarefni ( lakk og vax) og hjálparefni,
t.d. sætuefni sem bera númer frá E950 til E967.
Þau sem eru EKKI í lagi og ber að FORÐAST ef huga á að heilsu og blóðsykursálagi
eru:
E950= Acesulfamkalium
E951= Aspartam /Nutra Sweet
E952= Natriumcyklamat
E952= Calciumcyclamat
E954 = Saccarin

Sætuefni sem eru í lagi:
E953= isomalt ( en er erfðabreytt)
E957=Thaumatin (erfðabreytt)
E965(i) = Maltitol (erfðabreytt)
E965(ii)= Maltitolsirop (erfðabreytt)
E 966 = Lactitol
E 967 =Xylitol

Ókey, ekki æsa þig svona.
Þetta er bara smá fróðleikur fyrir þá sem hafa áhuga.
Þið hin getið bara flett áfram.

Merkilegt hvað fólk verður oft æst þegar hollustu ber á góma.
En sannleikanum verður hver sárreiðastur. Ef fólk vill ekki vita hversu óhollt það er sem það setur ofaní sig verður það bara að eiga sig. Við hin vitum að batnandi manni er best að lifa og að maður gerir betur þegar maður veit betur.

Lifið heil
Ísdrottningin

   (12 af 33)  
4/12/05 13:01

Galdrameistarinn

Helvíti er þetta flott samantekt hjá þér
Hef einmitt verið að leita að svona, enda sérlega harður andstæðingur E951; E621; svo fátt eitt sé nefnt.

4/12/05 13:01

Jarmi

Ég hef nú aðallega áhyggjur af að það geta bara verið 100 efni af hverjum flokk á markaðnum hverju sinni.

4/12/05 13:01

Offari

Er E331 í lagi?

4/12/05 13:01

Furðuvera

MSG sökkar.
Flott samantekt.

4/12/05 13:02

Herbjörn Hafralóns

Æ, æ, verð ég þá að hætta að drekka Pepsí Max og að setja Canderel í kaffið mitt?

4/12/05 13:02

Jóakim Aðalönd

E330 er sítrónusýra.

4/12/05 13:02

Nermal

E-300 er ef ég man rétt C-vítamín(ascorbinsýra). Efalaust eru mörg þessara efna óholl til neyslu, en það er spurning um hvaða magn er verið að tala um. Frægt var málið með blátt M&M. Einhverntíma heyrði ég að maður þyrfti að éta 14 kíló af því daglega til að litarefnið væri skaðlegt. En fróðleg samantekt.

4/12/05 13:02

Ívar Sívertsen

Góð samantekt og á eflaust eftir að vekja okkur öll til umhugsunar. En það sem verður að nefna er að sum af þessum efnum er ekki hægt að forðast en ég hef ekki nægilega þekkingu til að geta sagt betur frá því. En hvað pepsimaxið varðar Herbjörn þá er 1/2 lítri á dag í lagi en Canderel er fullt af aukaefnum. Það eru til mun gáfulegri staðgenglar fyrir það.

En ég set stórt spurningarmerki við E952= Natriumcyklamat að það sé vont. Það er nefnielga í sætuefni sem næringarráðgjafar sem og læknar hafa einmitt ráðlagt fólki að nota.

Við skulum fara afskaplega varlega í að hallmæla E-efnunum því þau gætu verið skaðleg ef þeirra er neytt í tug-lítravís daglega í nokkur ár. Svo er staðreynd að E-efni sem eru góð fyrir eitt líffæri geta verið skaðleg fyrir önnur o.s.frv. En þetta vekur mann samt til umhugsunar.

4/12/05 14:00

Hakuchi

Gott að hafa yfirlit yfir þetta gums. Hafðu þökk fyrir.

4/12/05 14:00

Klobbi

Er mér þó umugaðra um hvaða aðskota og sindurefni kunna að finnast í andans fæðu. Ef sálin er ekki hraust þá verður skrokkurinn alltaf skaddaður.

4/12/05 14:00

Hakuchi

Nujh! Klobbi! Langt síðan þú hefur stungið inn nefi.

4/12/05 14:00

albin

Þetta lítur út eins og matseðillinn minn

4/12/05 14:01

Gaz

Fólk á ekkert að fara í fílu yfir því að maður minnist á það að það sé að borða þetta og hitt. Það alveg vitað mál að maður má skamma fólk fyrir óhollustu. Allir sem hafa nokkurn tíman reykt kannast við þetta.

Góð samantekt.

4/12/05 14:01

Kondensatorinn

Holl lesning.

4/12/05 15:00

Stelpið

[Þiggur grænan ólgandi efnakokteil í martiniglasi, skreyttu með MSG rönd og erfðabreyttri ólífu]
Skál!

4/12/05 15:00

Heiðglyrnir

E-ergo eitur fín...Verkamanna vítamín.

4/12/05 15:00

Myrkur

Svo er alltaf að breytast hvað er hollt og óhollt. Mann þegar allir borðuðu ekkert nema pasta, ´nú má ekki minast það orði án þess að það líði yfir 1 næringarfræðing? Kanski að reykingar verði hollar í framtíðinni? 1 á dag ( maður má vona)

4/12/05 16:01

feministi

Fær hvaða helvítis hollustu kjaftavaðall sem er að hanga hér uppi?

4/12/05 16:02

Jarmi

Þú ert það sem þú étur.

-

5/12/05 00:02

mubli

Þú varst það sem þú skítur.
- Sverrir Stormsker (held ég)

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið