— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/06
Málfar og villur í rituðu máli.

Ég myndi skammast mín óstjórnlega ef að texti sem ég léti frá mér fara til opinberrar birtingar innihéldi villu, hvað þá í fleirtölu. Því hef ég verið þeim þakklát sem hafa bent mér á þegar svo hefur verið og þar með gefið mér tækifæri til að leiðrétta textann og verða mér ekki til skammar. Öllum geta orðið á mistök, það er bara mannlegt.

En því er ekki alltaf vel tekið þegar maður vill svo vel að leiðrétta skrif annarra...

Fyrir skemmstu var ég að lesa fréttir á vefnum mbl.is og rakst þar á fyrirsögn sem vakti athygli mína. Ég fór að athuga málið nánar og áður en ég vissi af var ég stödd á bloggsíðunni: http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/122220/
Ég las yfir textann og varð illt af villunum ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann› En þar sem ég vil öngvum manni (né konu) svo illt að hafa ekki möguleika á að bæta sig þá skrifaði ég nokkrar línur til að benda mannræflinum á villurnar (ég sleppti að vísu að segja honum hvað væri rétt að segja í stað hverrar villu. Taldi víst að það væri augljóst en svo hefur greinilega ekki verið) .

Ég vil taka það fram að athugasemdirnar snerust um villur í texta, ekki umfjöllunarefni textans.

Nokkru seinna kíkti ég á bloggið og hafði hann þá þurrkað út athugasemdir mínar en ekki séð sóma sinn í að leiðrétta textann. Mér datt í hug að maðurinn hefði haldið að ég væri að gera grín að sér eða eitthvað þvíumlíkt svo ég áréttaði við hann að það væru þarna meinlegar villur sem þyrftu lagfæringar við.
Skömmu síðar var búið að þurrka út áréttingar mínar sem og texta frá manneskju sem var honum ekki sammála um efni bloggsins.

Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að mannræfilstuskan sé svo heimskur að hann haldi raunverulega að „uppspuni sé MEÐ rótum“ en ekki frá rótum og svo framvegis...

Dregur hver dám af sínum sessunaut segir máltækið og á það einnig við um máltilfinningu. Ef sama villan er endurtekin í sífellu sljóvgast tilfinningin fyrir því hvað rétt er og hættan á því að verða samdauna vitleysunni eykst með tímanum, því miður.

Mér finnst því, að ef menn eru svo heimskir að máltilfinningu annarra stafi hætta af, þá þurfi að setja einhverskonar viðvörun á skrif þeirra svo að við sómakærir Íslendingar, þurfum ekki að líða fyrir bága málfarstilfinningu þeirra.

   (9 af 33)  
2/12/06 15:00

krossgata

Ég las þennan pistil mannsins og eftir að hafa lesið þinn og hans er mín niðurstaða sú að maðurinn er algerlega blindur á eigið ágæti eða óágæti og telur sig líklega vera að skrifa allt hárrétt og allt tal um annað sé þvaður.

2/12/06 15:01

Dula

Svo á hann alveg rosalega merkilegar vinkonur einsog Jónínu Ben....honum leyfist greinilega mjög margt og mikið. Skítt með málvillurnar, hann á svo merkilega vini.

Blessuð verut, ekki eyða orku þinni í svona fólk, því verður ekki breytt.

2/12/06 15:01

Vladimir Fuckov

Vjer lásum þetta í flýti og rákumst á nokkrar málfræði- og orðalagsvillur en ekki stafsetningarvillur. Víða má hinsvegar finna texta með miklu fleiri og verri villum en þarna. Þess ber að geta að eigi erum vjer með þessu að rjettlæta þessar villur heldur frekar að benda á að ástandið er víða mjög slæmt og mun verra en þarna.

Að lokum getum vjer svo ei stillt oss um að benda á að það er stórt Í í Íslendingar !

2/12/06 15:01

krumpa

Æi, þetta er dapurt - og kannski daprara en hjá bloggkrökkunum þar sem þarna er augljóslega um að ræða mann sem telur sig mikið gáfumenni og á vini eftir því. HAHA! En ekki er það nú mjög gáfulegt að geta ekki tekið tilmælum og ábendingum...

2/12/06 15:01

krumpa

Það sem ergir mig einna mest í rituðu máli er NÝJIR og of hlöðnu samsetningarnar ,,þegar að" ,,þó að" og ,,sem að" - en fólk er fífl og yfirleitt dæma slíkir skrifendur sig sjálfir...
(til upplýsingar þá er að-inu algerlega ofaukið enda segja sem, þó og þegar allt sem segja þarf...)
Mest af öllu ergja mig þó ritrúnkarar sem brúka löng og illskiljanleg orð bara til að sýnast klárir, þó þeir skilji engan veginn merkingu þeirra sjálfir og noti orðin iðulega í röngu samhengi. En meira um það síðar...

2/12/06 15:01

B. Ewing

Er ég dæmi um ömurlegan ritvillurúnkarapúka sem skrifar endalausar langlokuorðasamhendur með innihaldsvilltri rökleysufáfræði?

2/12/06 15:01

Vladimir Fuckov

Eigi eruð þjer dæmi um ömurlegan ritvillurúnkarapúka sem skrifar endalausar langlokuorðasamhendur með innihaldsvilltri rökleysufáfræði og vjer neitum sömuleiðis eigi að hafna alfarið öllum hugsanlegum negatífum ásökunarskorti um að óskiljanleikastuðull þessa texta eða annarra er frá oss kunna að hafa komið eða er frá oss kunna að koma í framtíðinni sje með gildi er óæskilegt megi teljast á stöðluðum samanburðarkvarða um æskilegan skiljanleikastuðul ritaðs máls er koma kann fyrir sjónir almennings eða hlutmengis ofan tiltekinnar stærðar úr hópi þeim er almenningur nefnist.

2/12/06 15:01

Hexia de Trix

Ég tek yfirleitt fegins hendi öllum ábendingum um villur í rit- og talmáli mínu. Stundum fer ég reyndar í fýlu ef ég þarf að verja ofnotkun mína (að sumra mati) á kommum, en það er önnur saga. Stafsetningarvillur og málfarsvillur vil ég bara alls ekki hafa í mínu máli. Enn síður ranga notkun á orðtökum - en það getur nú komið fyrir okkur öll. Við þurfum öll á aðhaldi að halda (afsakið orðaleikinn) og sérstaklega þegar vitlaust mál fer að verða bráðsmitandi andskoti.

2/12/06 15:01

krumpa

ÚFFFFF

2/12/06 15:01

Hexia de Trix

Ég held að það þurfi að kenna Vladimirs-fræði í háskólanum. Það leið yfir 300 heilasellur þegar ég reyndi að skilja textann hans hér að ofan. [Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann]

2/12/06 15:01

B. Ewing

[Leggur fram tillögu um stofnun Ritgerðaklúbbs B. Ewings og Vladimirs]

2/12/06 15:01

Vladimir Fuckov

Það mætti alveg kenna hvernig ekki á að skrifa texta. Vjer höfum stundum rekist á illskiljanlegan texta sem þó er laus við stafsetningar- og málfræðivillur. Í verstu tilvikum þarf að giska á merkinguna því það er einfaldlega ómögulegt að sjá hana út frá textanum.

Hexia bendir á að vitlaust mál geti verið bráðsmitandi. Þessar stafsetningar- og málfarsvillur út um allt geta verið sjerstaklega óþægilegar fyrir þá sem treysta mikið á sjónminni en hugsa ekki sífellt í reglum þegar þeir skrifa (þrátt fyrir að þekkja reglurnar). Oss hefur a.m.k. örugglega ekki farið fram í stafsetningu sl. 10-15 ár (nema kannski enskri), 'þökk' sje Netinu.

2/12/06 15:01

krumpa

Kæra Ísdrottning! Í ljósi þess sem sagt hefur verið hér að framan langar mig að benda þér á að þú sjálf notar ákveðin rithátt sem mér finnst ákaflega hvimleiður. ,,Ef AÐ sama villan..." er dæmi um slíkt. Hé væri nóg að segja ef enda er að-inu merkingarfræðilega ofaukið. Ef ég færi en ekki ef að ég færi o.s.frv. Sama má segja um svo AÐ annars staðar í ritinu. Þetta er raunar af sama toga og ,,þegar að," ,,þó að" og ,,sem að" sem ég fjalla um hér að ofan en ,,að" virðist vera sorglega ofnotað í íslensku ritmáli.
Góðar stundir.

2/12/06 15:01

Ísdrottningin

Eftir að hafa lesið innlegg ykkar hefi ég lagfært eftirfarandi í riti mínu: stór stafur í Íslendingar, tekið út eitt ÞVÍ og eitt AÐ en bætt inn einni KOMMU.
-Hástafir koma hér í stað feitletrunar.
Ég er trúlega haldin ,,aðvaðli" [dæsir] æi - Bíddu við, það er kannski ekki svo slæmt, fullkomið fólk er óþolandi [glottir við] Ég þoli þó a.m.k. að vera leiðrétt. (Ef það er ekki of oft...)
Takk annars dúllurnar mína fyrir að nenna að lesa þetta og taka þátt í þessum pirring mínum.

2/12/06 15:01

Carrie

Ég hef rekist á ýmsar staðreynda- og málfarsvillur á þeim bloggum sem mbl vísar á, já og reyndar almenn leiðindi. Var að hugsa um að hætta að lesa mbl en ekki er Vísir skárri (hver í ósköpunum skrifar fréttir á því riti).
RUV eitt eftir.

2/12/06 15:01

B. Ewing

Carrie

...hætta að lesa mbl... ...ekki er Vísir skárri...

...RUV eitt eftir.

[Fagnar gríðarlega]

2/12/06 15:01

Offari

Það eru ekki allir þeim hæfileikum gæddir að geta stafað eða orðað hlutina rétt er þar með sagt að þeir séu heimskir eða bara fífl? Ég get hinsvegar leiðrétt mínar villur sé mér bent á þær þótt ég sé fífl.

2/12/06 15:01

Ísdrottningin

Kæri offari, ég verð sár ef þú ætlar okkur hér svo ljótt að kalla þig fífl. Jafnvel þótt sumir hér séu betri í stafsetningu en þú, þá hefur þér farið mikið fram og við höfum alltaf verið reiðubúin að taka viljann fyrir verkið.
Þar af leiðandi dettur engum hér í hug að kalla þig heimskan.

2/12/06 15:02

Offari

Ég var reyndar að lesa kommentið hrá Krumpu og gat varla túlkað það öðruvísi en svo að það væru eingöngu fífl sem ættu erfitt með að læra þetta. ég ætlaði ekki að særa þig heldur benda á að það er særandi að fá svona koment hún virðist ekki átta sig á að þó svo að ég sé tregur á þessu sviði er ekki þar með sagt að ég sé tregur á öðrum sviðum. Fólk er misjafnt sumir eru sérhæfir á einu sviði meðan aðrir eru góðir í öðru þessi fjölbreyttni mannskeppnunar hefur í raun hraðað þróun mannskepnunnar. Værum við öll sniðin í sama stakk myndum við staðna frekar en að þróast. Ég veit vel að þú hefur ekki þetta álit á mér því varla færir þú að eyða tíma þínum í að reyna hjálp einhverju fífli að bæta sig ef þú teldir það vonlausa baráttu.

2/12/06 15:02

Ísdrottningin

Smá eftirmáli, ég gat ekki á mér setið að skoða málið betur og eftir að hafa gluggað í önnur skrif þessa manns (og hrekkt hann smávegis um leið!) sé ég að hér er á ferðinni réttnefndur Bebbi á Brávallagötunni (samanber mikla vankunnáttu í orðatiltækjum).

2/12/06 15:02

Mosa frænka

Sorglegt, sorglegt, þetta mál allt. Hinsvegar skrifa ég sem ein dæmd til að flygjast með á meðan að máltilfinningarnar gufa upp. Böl er að búa úti.

2/12/06 16:00

Isak Dinesen

Þetta er þreytt umræðuefni.

2/12/06 16:00

krumpa

Kæri Offari, mikið hefur þú gaman af því alltaf að misskilja mig - ef mér skjátlast ekki þá höfum við átt í þessum samræðum áður. Það sem ég átti við er að bloggrúnkarar - eins og þessi tiltekni Stebbi - sem nota orð og orðatiltæki sem þeir ekki skilja, skrifa ljótt og rangt mál og telja sig vera að gera rétt og eru svo hrokafullir að þeir neita að taka ábendingum um annað - eru FÍFL!
Þú ert ekki þannig er það?

2/12/06 16:00

krumpa

Ps. Offari, auk þess minnist ég þess ekki að hafa lagt þig í einhvers konar málfarslegt einelti... Eins og sést af félagsriti þínu hér að ofan er stíllinn alveg ágætur og stafsetningin bara til fyrirmyndar! Ég vona líka að ég mundi reyna - væri ég í því að benda fólki á stafsetningarvillur (sem ég hef reyndar lítið gert) að gera það á kurteislegan hátt. Þessi minnimáttarkennd þín yfir eigin rithæfni virðist sjálfsprottin - eða í það minnsta kannast ég ekki við að hún sé komin frá mér.

2/12/06 16:00

Rattati

Berið virðingu fyrir manninum. Hann segir sjálfur: (og ég vitna í síðuna hans): Ég heiti Stefán Friðrik Stefánsson. Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill.

2/12/06 16:01

Snabbi

Ég er að komast á þá skoðun að púritismi i stafsetningu sé áráttuhegðun. Hugsið ykkur hve það yki fjölbreytni og blæbrigði að hver ritaði með sínu nefi?

2/12/06 16:01

krossgata

Og myndi auka á misskilning.

Ég held það verði að bana þér.

.
.
.
Ó fyrirgefðu það áttu að vera tvö n þarna, breytir merkingunni, ekki satt.

2/12/06 16:01

Tina St.Sebastian

Ég held að misskilningurinn sé meira viðeigandi.

Anars er jeg samálla Snapa. Þetta er gegt mikklu skemtó a skrifa bra eins o mar vill sjálfur, eniggi vra inka a spá í inkrum málfræireglum. Meina, þi skiljiðittallig e haggi? Essir fólk sem er alltaf að reina a seija við mann að mar eijiggi a skrifa nema sé rétt og einkað,é meina halló!!!!!! Fokk itt skilru!!!!! Annass var é sko bra að pælísu og sona, ekkitt illameint iða niett :)

2/12/06 16:01

Offari

Ég er að vísu gjarn á að misskilja hlutina líkt og fleiri gera ég er líka stundum of hreinskilin og segi hvað mér liggur á brjósti. Ef ég hefði ekki sagt mína túlkun hefi Krumpa eflaust ekki getað leið rétt misskilninginn sem særði mig. Vonandi fyrirgefur hún mér þetta.

2/12/06 16:01

B. Ewing

[Drepur innri gelgju Tinu með Málfræði Námgagnastofnunar Ríkisins og nauðungarlestri á bókinni Gagn og Gaman]

2/12/06 16:01

Anna Panna

Jæja, ég kíkti á þetta blogg hjá manninum og sá að það var annar búinn að benda á "með rótum" villuna, gaman að því.
En hann sér svo líka ástæðu til að setja í sérfærslu að hann ætli sér að eyða út nafnlausum svörum svo að það er spurning hvort hann taki meira mark á þessu ef maður fær sér eitt stykki Moggablogg, þá hlýtur maður að mega gagnrýna...

2/12/06 16:02

Hakuchi

Hlusta akureyrskir karlmenn á konur?

2/12/06 16:02

Vladimir Fuckov

Anna - þjer verðið að undirrita athugasemdir yðar með Anna Panna en ekki Glúmur. Þetta er ill nauðsyn því sk. 'bloggarar' vita fæstir að allir hjer eru Glúmur og setja því ranglega samasemmerki milli nafnleysingja og Glúms.

2/12/06 17:00

Anna Panna

Ó...

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið