— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Pistlingur - 9/12/07
5-Hydroxytryptophan

Framhalds-pistlingur

5-HTP eða 5-Hydroxytryptophan er afleiða amínósýrunnar tryptóphan úr afrísku plöntunni Griffonia Simplicifolia. 5-HTP dregur úr upptöku kolvetna úr fæðunni án þess að hafa áhrif á upptöku próteins og fitu. Ennfremur hefur 5-HTP áhrif á serótónínmagnið í heilanum en þar eð serótónín kemst ekki yfir heila/blóð þröskuld okkar (blood brain barrier) eykur serótóníninntaka ekki magn þess í heila. Amínósýruafleiðan 5-HTP er myndefni milli tryptófans og seratóníns og kemst þess vegna auðveldlega yfir heila/blóð þröskuld og getur þannig bætt lífsskilyrði viðkomandi verulega hafi hann haft einkenni vegna skorts á serótóníni.

Nánar um Serótónín:
Vitað er að serótónín gegnir margvíslegu hlutverki í starfsemi heila- og taugakerfis.
Talið er að það stjórni meðal annars:
• Úrvinnslu verkja í heila
• Almennri líðan
• Svefni
• Líkamshita
• Matarlyst
• Skapsveiflum, m.a. reiði, árásargirni
• Kynhvöt
• Flökurleika

Skortur á serótóníni er talinn eiga þátt í einkennamynd nokkurra sjúkdóma má þar nefna þunglyndi, kvíðaröskun, geðhvarfasýki, áráttu- og þráhyggjuröskun, mígreni, iðraólgu (irratable bowel syndrome, IBS), eyrnasuði (tinnitus) og vefjagigt. Margt getur stuðlað að minnkandi Serótóníni í líkamanum en erfðir eiga þar einhvern þátt, lífshættir, streita, áföll og matræði.

Nokkrar klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á bætt áhrif 5-HTP á ýmis einkenni vefjagigtar meðal annars svefntruflanir, kvíða, þunglyndi og verkjaupplifun.

   (4 af 33)  
9/12/07 15:02

Dula

Er seratónín þá hormón ?

9/12/07 15:02

krossgata

Er þetta æt planta eða ávextir af henni? Mig bráðvantar smá serótónín.

9/12/07 15:02

The Shrike

<Gefur krossu allt serótónið sitt sem súg er löngu hættur að nota>

9/12/07 16:00

Upprifinn

Mér finnast burknar flottir.

9/12/07 16:00

Offari

Sendu mér fræ.

9/12/07 16:00

Jarmi

Mér sýnist seratónín vera mjög sniðugt efni. En mig vantar þó ekkert að vera meira reiður og árásargjarn.

9/12/07 16:00

blóðugt

Ég væri alveg til í dass.

9/12/07 16:00

Ísdrottningin

Dula, seratónín er boðefni í heila.

Krossgata, já ávextirnir eru ætir en þú þarft að borða töluvert
magn af þeim til að líkaminn nái að vinna næga amínósýru úr þeim.

Upprifinn, þeir geta verið það.

<Sendir Offari fræ> Blessaður <ljómar upp>

Jarmi, þú misskilur þú hefur meiri stjórn á reiðinni og árásargirninni ef seratónínmagnið er nóg.

9/12/07 16:00

Hóras

Fyrir hvern ertu að vinna eiginlega?

9/12/07 16:01

Tigra

Eru þeir farnir að vinna lyf úr þessu efni?

Aðal vandamálið er samt oft að átta sig á því hverjir eru með raskanir af völdum serótónínskorts, dópamín eða einhverju allt öðru.

9/12/07 16:01

Ísdrottningin

Hóras: ég tók að mér að þýða innihaldslýsingu nýs fæðubótarefnis auk þess að taka saman smá fróðleik um virk innihaldsefni.

Tigra: já að einhverju leyti, en þetta er samt að mestu innan bætiefna/heilsu/náttúrulæknageirans.
Þess vegna prófa læknar sig áfram í lyfjagjöfinni og fólk þarf oft að prófa fjöldann allan af lyfjum áður en það finnur einhvern mun sem telst til bata og getur sýnt fram á hvaða efni/lyfjum það bregst við.

9/12/07 16:01

Salka

Ég hef mikinn áhuga á virkni jurta á okkur mannfólkið, en ég gef mér alltof lítinn tíma til að ígrunda það vel.
Takk Ísdrottning fyrir fróðlega pistla. Ég safna þeim á skjal hjá me´r.

9/12/07 16:01

Hóras

Innihaldslýsing segiru?
Er ekkert annað í þessu en 5-Hydroxytryptophan?

Á hvernig formi er þessi vara? (töflur, duft eða eiyyhvað annað?)

9/12/07 16:01

Ísdrottningin

Salka: Njóttu vel
Hóras: Bætiefnin eru í plástri og jú það eru fleiri efni þó ég hafi ennþá bara birt pistla um tvö þeirra.
Ég er líka að prófa textann á ykkur, stundum vinnur maður of lengi í texta og hættir að sjá villurnar.

9/12/07 16:01

krossgata

Ef þú ert að spá í villur, þá er ýmist talað um seratónín eða serótónín í textanum. Er það með vilja eða lítilsháttar yfirsjón?

9/12/07 16:01

Hóras

OK, í öllum meginatriðum þá líst mér ágætlega á textann - vil þó benda á tæknileg atriði:

"Amínósýran 5-HTP er myndefni milli tryptófans og serótóníns kemst þess vegna auðveldlega í gegnum heila/blóð þröskuld..."

Tæknilega er 5-HTP ekki lengur amínósýra, heldur afleiða amínósýrunnar tryptóphan.
Réttast væri að kalla 5-HTP milliefni í myndarferli serótóníns frá tryptóphan - frekar en myndefni - jafnvel mætti kalla það forefni serótónins

Einnig þar sem þú segir: "...myndefni milli tryptófans og serótóníns kemst þess vegna auðveldlega í gegnum heila/blóð þröskuld..."
Það er rétt að 5-HTP kemst yfir þröskuldinn - en það er ekkert sjálfsagt að það geri það sem afleiða tryptóphans - líklega er best að orða þetta: ...og serótóníns sem kemst auðveldlega yfir heila/blóð þröskuld... (í þessum fræðum er talað um að fara yfir þröskuld en ekki í gegnum hann - jafnvel þótt þröskuldurinn er í raun himna)

Ég get ekkert aðstoðað með málfræðina en vonandi kemur þetta að einhverju gagni

9/12/07 16:01

Regína

Upptalningin er stundum í röngu falli.

"Talið er að það stjórni meðal annars:
almennri líðan
svefni
skapi - eða skapsveiflum ...

Hvar getur maður fengið svona?

9/12/07 16:01

Ísdrottningin

Ég vissi að ég gæti stólað á ykkur, þið eruð snillingar.
krossgata: í læknaritum er ýmist a eða ó en á ensku er o'ið notað svo ég ákvað núna að nota bara ó (ef enginn mótmælir).
Hóras: Viltu lesa yfir og skoða breytingarnar? Þetta má heldur ekki vera of tæknilegt en ég held það sleppi svona.
Regína: Ég er búin að laga (þetta er ekki komið í sölu hér enn) Takk öll sömul fyrir hjálpina.

9/12/07 16:01

Ísdrottningin

ps. Hóras, varstu búinn að lesa ritið um Forslean?

9/12/07 16:01

Hóras

Ég skal kíkja á Forslean - næ því líklega ekki í dag en örugglega á morgun

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið