— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Finngálkn
Fastagestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/05
Draugar

Það er alltaf jafn leiðinlegt oð ræða trúmál - enda sjaldnast neinn grundvöllur fyrir því þar sem trúleysingjar eru í flestum tilfellum þroskaheftir! - Margt í heimi manna er óútskýrt...

Fyrirbæri sem oftast eru kölluð draugar er eitthvað sem flestir þekkja eingöngu úr Hollívúdd myndum og telja jafn mikið rugl og spennuatriðin í Jeims Bond. Þetta er eitthvað sem er ekki til, rugl sem finnst bara í hugarheimi einstakra manna (já og kvenna svo öllum jafnréttislögum sé framfylgt).
Svo eru vísindin líka búinn að afsanna tilvist alls þess sem eingöngu fyrirfinnst í huga manna. Þau þurftu ekki einu sinni að hafa fyrir því... Ekki mælanlegt, áþreifanlegt, sjáanlegt: ekki til og enginn grundvöllur til að rannsaka!!!
Nú þá hlýtur málið að vera útrætt og sjálfdautt.
Það er ósköp einfalt að afneita því sem maður trúir ekki á og allt það en það skiptir bara ekki máli varðandi eftirfarandi:

það er heill helvítis hellingur sem mannshugurinn er einfaldlega ekki tilbúinn til þess að innbyrða - þótt vissulega séu þeir til sem sjá brot af öðrum heimum reglulega eða óreglulega og í mismiklu mæli. Auk þess eru sálir mis vel til þess fallnar og þroskaðar til að takast á við þann sannleik sem þeim er sýndur... Aðrir eru einfaldlega þjálfaðir í þeim efnum eftir fyrri reynslu og reyna því að miðla til annara í staðinn fyrir að fela hlutskipti sitt - miðlar. Þeir koma í öllum útfærslum og eru breiskir sem annað fólk.
Nú hef ég aldrei séð neitt annað en það sem ég geng á hverju sinni: aldrei séð framliðna á vappinu eða óútsýranlegir atburðir reynt að fella mig. En ég hef fundið eins og allar lífverur sem byggja afkomu sína á skynjun.
Að mínu mati eru þeir til sem vilja slá ryki í augun á öðrum með ýmsum hætti og heimta í staðinn peninga (sem má deila um hvort sé rangt eða ekki) og aðrir sem bera óttablanda virðingu fyrir hinum heiminum sem þeir hafa aðgang að. Slíkt fólk þekki ég úr báðum röðum og veit satt að segja ekki nákvæmlega hvernig á að vinna úr þeim upplýsingum sem þeir láta öðrum í té en ég veit að þetta er flest á rökum reist - sé á annað borð um rök að ræða. Gera má þó alltaf ráð fyrir skekkjum ýmisskonar þar sem fólk á í hlut.
Fólk deyr og sálin yfirgefur líkamann. Ef éf fæ hjálp vísindanna eða þeirri grein sem er formóðir allara vísinda, eðlisfræðinni - þá er eitt hennar grundvallarlögmál byggt á því að... "orka deyr aldrei - hún breytir aðeins um form". Maður skildi þá ætla að slíkt hið sama gilti um okkar misvesælu sálir.

Svo ég fari nú að koma mér að efninu, þá eiga sálir misgott með að rata inn á næsta tilverustig. Þær festast oft á þeim stað þar sem þær kvöddu á sem er oft tengt snöggu fráhvarfi og eru því að reyna að nálgast þá sem stóðu þeim næst - oft með skilaboðum eða bón um hjálp. Slíkum reikisálum fylgir þó sjaldnast nokkur ófriður nema þeir sem fyrir þeim finna verði byllt við og séu ómóttækilegir fyrir nærveru þeirra. Þær vilja bara hjálp. Sálir þroskast í tilverustigum og sú staðreynd er eldri en vísindin.
Oft er að finna mikinn óróa á stöðum þar sem mikil óhamingja fólks hefur ráðið ríkjum. Fólk getur magnað upp svo mikla neikvæða orku að á endanum fær það ekki ráðið við neitt og er það sú orka sem í myndum er nefnd "ærsladraugur". Mannshugurinn er nefnilega miklu öflugri en marga órar fyrir og getur skapað misgóða strauma sem eimmitt geta orðið það öflugir að þeir færa til húsgögn eða gera viðveru á ákveðnum stað ómögulega.
Þess má geta í þessu samhengi að sérsveitir innan rússneska hersins voru farnar að fikta við að beisla og stjórna hugarorku í þeim tilgangi að stöðva hjarta óvinarins. Það eru nefnilega ekki allar Hollívúdd myndir byggðar á kjaftæði!

Þó svo að ég hafi aldrei séð neitt nema eigið rassgat hefur mér aldrei dottið það í hug að afneita hlutum sem ég ekki sé... Það væri fyrir mér eins og að skoða bókarkápu og þykjast vita um hvað bókin fjallaði í smáatriðum... Þess vegna les ég ekki mikið!

   (24 af 70)  
1/11/05 06:01

Offari

Einmitt það sem aldrei hefur skeð áður getur alltaf gerst aftur.

1/11/05 06:01

Tigra

Þótt ég fari nú yfirleitt ekki mjög opið með það, aðallega sökum fordóma, þá hef ég séð og það nokkuð oft.
Þetta er eitthvað sem fylgir föðurættinni minni og mjög margir þar sjá eða finna eitthvað.

Ég ætlast ekki til þess að fólk endilega trúi því að ég sjái, eða trúi að þetta sé til, en mér finnst voðalega leiðinlegt þegar það er að reyna að sannfæra mig um að þetta sé bara rugl og koma með allskyns rök um að þetta geti bara einfaldlega ekki staðist osfrv.
Ég skil bara ekki hvernig það getur komið með svona rok, um eitthvað sem þau skilja ekki?
Einhverja orku sem mennirnir hafa ekki tök á að rannsaka eða útskýra.
Það má segjast ekki trúa þessu, en það er óþarfi að láta eins og þeir sem trúi þessu séu fífl.
Það er eins og mér finnst það mesta virðingarleysi sem ég veit að reyna að afsanna tilvist guða fyrir framan trúað fólk, sama af hvaða trú það er.
Maður á að virða skoðanir aðra, og aðrir munu þá að sama skapi virða manns eigin.

1/11/05 06:01

U K Kekkonen

Ekki segja SKE það er danska.

1/11/05 06:01

Finngálkn

Tigra: Þetta er eimmitt það sem ég var að segja eða allavega reyna...

1/11/05 06:02

Galdrameistarinn

Góður pistill hjá þér Fingálkn og sama frá þér Tígra.
Þetta eru hlutir sem endalaust er hægt að rífast um og það verður hver að dæma fyrir sig hvort hann trúi á þessa hluti eða ekki.
Ég ætla ekki að leggja mikið til mála í þessa áttina, en það eru til staðir sem ég stíg ekki fæti á og það eru til hús sem ég fer ekki inn í.
Það er nefnilega svo miklu meira í kringum okkur heldur en flestir gera sér grein fyrir. Nútímamaðurinn er búinn að fjarlægjast svo mikið náttúruna og þær verur sem þar eiga heima og með því líka þá hliðarheima sem eru næst okkar eigin að þeir eru það sem kalla má andlausir eða kanski það sem betra er, náttúrulausir.
Hef þetta ekki lengra að sinni, en ég gæti skrifað mörg félagsrit um þetta efni.

1/11/05 06:02

Nermal

Ég bý nú í frekar gömlu húsi. Og þar eru fleyri hér en bara við holdgerða heimilsifólkið. Þetta er bara eitthvað sem við skynjum.

1/11/05 06:02

Kondensatorinn

Það er margt í mörgu og ýmislegt sem raunvísindin geta ekki mælt. Einu sinni vissu menn ekki að rafmagnið væri til því þeir höfðu ekki tæki og þekkingu til að meðhöndla það. Það er áreiðanlega margt sem okkur er hulið en er samt til.

1/11/05 07:01

Offari

Ok Gerst

1/11/05 07:01

Jóakim Aðalönd

Þegar ég dey, ætla ég að gerast ærsladraugur og hrella fólk!

1/11/05 07:01

Gaz

Ég er ekki oft að tjá mig um það er ég trúi á þegar kemur að þessum málum. Kannski ég ætti að pistlast eitthvað um þetta einhverntímann.

1/11/05 07:01

Blástakkur

Að mínu mati er engin svokölluð "sál". Hinsvegar sá ég einhvern nefna það að orka eyddist aldrei heldur breytti einungis um form. Ef sálin væri orka væri vissulega rétt að sálin gæti ekki eyðst. Að mínu mati er hugur mannsins samsettur úr "upplýsingum" þ.e. uppröðun atóma skapar hugann.

Einhver kom nú með þá kenningu að sama gilti um upplýsingar og orku þ.e. að upplýsingar gætu aldrei eyðst. En þar sem upplýsingar eru í eðli sínu "form" efnis þá er þetta ekki fullkomin hliðstæða.

Samkvæmt annarri kenningu lifum við í einum alheimi í hópi óendanlegra margra alheima. Óendanleikinn býður sem sagt upp á það að hliðstæð "form" efnis þ.e. t.d. "sál manna" séu til í öðrum alheimum. Þessar "sálir" væru þá hliðstæður "sála" okkar. Þar með hefðum við fræðilega séð óendanlegt líf.

Einnig má geta þess að fjölheima kenningin (Multiple Worlds Theory) býður einnig upp á svipaða röksemdafærslu nema hvað að hér er um að ræða heima sem víkja út frá okkar heimi í hvert skipti sem kvantabreytingar geta orðið á fleiri en einn veg (sem er reyndar alltaf).

Varðandi drauga, telepatíu og slíkt er einungis hægt að segja að menn eru nú byrjaðir að rannsaka hvort heilinn sé móttækilegur fyrir eða geti orsakað kvantabreytingar í umhverfi sínu og þannig haft áhrif á efnisheiminn eða lesið út úr honum án þess að hin venjulega skilningarvit komi þar við sögu.

Þetta er áreiðanlega óskiljanlegt en kannski skrifa ég félagsrit um þetta efni sjálfur.

1/11/05 07:01

Finngálkn

Sumt finnst mér furðulegt varðandi nálgun vísindanna á slíka hluti (með fullri virðingu fyrir greinagóðu svari þínu Blástakkur) sem virðist vera að fara alltaf í kringum hlutina og byrja svo að útskýra þá á öfugum enda. Ef við erum á heimsspekilegum og kenningalegum nótum er hægt að fjölyrða endalaust um þessi mál en það hefur eimmitt skilað litlu sem engu hingað til.
Þessa vegna hafa margir efahyggjumenn farið þá leiðina að afneita þessum hlutum algerlega þar sem hvorki er hægt að sanna né afsanna tilvist óræðra og yfirskilvitlegra hluta!

1/11/05 07:01

Galdrameistarinn

Þeir sem eru svona duglegir við að afneita svona hlutum geta alveg eins afneitað ástinni, ástríðunni og fleiri hlutum sem ekki er hægt að rétta öðrum og leifa þeim að halda og þreifa á.
Gott dæmi þegar mér var sögð saga af því, (held að það hafi verið Þórhallur miðill) þegar hann var eietthvað að útskýra þessi andlegu mál og einn aðili var að efast stórlega um andlegu málin að Þórhallur sagði við hann;
"Þú ert giftur, er það ekki?"
"Jú" svaraði hinn.
"Elskarðu konuna þína?" Spurði Þórhallur.
"Já það geri ég." Ansaði hinn þá.
"Réttu mér og lof mér að sjá og finna." sagði þórhallur.
Það er víst haft fyrir satt að hinum varð heldur svarafátt og hafði vit á að þegja á eftir.

1/11/05 07:01

Barbapabbi

Að útiloka eitthvað á þeim forsendum einum að maður hafi ekki séð það er rangt
Að trúa einhverju sem maður hefur ekki séð af því að ekki tekst að afsanna það er fáránlegt.

1/11/05 07:01

Blástakkur

Ég afneita engu. Allt er mögulegt.

Ég var bara að nálgast þetta út frá kenningasmíðum vissra heimspekilega þenkjandi vísindamanna.

Sjálfur finn ég reyndar litla þörf fyrir að pæla í svona hlutum nema út frá konkret staðreyndum. En það er bara ég býst ég við.

Ég vil bara benda á að fátt virðist hafa skilað nokkrum árangri í þessum efnum hvort sem það er blind trú, skilyrt trú eða vísindin.

Eruð þið, Galdrameistari og Finngálkn, kannski í hópi þessara nýmóðins póstmódernista sem vilja vísindunum allt til foráttu finna?

1/11/05 07:01

Finngálkn

Nei blástakkur - ef ég svara fyrir mig. Hins vegar finn ég mikið að harðkjarna efahyggjumönnum. Það vantar yfirleitt eitthvað í þá tja... eins og til dæmis sál.

1/11/05 07:01

Blástakkur

Sál bál. Hvað er sál?

Óskilgreinanlegt fyrirbæri sem margir eru sannfærðir um að þeir hafi. Ég er ekki tilbúinn til þess að afneita hugtakinu fullkomlega þar sem fræðilega séð er ekkert sem útilokar mekanisma sem mögulega gæti hegðað sér á samsvarandi hátt.

1/11/05 07:01

mubli

Ég er ekki ánægður með þennann pistil. Óneitanlega líta margir á Baggalút sem einhverskonar grínmiðil og það er allt í lagi SVO LENGI SEM ÞAÐ FER EKKI ÚT Í EINHVERN FÍFLASKAP!!!

1/11/05 07:01

Galdrameistarinn

Ég get bara tekið undir það sem Fingálkn segir hér síðast en vil þó bæta við þessu:
Efahyggjumennina er alla jafna ekki hægt að ræða við um þessi mál og því læt ég það algerlega eiga sig enda sóun á tíma og kröftum. Andlegum sem líkamlegum.

1/11/05 07:01

Finngálkn

Já Blástakkur þá er ekkert annað fyrir þig að gera en að fá þér Skinners Box og fara að leika þér með hinum rottunum sem hægt er að spá fullkomlega fyrir um alla hegðan hjá.
Annars er ég fullviss um það að dýr séu mun lengra á veg kominn en flestir menn hvað andlegan þroska varðar!
Annars ætla ég ekkert að reyna að rökræða frekar um þetta frekar en að halda einræðu fyrir spegilinn.

1/11/05 07:01

Blástakkur

Tjahh. Ert þú kannski einn af þeim sem heldur því fram að menn séu ekki dýr?

Enn í fyllstu alvöru þá finnst mér ég ekki enn hafa ráðist gegn þínum skoðunum á neinn hátt. Það eina sem ég hef reynt að gera er að benda á mögulega vísindalega nálgun.

Annars held ég að allir gestir Baggalúts geti spáð fyrir um þína hegðun.... [Brosir lymskulega].

1/11/05 07:01

Finngálkn

Ég verð þá að byðja þig fyrirgefningar þar sem að ég ætlaði aldrei þessu vant ekki að móðga neinn... Þetta rit átti aðeins að benda fólki á! - Takk fyrir pakk!

1/11/05 07:01

mubli

„Efahyggjumenn eru ekki viðræðuhæfir“

Ef maður er ekki efahyggjumaður hvað á maður þá að vera? Eru þið allir fullvissumenn um þessi draugalæti?

1/11/05 07:01

Heiðglyrnir

Nú það er hópurinn sem trúir litlu sem engu yfirnáttúrulegu og svo er það hópurinn sem trúir einhverju til öllu yfirnáttúrulegu. Þá eru það þeir sem velja ú þessu bland í poka.
.
Þessir hópar hafa aldrei verið sammála um neitt og allir alltaf jafn spældir yfir því fyrir hönd sinna skoðanna. Sumir eins og t.d. hér, spara ekki stóru orðin yfir skoðanir annara.
.
Niðurstaðan er einföld. Það eina sem að við getum öll verið sammála um, það er að vera ósammála.

1/11/05 07:01

Hakuchi

Skemmtilegur pistill og skemmtilega siðaðar umræður. Þetta er gott.

Það að afneita því sem vísindin geta ekki sannað ber vott um bjánalegan hroka. Það má vel vera að einn daginn finnist vísindaleg leið til að mæla og rannsaka það sem kallað eru dulræn fyrirbæri á borð við drauga. Hins vegar er ekkert að því að vera á þeirri skoðun að trúa einungis því sem sannað hefur verið vísindalega. Það er gott og blessað. Það að telja það sem ekki hefur verið vísindalega sannað sé bull og vitleysa er hroki og bjánaskapur.

Mig grunar að þessi afneitunarhyggja sé öngstrætisafsprengi vísindalegrar hugsunar (eða misskilningi á þeirri hugsun). Gallinn við vísindahyggju er einmitt þessi skelfilega feimni og tregi til þess hreinlega að viðurkenna að vísindin viti ekki svarið. Þetta er skiljanlegur tregi því drifkraftur vísindalegrar hugsunar er að útskýra tilveruna og skilja hana. Þess vegna grunar mig að vísindalega þenkjandi fólk sé oft ári fljótt að afgreiða það sem vísindin hafa ekki (enn!) náð að útskýra sem bábiljur og hindurvitni. Það er hættulegur hugsanagangur, hættulegur vísindunum því hann kæfir skapandi og gagnrýna hugsun til lengri tíma litið því þó vísindamaður á tíma X viti ekki svarið er ekki þar með að vísindamaður á X+t muni ekki komast að því. Vísindasagan er reyndar stútfull af hálfvitum (hámenntuðum og virtum vísindamönnum síns tíma) þar sem þeir hlægja digurbarkalega að hugmyndum og uppgvötunum sem eru sjálfsagðar í dag þökk sé brautryðjendaverkum snillinga.

Smilljónir manna telja sig upplifa dulræn fyrirbæri, dulræn fyrirbæri eru til staðar í öllum menningum allra tíma. Það að hundsa þetta stóran hluta af mannlegri tilveru með e-k hroka er fáránlegt. Svona fyrirbæri ber að rannsaka grúndígt og af heilindum uns e-k svar fæst við dulrænni upplifun ýmiss fólks, hvort sem það er í hausnum á því eða ekki.

Hugsanakerfi vísindanna er eitthvert magnaðasta apparat sem menn hafa látið sér detta í hug. Það ber að varðveita með kjafti og klóm og vísa ég þar til póstmódernískra grunsemda Blástakks.

1/11/05 07:01

Tigra

Mjög gott svar Hakuchi og ég er mjög sammála.
Auðvitað á maður ekki að rjúka til og trúa öllu sem gæti mögulega verið dulrænt og "spennandi" en það er líka alveg óþarfi að afneita því öllu og telja sig vita það 100% að þetta sé ekki til.

Hérna fyrr á öldum hefðu útvarpsbylgjur verið taldar yfirnáttúrulegar... hverjum hefði dottið í hug að það yrði ekkert mál árið 2000 að tala við einhvern hinumegin á hnettinum? Já næstum sama hvar þú ert staðsettur, svo fremi sem það sé símasamband.
Það hefði verið talið ómögulegt.

Það sem er ómögulegt í dag er sannleikurinn á morgun.

1/11/05 07:01

Finngálkn

Tek ofan hárkolluna fyrir meistara Hakuchi! - Beint í mark samkvæmt sið og venju!

1/11/05 07:01

Galdrameistarinn

Alveg rétt Tígra.
Það eru nú ekki nema örfáir áratugir síðan það þótti fáránlegt og óhugsandi að hægt væri að tala við fólk hinu megin á hnettinum í rauntíma og horfa á það um leið.

Ef við horfum á ummæli þekktra vísindamanna í gegnum tíðina, þá lýsa margar skoðannir þeirra dæmalausum hroka og lítilsvirðingu í garð samborgara sinna og skoðanna þeirra.

Að lokum vil ég þakka Hakuchi fyrir hans innlegg.

1/11/05 08:01

Jóakim Aðalönd

Þetta er skemmtileg umræða, en full alvarleg fyrir minn smekk. Skál!

Finngálkn:
  • Fæðing hér: 10/8/04 21:26
  • Síðast á ferli: 17/8/16 00:18
  • Innlegg: 277