— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Pistlingur - 9/12/05
Heimur versnandi fer!

Smápistlingur í anda Hallgríms Helgasonar

Samfélagið er orðið fremur úrkynjað, almenningur hefur gefið sig á vald þægindanna - gefist upp á að berjast fyrir eigin tilvist. Margir hafa gift sig fjölmiðlum og sjónvarpi, aðrir eru þrælar videodiska, og mest allt ungviðið er núna bogið og aumingjalegt eða feitt og andlaust vegna þess að það hefur ekki þurft að þola neitt mótlæti. Fólk lifir lífinu eftir skipunum sjónvarpsins, dofnar bæði líkamlega og tilfinningalega því að það þarf ekki lengur að ganga á brekkur lífsins á eigin spýtur, það getur gert það í gegnum Magna í Rockstar eða Eið Smára í fótboltabulluleik. Alvarleikinn mælist nú á magni símskeyta-atkvæða. Tækifæri fólks eru bæði endalaus og engin, maður getur lært að verða hvað sem mann lystir, en kennslan er einskinsverð því að öll horn hafa verið pússuð af henni og fólk getur bara liðið í gegnum menntastofnun eftir menntastofnun án þess að þurfa nokkuð að reyna á sig, og án þess að læra neitt um hvernig hægt er að lifa lífinu. Ást er nú bara innantómt orð, uppskrift af tilgangslausri framtíð; finna maka, giftast, eignast 2,3 börn, fitna, fita börnin, kaupa raftæki og bíl, innanhússsímakerfi. Fólkið hreyfir hvorki legg né lið, keyrir á milli herbergja og út í sjoppu hinum megin við götuna á litlum gólfbílum til þess að fylla á götin í sálinni með snakki og kók. Hefur svo samband við fjölskyldumeðlimi á spjallforritum internetsins. Samfélagið brauðfæðir fólkið skemmtiefni til þess að það hafi ekki tíma til þess að hugsa, og fólkið sækist endalaust eftir meiru því að það er hrætt við þögnina sem er hinum megin við rafmagnið. Samfélagið berst við líkamlega vanda með því að fylla fólk af sljóvgandi eiturefnum og andlega vanda með því að dæla í það persónuleikasnauðum hreyfimyndum. Við þurfum ekki lengur að berjast fyrir matnum okkar, börn framtíðarinnar munu læra að lesa utan af mynddiskahylkjum og að í náttúrunni vaxi kjúklingakjöt snyrtilega innpakkað á trjánum.

Spornum við þessari þróun! Brennum skóla og útsendistöðvar spillingarinnar! Veiðum okkur til matar! Lifi byltingin!!

   (13 af 17)  
9/12/05 20:00

misheppnað skápanörd

Rokland er skemmtileg bók :Ð

9/12/05 20:01

krumpa

Frábært rit - sammála flestu...
held ég sé samt kannski aðeins of gömul til að þetta eigi allt við mig - gæti vel hugsað mér líf án sjónvarps - gfannst fimmtudagskvöldin í den - að ekki sé talað um júlí - alveg æði...

9/12/05 20:01

Jarmi

Það væri yndislegt að geta alltaf valið hvort maður fer og verslar eða veiðir sér til matar. Því miður þarf að spyrja feitan kall á skrifstofu um leyfi til þess. Ég sé mig þó alveg í anda með boga í skógum austur-evrópu, þar sem ég labba á milli gildranna minna. Mmmmmmm.

9/12/05 20:01

Ormlaug

Það ættu auðvitað allir að grýta sjónvarpinu á haugana

9/12/05 20:01

Vamban

Meiri fita, minna bragð, meiri sykur, fleiri kaloríur, minni orka, minni gæði!

9/12/05 20:01

Offari

Sér enga ástæðu til aðfara að breyta um lífstíl.

9/12/05 20:01

Lopi

Ég er nú svo hamingjusamur að ég tel mig að verulugega litlu leyti tilheyra þessu lífsmunstri. Bylting mín gegn þessu lífmunstri var að hefja sjáfsnám í baggalútuleik.

9/12/05 20:01

Ugla

Afi minn fæddist í torfkofa í sárri fátækt þar sem hann bjó með 10 systkinum sem mörg dóu áður en þau komust á fullorðinsár.
Ekki svo viss um að hann væri sammála þér.

9/12/05 20:01

Gaz

Ég geng í hálftíma og eiði hálftíma í strætó og á sporvagni á leið í skóla þar sem ég geng með fólki sem ber sjálft ábyrgð á eigin námi og enginn getur bara mætt og flogið í gegnum námið án þess að reyna á sig.

Ég er með þér að fólk þurfi meiri alvöru.
Það á ekki að þurfa að tyggja fyrir fólk.

En skólan á ekki að brenna. Breyta já, brenna nei.
Annars getur fólk ekki lært almennilega af mistökum annara. Það er ekki til tími í lífi manneskjunar til að gera öll þessi mistök sjálft.

9/12/05 20:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Ég hef ekki lært heima síðan ég man eftir mér, ég er ekki að tala um líkamlega áreynslu heldur andlega. Ég hjóla oft í skólann, úr laugardalnum niður í miðbæ, og það er einstaklingsákvörðun hvernig maður kemur sér á staðinn. Ég vil læra, ég hef ekkert á móti aga ef ég græði þá menntun á því. Mér finnst ekki rétt að ég geti farið í gegnum heilu menntakerfin á skammtímaminni og uppgerðargóðvild einni saman.

Ugla; hefur þú nokkurntíma spurt afa þinn hvernig honum fannst að búa í moldarhúsi? Lífið var kannski erfitt, en þýðir það að hann hafi verið óhamingjusamur?

Ég veit ekki. Mér finnst að fólk í nútímasamfélaginu yfirmáta vanþakklátt og efnishyggjan hefur blindað það fyrir verðmætum hluta sem hafa kannski ekki endilega verð.

9/12/05 20:01

Ugla

Afa finnst moldarkofinn alveg geggjaður.
Býr þar enn!

9/12/05 20:02

hundinginn

HÚRRRRAAAAA!!!!!!!! Hef öldungis aldrey lesið eins góðan pistling hér á Gestapó. Djöööööööfull er jeg sammála þjer mín kæra. M-A-G-N-A-Ð-!

9/12/05 20:02

Hakuchi

Námsefni hefur ekki orðið léttara fyrir utan minni ljóðautanbókarlærdóm (sem er slæmt). Það sem hefur breyst er uppfinningin tölva. Þá á ég við einkatölvuna (PC) sem og vasatölvuna.

Ef vasatölva, einkatölva og fylgifiskur hennar internetið yrðu fjarlægð úr lífi námsmannsins verður námið alveg jafn fyrirhafnarmikið og það var.

Ímyndið ykkur bölvað vesenið það hefur verið að skrifa svo mikið sem 10 blaðsíðna ritgerð með heimildum og neðanmálstilvísunum á ritvél. Ímyndið ykkur lífið með hugarreikningi og sínustöflum. Að ég tali nú ekki um stærri verkefni sem í dag eru leyst með Excel, að reikna eina talnarunu eða svo.

Afkastaaukning í námi hefur verið geigvænleg þó kannski efnisinnræting hafi ekki aukist í takt við tímasparnaðinn. Mig grunar að helsta fórnarlamb þessarar góðu þróunar sé þolinmæðin. Einnig má nefna leiðindi. Fólk með of mikinn tíma fyrir höndum og skort á ímyndunarafli til að nýta umframtíma lendir iðulega í gelgjulegum tilvistarkreppum.

9/12/05 21:00

Jóakim Aðalönd

Ég held að Hakuchi hafi lög að mæla. Verkfræðingar nútímans eru síst kunnáttuminni en fortíðar. Þeir hafa bara tölvur til að reikna þetta út, en þurfa ekki að rita allt á pappír.

9/12/05 21:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Þó að ég viðurkenni fúslega að hafa margsinnis bölvað bók eða uppflettiriti fyrir að vera ekki búið Ctrl + F fídusi verð ég að segja að tilkoma tölvunnar er einnig hluti af þessari firringu. Þó að ég sé málabrautamanneskja út í gegn og ætti að þakka fyrir tilkomu reiknivélarinnar, fer það endalaust í taugarnar á mér hvað það er ekki ætlast til að maður skilji neitt. Það eru bara ákveðnar formúlur og tölvur, "afhverju?" spyr ég, en sú spurning vekur óhug í stærðfræðikennaranum.

Er þá ekki verið að gera lítið úr gáfum með því að gera þær aðgengilegri? Hvernig munum við fara að ef að tölvunnar nýtur ekki við af einhverri ástæðu?

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.