— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Dagbók - 9/12/05
Af Hressildum og öðru þvíumlíku

Annarleg samtímasaga frá gærdeginum

Það var í gær sem fólki þótti sniðug hugmynd að ganga á Esjuna. Ég segi að það fólk hafi verið firrt með meiru, en einnig fantaheppið með veður. Þetta endaði allavega á þann máta að ég var drifin upp.

Fyrri hlutinn af fjallinu er ekki mjög erfiður - hef ég heyrt, en ég átti bágt með að trúa því þar sem ég púaði uppgefin upp brattann og þróaði með mér tímabundinn asthma. Ég er í alveg óþolandi lélegu formi, hvorki hreyft legg né lið í allt sumar að undanskildum skemmtigöngum sem teknar voru í Berlín. Svo að þetta var alveg rosalegt puð. En á viljastyrknum og stoltinu hófst þetta, alveg upp að fyrstu pásu! Eftir það sagði ég skilið við göngufélagana og tók þetta á mínum (takmarkaða) hraða, og þó ekki það slæmum að það var ekki a.m.k. helmingur alls hópsins á eftir mér. Ég erfiðaði yfir stórgrýti og drullusvöð, fækkaði fötum í hitanum og reyndi að hugsa sem minnst um áreynsluna þangað til ég kom að blátoppnum.

Klettar. Ég hef uppgötvað með mér sterkan áhuga á klifri, og ég þróaði hann allsvakalega þarna sem ég hljóp upp bergið, öll líkamleg uppgefni gleymd og grafin. Ég brunaði þarna framhjá nokkrum sem höfðu verið á undan mér í hópnum og ullaði á þá sem sátu fastir vegna lofthræðslu, ég var full af einhverjum fítonskrafti og adrenalínið sparkaði mér áfram. Þegar ég kom loksins upp á toppinn leið mér allt í einu eins og ég hefði áorkað einhverju svakalegu (miðað við mína íþróttasögu gerði ég það).. og útsýnið inn á milli þokubakkanna var stórkostlegt!

Á bakaleiðinni sannfærðist ég um að þetta hefði bara verið mjög skemmtileg ferð, kannski ekki einusinni jafn erfið og mig minnti svona strax á eftir.

Og í morgun vaknaði ég með massívar harðsperrur..

   (14 af 17)  
9/12/05 17:02

Offari

Esjutoppurinn fær ekki að njóta nærveru minnar nema að hann komi til mín

9/12/05 17:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Við vorum einmitt að velta því fyrir okkur hvort það yrði ekki frekar fyndið að fljúga á toppinn með t.d. þyrlu og panta svo pizzu og fá hana senda.

9/12/05 17:02

Útvarpsstjóri

Hef aldrei skilið hvers vegna malbikshnoðrunum finnst Esjan svona merkileg.

9/12/05 17:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Nei, enda valdi ég þetta fjall ekki. Fyrir mörgum árum gekk ég á fjöll með pabba mínum og hef því komið uppá flest önnur fjöll í nánd við mölina, en þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef farið upp á esju. Það er eiginlega ekkert gaman að ganga á fjall ef maður gengur alla leið eftir vel troðnum stíg..

9/12/05 17:02

Hakuchi

Ég fer þegar kláfferjan opnar.

9/12/05 17:02

Kargur

Hvað er þetta esja?

9/12/05 18:00

Rýtinga Ræningjadóttir

Hrúga af möl sem skyggir á útsýnið í norður frá Reykjavík

9/12/05 18:00

Undir súð

Fáið þið einingar í þessu fjallgönguáfanga?

9/12/05 18:00

Rýtinga Ræningjadóttir

Eina skitna einingu. Varla þess vert að vera að drepa sig á e-i ofreynslu.

9/12/05 18:00

misheppnað skápanörd

Þú mátt vera ánægð með sjálfan þig. Ef ég hefði hugsanlega, fræðilega, mögulega og ómögulega farið þessa ferð hefði ég notið mín best uppá toppnum (á undan öllum hinum) horfandi niður eftir fjallinu á alla þá sem eiga erfiðasta partinn eftir. Það fylgir ekki hvernig tilfiningar mundu bærast innra með mér. Þetta með pizzuna og þyrluna er algerlega málið.

9/12/05 18:00

Rýtinga Ræningjadóttir

Þú verður bara að koma með næst! Og toppurinn sjálfur er ekkert svo erfiður, það var langskemmtilegast að taka hann á klifrinu.

9/12/05 18:01

Gvendur Skrítni

Gott rit - ég geri ráð fyrir að þú sérst steingeit.
Lýsing þín á Esjunni "Hrúga af möl sem skyggir á útsýnið í norður frá Reykjavík" er alveg óborganlega sönn. Réttast væri að hanna risavaxið malarfæriband og nota það til að moka Esjunni út í sundin, við þurfum nýjan flugvöll!

9/12/05 18:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Ég er raunar Bogmaður, en illa haldin af einkennum klifurmúsarsjúkdómsins. Hef enga refi til að plata, en klifra mikið í trjám.

9/12/05 18:02

Mosa frænka

Málið að skaffa þér ref.

9/12/05 19:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Já, einn eða svo melur færi varla illa hér á heimilinu. Hann myndi þó kannske lenda í útisöðum við kettina tvo sem eru hér fyrir, og úr því myndu hugsanlega verða skoffín og skuggabaldrar. Mitt eigið skrímaslasafn!

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.