— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/05
Skrítluvagn

Ég rakst á þennan og þótti eiginlega fyndinn, og þar sem þetta virðist vera í einskonar tízku þessa stundina verð ég með.

Breti, Svíi og Rússi voru saman á listasýningu, og rákust þar á málverk af Adam og Evu í Aldingarðinum Eden. Bretinn sagði þá; ,,Þau hljóta að vera bresk, þessi. Aungvir nema Bretar geta ræktað svo fagra garða!" Þá segir Svíinn; ,,Nei, það stemmir ekki. Þau hlaupa um nakin og stolt af því! Þið Bretar eruð svoddan teprur. Við Svíarnir skömmumst okkar ekki fyrir hvernig við erum af Guði gerð". Þá skellti Rússinn uppúr. ,,Þið eruð nú meiri aularnir! Þau hafa ekkert húsaskjól, engar flíkur að klæðast og einungis eitt epli á milli sín. Þau HLJÓTA að vera rússnesk!"

‹Ljómar upp›

   (10 af 17)  
31/10/05 22:02

Jóakim Aðalönd

Fyndið, en þetta rit gleymdist greinilega.

1/11/05 04:02

Nornin

[Flissar]

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.