— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Gagnrýni - 5/12/07
Veitingastaður - taka II

þetta er hálfgert framhald af mínu síðasta riti..

Í fyrsta lagi ætla ég að gefa Baggalýtingum fimm stjörnur fyrir einstaka hjálpsemi, frumlegheit og fyndni að vanda. Margar góðar hugmyndir komu fram í dagsljósið og okkur þótti stórskemmtilegt að fara í gegnum tillögurnar. Best leist mér á tillögu Ívars "Central" og "Central park", en vandamálið er að staðurinn hefur áður borið mjög svipað nafn. Einnig höfðaði tillaga Jóakims með nafn á útisvæðinu, og á tímabili var líklegt að útisvæðið hlyti nafnið "Veðurstofan"

Verkefnið er komið langt á veg, okkur tókst að mála allt húsið að utan og mestallt að innan yfir síðustu helgi með hjálp góðra vina. Glöggir vegfarendur raunheima hafa kannski tekið eftir að nú stendur fagurrautt hús við Laugaveginn á stað þar sem slíkt hafði ekki sést áður, frekari staðsetning mun koma fram síðar.

Planað er að staðurinn verði opnaður (a.m.k útisvæðið) fyrir almenningi 1. maí næstkomandi, og við erum sveitt á hlaupum fram og til baka til að redda ýmsum smáatriðum. Það á ennþá eftir að versla inn allt til alls og klára að laga til, en verkið er að ganga alveg ótrúlega hratt fyrir sig. Ég mun halda áfram að veita upplýsingum hingað á lútinn, því að auðvitað eru allir hér meira en velkomnir!

Eins og málin standa núna er líklegast að staðurinn muni bera nafnið "Lystin" og útisvæðið "Lystigarður"

   (3 af 17)  
4/12/07 22:01

Tigra

Ég hjálpaði! ÉG!!

4/12/07 22:01

Galdrameistarinn

Ég kem og skoða þegar ég kem til landsins.
Reyni að draga eitthvað af þessum óþjóðalýð með mér sem þetta vefsvæði sækja og fæ vel sterkt kaffi og eitthvað kruðerí með því.

Já og til hamingju með staðinn.

4/12/07 22:01

Grágrímur

Til hamingju, kíki næst þegar ég á leið um.

4/12/07 22:01

Skreppur seiðkarl

List-inn

4/12/07 22:01

albin

Þarna gæti verið gott að fá sér gulan Braga og kleinu með.

4/12/07 22:02

Ívar Sívertsen

Vantar ykkur hönnun á logoi og ýmsu dóti?

4/12/07 22:02

Rattati

Glæsilegt hjá ykkur. Mun kíkja við næst þegar ég verð á klakanum.

4/12/07 22:02

Kargur

Hvað er þetta Laugavegur?

4/12/07 23:00

Jóakim Aðalönd

Hehe, ég og Ívar erum ásar. Allir aðrir sjúga kindur!

4/12/07 23:01

B. Ewing

Verður kakó ?

4/12/07 23:02

Huxi

Gamli Blúsbarinn?

5/12/07 00:01

Nermal

Er afsláttur fyrir bagglýtinga?

5/12/07 01:00

Ívar Sívertsen

Þetta gæti orðið griðarstaður Gestapóa.

5/12/07 01:01

Texi Everto

Verður ekki örugglega hesthús þarna?

5/12/07 02:01

albin

Svei mér þá ef ég hafi ekki rekið augun í slotið í dag. Mig dauð verkjar.

5/12/07 02:01

Tina St.Sebastian

Nei! Nei! Borið gat í gólfið og yfirtakið kjallarann! Ég skal halda ykkur (og sjálfri mér) á floti fyrsta kastið!

Ég vil komast heim!

5/12/07 03:02

Rýtinga Ræningjadóttir

albin; hvernig lýsir þessi verkur sér? Ertu aumur æi augunum eftir að hafa mistnýtt þau til að skoða húsið? [flissar]

Tina: mér skilst að það séu einhverjir aðrir búnir að versla það pláss, sem og plássið þar við hliðina verður loksins tekið í notkun eftir langa pásu. Margir nýjir staðir á döfinni!

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.