— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Pistlingur - 4/12/07
*B I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I P*

Í dag varð ég fyrir nokkru sem ég man ekki að hafa upplifað áður. Hjarta mitt fylltist gríðarlegri gleði, ég táraðist næstum því. Þjóðarstolt.

Ég stend á steini neðan við Stangarhyl í Ártúninu og horfi yfir sviðið með gráðugum augum. Stuttu áður hafði ég verið ap keyra yfir Gullinbrúnna, og séð þaðan þvílíkan umferðahnút liggja niður Ártúnsbrekkuna. "Mótmæli gegn bensínhækkunum, gerðu þetta líka í gær" sagði vinkona mín mér, og í fyrstu ólgaðist upp í mér smávægilegt ergelsi, átti eftir að verða of sein aftur í vinnuna, svo ekki sé minnst á að þurfa að sitja í gegnum umferðarteppu, sem reynir á mínar fínustu..

En svo ljómaði yfir mér staðreyndin; Íslenskir atvinnubílstjórar stórra flutninga- og vörubifreiða stóðu fyrir þessu. Töfraorðið - Íslendingar. Virk mótmæli og samstaða! Ég skipti algerlega um skoðun á málinu og fylltist kæti, samhug og róttækni, ég vildi taka þátt!

þegar á steininn er svo loksins komið hefja bílstjórarnir að þeyta horn bílanna, og þvílíkur hljómur! Lestina leggur langleiðina út í Mosfellsbæ, og hálfgerð symfónía bílflautna herjar á eyrun. Þetta er enginn hávaði, þetta er kall á réttlæti! Ég finn fyrir hitanum byggjast upp einhversstaðar í nánd við brisið, brosið rifnar upp á andliti mínu og ég klökkna næstum. þetta eru kannski ekki alvarlegustu aðgerðir í mótmælaskyni sem ég hef séð, en þær eru hérna, á mínum heimavelli, í sama liði og ég.

*B i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i p*

   (5 af 17)  
4/12/07 04:01

B. Ewing

Já, til hamingju Íslendingar. Það leynast enn í örfáum skúmaskotum þjófélasins fólk sem hefur hugrekki til far með sína skoðun út á götu og tjá hana þar. [Ljómar upp og fagnar aðgerðasinnunum]

4/12/07 04:01

Texi Everto

Ég þykist heyra BIIIP
Ég þykist heyra BIIIIIIIIIIIIP
Þett'er'engin smálæti,
nei þett'er kall á réttlæti!

4/12/07 04:01

krossgata

Eru það ekki alltaf atvinnubílstjórar sem hafa uppi almennileg mótmæli ef einhver hefur uppi mótmæli á þessu landi yfir höfuð?

4/12/07 04:01

Jarmi

Er þetta ekki mjög svipað bensínverð og þeir eru að rukka í Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finlandi og jafnvel Bretlandi?

4/12/07 04:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Mér skilst að það sé verið að hækka verðið á olíu sem er þegar í landinu, þ.e. sem er búið að kaupa inn, svo að gjaldmiðilsbreytingar ættu ekki að ná yfir það..

4/12/07 04:01

Glundroði

Ég mæli með því að rafmagnsbílar verði niðurgreiddir.

4/12/07 04:01

Jarmi

Rýtinga: Ekki að ég hafi nokkra samúð með velferð olíufyrirtækjanna né sé hlynntur háu bensínverði. En ég verð að benda þér á að stundum er nauðsynlegt að hækka verðið á innkeyptum vörum.

Afskaplega einfaldað dæmi. Olíufélag þarf að hafa 1000 lítra af olíu til að dekka þörf landans. 1000 lítrar kosta 1000 kr. í innkaupum. 1000 lítrar seljast á 1250 kr. Svo hækkar heimsmarkaðsverð upp í 1500 kr. fyrir 1000 lítra.
Ef olíufélagið hækkar ekki verðið sitt nú þegar á áður innkeyptum 1000 lítrum þá enda þeir í þeirri stöðu að geta ekki keypt 1000 lítra næst.

Annars á ég ekki bíl og hata öll olíufélög.

4/12/07 04:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Mér finnst samt undarlegt hversu fljótir þeir eru að nota gengi gjaldmiðla sem afsökun til þess að hækka bensín verð, en þegar gengi krónunnar var svona agalega sterkt eins og það hefur verið undanfarið ár gleymdist alveg að tala um gjaldeyristengdar lækkanir?

En mér finnst ég ekki vita nógu mikið um þetta til að vera að hafa hátt Ég vildi óska að ég þyrfti ekki bíl, og hlakka mikið til að flytjast til miðbæjarins þar sem ég mun búa og vinna á svo gott sem sama stað.

4/12/07 04:01

Garbo

Já það er svo miklu meira töff þegar miðaldra karlar mótmæla eldsneytisverði en þegar konur og börn mótmæla umhverfisspjöllum og mannréttindabrotum. Það er bara krúttlegt og pínu broslegt.

4/12/07 04:01

B. Ewing

Nei Garbo. Það eru bara hryðjuverkamenn og stórhættulegir samfélagsfasistar sem mótmæla stórfelldum umhverfisspjöllum og mannréttindabrotum. Slíkt fólk á ekki heima meðal venjulegs fólks, sko. [Glottir eins og fífl]

4/12/07 04:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Sammála Garbo í öllu

4/12/07 05:00

Jóakim Aðalönd

Munurinn er sá að þetta eru vinnandi menn sem gera gagn, meðan hitt er hampreykjandi hippalistapakk.

4/12/07 05:00

Jóakim Aðalönd

...já og gaman að fjá þig aftur, ég meina: Sjá þig aftur Rýtinga. Þín var saknað (alla vega á einum bæ)...

4/12/07 06:01

Sloppur

Eins og fram hefir komið í fjölmiðlum erum vjér eigi eingöngu að mótmæla háu eldsneytisverði, vjér erum einnig að mótmæla hvíldaraðstöðu, eða það sem rjétt er, aðstöðuleysi!

Var ekki kominn tími til að einhverjir gerðu eitthvað? Auðvitað hlaut að koma að því að menn fengju nóg af að láta trukka sig ósmurt!

Þess vegna hvetjum vjér yður öll til að sýna oss stuðning, sýna oss þumalinn og taka þátt í aðgerðum gegn órjéttlætinu!

4/12/07 06:01

Nermal

Ég styð kröfur trukkabílstjóra. Ég og mín elskuleg lentum í súpuni. Ríkið hefur mokað inn milljarðatugum á fjölgun bíla og hækkuðu eldsneytisverði. Svo er ein pæling. Fyrir nokkrum árum komust olíufélögin af þó ríkið tæki 70% af eldsneytisverðinu. Núna tekur ríkið 50% ... Ættu olíufélögin þá ekki að geta tekið smá hækkun á sig?? En mér finnst að ríkið gæti t.d lagt af bifreiðagjöldin sem voru sett á tímabundið 1986 ef ég man rétt...

4/12/07 06:02

Sundlaugur Vatne

Já, já, alltaf á ríkið að slá af. Alltaf á ríkið að redda hlutunum meðan arðræningjarnir maka krókinn. Ríkið á allfaf að gefa afslátt en samt krefjist þið þess að fá allt 100% prósent upp í hendurnar... skóla, vegakerfi, heilbrigðiskerfi o.sv.fr. ... ER EKKI ALLT Í LAGI?

4/12/07 01:01

Bleiki ostaskerinn

Trukkakarlarnir, já og konurnar, voru líka að mótmæla hvíldarreglum atvinnuökumanna. Þær eru svo illa saman settar. Ef viðkomandi fer yfir tímann án þess að hvíla sig, þá hljóðar sektin upp á 10.000 kall mínútan. Og það má ekki halda áfram í bæinn þó stutt sé eftir, Þá má heldur ekki stoppa bara og hvíla sig því þá er maður fyrir. Það er gott og blessað mál að sýna fyryrhyggju en hvað ef það springur hjá manni dekk?

4/12/07 01:01

Nornin

[Lemur Ewing í hausinn með endurvinnslupoka]
Þegiðu. Það á að mótmæla!
[Faðmar tré]

En ég er sammála Rýtingu, ég er hlynt þessum aðgerðum og finnst að íslendingar ættu að mótmæla oftar. Við erum upp til hópa aumingjar sem þorum ekki að segja neitt því Gunni hinu megin í stigaganginum gæti hneykslast á okkur.

Piff...mótmælum oftar!

4/12/07 02:01

Texi Everto

[Sendir stóran böggul af kjöti, mjólk og fiski innst inn í innviði Afríku, stílar hann á skáldað heimilisfang og með þennan Gunna skráðan sem sendanda]
[Bíður spenntur eftir því þegar Gunni fær pakkan endursendan eftir tveggja mánaða ferðalag um Afríku]

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.