— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Dagbók - 8/12/04
Mótmælendur

Vor ritari var að horfa á fréttirnar um daginn. Sá ég frétt þess efnis að mótmælendur voru klifrandi á krönum eins og apar og hlekkja sig við ökutæki og ég veit ekki hvað og hvað. Var slétt sama um það. Í fyrradag var síðan önnur frétt þess efnis að mótmælendur eru farnir að skrifa blótyrðisorð á Alþingishúsið. Vor ritara fannst það heldur langt gengið. Eftir Alþingishúsið sá ég síðan að það var búið að krassa ókvæðisorðum á styttuna af Jón Sigurðssyni. Þá fauk í mig.

Hvað er málið með þessa mótmælendur? Þeir halda að þeir mega gera allt sem þeir vilja og þegar lögreglan kemur á staðinn til að hirða þetta hyski og færa í fangaklefa, þá er þetta fólk hissa, kemur af fjöllum og byrjar að væla um ofbeldi lögreglu gagnvart þeim o.fl. Ef vor ritari mætti ráða þá ætti að henda þessu fólki út úr landinu, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar og bannfæra það til lífstíðar. Ef sumt fólk er ekki ánægt með Kárahnjúkavirkjun þá mega þau alveg mótmæla mín vegna... en með því að krota á Jón okkar Sigurðsson fóru þau yfir öll velsæmismörk.

Fussum svei segi ég og vona ég að það verði flogið með þetta hyski til Íraks og skilið eftir þar. Éf þau vilja mótmæla svona mikið þá geta þau eins mótmælt stríðinu í Írak og gert einhverja skandala þar.

   (5 af 19)  
8/12/04 19:00

B. Ewing

Já, best að þau mótmæli stríðinu í Írak bara... og það í Írak. Asnalegt að krota svona á alla veggi. Ég kannast við úr raunheimum talsmann mótmælenda og skil þeirra málstað rosalega vel enda ekkert tiltölulega flgjandi þessarri virkjunarómynd sjálfur, persónulega. En ef austfirðingar vilja drekkja sér í flúormengun og hafa dökkgula slikju yfir Reyðarfirði nálægum fjörðum þá þeir um það. Þeirra verður skömmin í hattinn og þá koma vonandi ekki fleiri með svona asnalegar álvershugmyndir og haldi að það bjargi öllu. ...en það er óskhyggja í mér.

Hinsvegar hef ég rætt hvort ekki væri best að fólk taki sig saman og gefi greyjið mótmæl-endunum brauð í gogginn. Þá kannski þagnar í þeim í smástund.

8/12/04 19:00

Hakuchi

Að spreyja Jón Sigurðsson er ófyrirgefanlegt.

Ég legg til að æstur múgurinn fari með mótmælendurna rakleiðis í Brennugjá á Þingvöllum og höldum gamaldags brennu í refsingarskyni. Kvenkyns mótmælendur myndu fá að synda í Drekkingarhyl að sjálfsögðu.

Þjóðlegar aftökur í anda sögu Þingvalla. Það er málið.

8/12/04 19:00

Glúmur

Var einhver að tala um brennu? [Ljómar upp!]
Það þarf auðvitað að taka þessa vesalinga og tugta þá ærlega fyrir þessi asnastrik. Réttast væri að setja þá berrassaða í gapastokk á austurvelli og fólk fengi að flengja þá einu sinni fyrir hundraðkall. Ágóðinn myndi síðan renna til náttúruverndar.
Svo skyldum við sýna þeim hvernig alvöru mótmælendur gera, fara til Kárahnjúka og sprengja burt þessa vanhugsuðu stífluómynd - það er gamall og góður íslenskur siður.

8/12/04 19:00

Krókur

Gott rit Börkur! Ég verð nú að segja að það fór fyrir hjartað á mér þegar ég sá þetta krot á styttunni af honum Jóni forseta og læt ég nú ekki margt fara fyrir hjartað á mér. Ég er einnig nokkuð fylgjandi málstað mótmælenda og hef jafnvel staðið sjálfan mig að því að fá smá samviskubit yfir að mótmæla ekki sjálfur (svona eins og Jón forðum), en húkka í staðinn í vinnunni daginn út og inn. En eftir þetta hef ég afar litla samúð með þessum mótmælendum.

8/12/04 19:01

voff

Kárahnjúkavirkjun er FRÁBÆR og þeir sem eru á móti framförum og atvinnu á Austurlandi eru bara leiðindapúkar sem vilja að við búum í torfkofum og étu fjallagrös. Þessir mótmælendur geta bara hundskast heim til sín, þar er nóg til að mótmæla, Sellafield og Barseback og hvað það heitir nú sem þau nota til að menga umhverfið. Og Vinstri hreyfingin grænt framboð ætti að vera skylduð til að hafa viðvörun á kynningarefni sínu svona svipað og er utan á sígarettupökkum, t.d. "Varúð Vinstri heyfingin grænt framboð er á móti lífskjörum almennnings" eða "Varúð Vinstriheyfingin grænt framboð vil neyða alla til að búa í moldarkofa og hætta að nota rafmagn".

8/12/04 19:01

Glúmur

Jæja Voffi, nú þykir mér þú gelta hátt. Veistu hvað rafmagnsreikningurinn þinn væri mikið lægri ef engin álver væru á landinu? Vissir þú að það hefði verið þjóðhagslega hagkvæmara að GEFA öllum landsmönnum rafmagnsbíla og fá inn tekjur af rafmagnssölu á þann hátt heldur enn að dæla því öllu í álver undir kostnaðarverði.
Hefur þú séð hvað gerist í stál-bæjum bandaríkjanna þegar verksmiðjurnar loka. Þú veist að Kárahnjúkavirkjunin er skammtímaráðstöfun - hún er ekki byggð til að endast. Ef hún væri virkjun sambærileg við Sogsvirkjanirnar þá hefði ég nákvæmlega ekkert á móti henni. Sogsvirkjanirnar mala gull og munu halda áfram að gera það löngu eftir að Kárahnjúkavirkjun verður orðinn einn helvítis foræðispyttur - viðeigandi minnisvarði þeirra aðila sem kýldu þessa framkvæmd í gegn.

8/12/04 20:01

Ugla

Þið látið eins og múgur manna hafi verið að vinna spjöll á Alþingishúsinu og styttunni af Jóni Sigurðssyni!
Þetta var samkvæmt Mogganum einn þýskur karl og hann var að vesenast þetta uppá sitt eigið einsdæmi. Örugglega ekki gengið heill til skógar blessaður.

8/12/04 23:00

Bölverkur

Rétt er það. Mótmælendur koma af fjöllum. Hitt sem rétt og satt er í pistlingnum er að bannfæringar verður að taka upp að nýju. Helzt þyrfti líka að fara að selja afláts bréf, án afláts. Það sem var ömurlegt við pistilinn er helzt það að höfundur verður að skriðdýri þegar Jón vitleysingur Sigurðsson er annars vegar.

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.