— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Dagbók - 31/10/04
Barnaþrælkun hjá Subway?

Var í gærkvöldi í hinum mestu rólegheitum að keyra um bæinn. Ákvað ég að fá mér snarl á Subway. Kem þangað inn og lít í kringum mig. Sé ég ekki dreng á aldrinum 10-11 ára með Subway der og Subway bol, að þrífa af borðunum og taka saman rusl. Horfði ég með undrunaraugum á drenginn. Síðast þegar ég vissi þá var það bannað að börn undir 14 ára aldri mættu vinna.
Hversu lágt getum við Íslendingar farið? Vantar svona mikið af fólki í störf hér á landi að börn sem rétt eru skriðin yfir tug ára eru farin að vinna einhver skítastörf sem enginn annar vill. Meira að segja útlendingarnir segjast ekki vilja koma nálægt þessu athæfi.
Barnaþrælkun... ekkert nema barnaþrælkun.
Það ætti að koma af stað allsherjar rannsókn hvort það séu ekki fleiri börn að vinna fyrir Subway hér á landi. Síðast þegar ég vissi þá var Ísland háþróað ríki sem barðist gegn barnaþrælkun. Það verður að gera eitthvað í þessu... og sem fyrst!

   (2 af 19)  
31/10/04 02:01

hundinginn

Huhh. Jeg veit ekki betur en börn á Íslandi hafi í gegn um aldirnar tekið þátt í amstri hvunndagsins fyrir hina hörmulegu fermingu. Hvurslags væl er þetta? Jettu bara þinn Subway!

31/10/04 02:01

hlewagastiR

Tek undir þetta með Hundsa. Besta leiðin til að gera börn að mannleysum er að banna þeim að vinna.

31/10/04 02:01

Nermal

Ungur þá hóf ég að vinna. Bar út blað einusinni í viku 9 ára. Börn læra betur að skilja verðgildi peningana ef þau þurfa að vinna sjálf fyrir hlutunum. Svo eru nú sumir svo barnalegir að þeir virðast vera 10 ára þó þeir séu komnir yfir fermingu.

31/10/04 02:01

Furðuvera

Sammála öllum hérna fyrir ofan, ég hef varla unnið neitt um mína stuttu ævi og finnst það leiðinlegt enda skil ég varla neitt í verðgildi peninga. Fussumsvei. Sendum krakka snemma í vinnu, þeir hafa bara gott af því.

31/10/04 02:01

Skabbi skrumari

Það er ekkert að því að byrja snemma að vinna... sjálfur byrjaði ég kornungur að hjálpa til við hin ýmsu störf og fékk borgað fyrir það... ég var öfundaður af mínum vinum fyrir það að hafa efni á að kaupa mér tónlist, föt og annað sem unglingar hafa gaman af... efast um að þessi gutti hafi verið í nauðungavinnu...

31/10/04 02:01

Vladimir Fuckov

Svo má hafa í huga að vinna í örfáa klukkutíma á dag er eins og hjer hefur verið bent meinlítil og getur jafnvel verið holl, öfugt við raunverulega barnaþrælkun þar sem um er að ræða vinnu við slæmar aðstæður í 10-15 klst. á dag.

31/10/04 02:01

hundinginn

15 ára var jeg handlangari fyrir 12 múrara. Pís off keik!

31/10/04 02:02

Börkur Skemilsson

Það er mikill munur að vera 15 ára og að vera 10 ára.
Síðan er náttúrulega ekki hægt að bera saman að bera út Moggann á morgnana einu sinni í viku og að vinna á Subway nokkur kvöld á viku.
Svo getur Furðuvera ei mikið sagt... þar sem hún segir að líkindum að hún hafi ekki unnið mikið. Vissulega hafa börn gott af því að vinna, en ei svona ungt.
Ég mótmæli.

31/10/04 03:00

B. Ewing

Byrjaði sjálfur að vinna inn pening utan vasapeninga sem fengust vikulega er ég var 13 ára. Börn hafa afar gott af að vinna sér inn peninga, fyrr heldur en síðar og í vinnu sem er hentug þeirra kröftum og getu. Langt er liðið síðan ég ýtti 28 kerrum í einu eftir langan og strangan dag.
Þá voru kerrurnar líka 25-30 kíló, stífar og ómeðfærilegar. Eitthvað annað en þetta plasthúðaða dinglumdangl sem boðið er uppá í dag.
Nauðungarvinna er þetta aðstoðarstarf ungmennisins örugglega ekki því ekkert bannar þessum unglingum að hætta í vinnunni eins og gerist í almennilegri nauðungarvinnu.

31/10/04 03:00

Kargur

Auðvitað hafa unglingar gott af því að vinna svolítið. Svo lengi sem ekki er verið að láta þau stunda erfiðisvinnu sé ég ekkert að því að kenna þeim að vinna.

31/10/04 03:02

hundinginn

Börkur hefur sannarlega ekki notið sannmæla hjer. Vitanlega eiga börn ekki að vinna erfiðisvinnu 10 ára. Einhverjir segja að best sje að kasta þeim út 13 ára, enda þá "fullorðin". Í sveit með ófjetin segi jeg.

31/10/04 04:00

Rasspabbi

Heyr heyr!

11 ára hóf ég störf við blaðaburð hjá Dagblaðinu Vísi. (var ekki sama soraritið og það er í dag en falsmiðill engu að síður en það var auðvitað fyrir daga hinna miklu ljómunar þegar Baggalútur varð til sem það er önnur saga)
Ég get ekki sagt að ég hafi beðið skaða af því að bera út blöð (sem voru oft á tíðum ansi mörg) og tel ég mig hafa lært fyrr en flest börn að peningarnir vaxa ekki á trjánum.
Það að litlir 10 ára hortittir skuli þrífa borð á Subway þarf ekki að vera slæmt en mér þykir verra að barnið var þarna um kvöld. Það er alger óhæfa.

Jæja, ég ætla að hætta að hefja sjálfan mig upp.
Bara farinn og dottinn í 'ða eða eitthvað. Skál!

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.