— GESTAPÓ —
Börkur Skemilsson
Nýgræðingur.
Pistlingur - 6/12/04
Saurlifnaður sumra Íslendinga

Ég var að horfa á Allt í Drasli á skjá einum. Ákvað í leiðindum mínum að horfa á þennan þátt. Fylgdist ég með af varkárni og fékk vægan heilahristing yfir saurlifnaði sums fólks sem býr með oss hér á landi.

Hvað er í gangi með sumt fólk. Draslið út um allt, rykið um allar trissur, köngulóarvefir o.fl. Það alvarlegt að heimilisfólkið gat ekki gengið um frjálst um heimili sitt.

Fólk á að hugsa um sitt drasl og á ekki að þurfa að fá utanaðkomandi fólk til þess að gera skítverkin fyrir þau.

Kenni ég leti um þennan ólifnað sem sumir hverjir lifa við, enda er eiginlega ekki hægt að kenna öðru um. Venjlega þegar fólk er ásakð um leti, þá kemur að líkindum þá lélegu afsökun sem er á þann veg að tiltekin manneskja/ur hafi of mikið að gera þ.e. lifa hröðu nútímalífi og geta ekki sinnt heimilishaldinu.

   (11 af 19)  
6/12/04 05:02

Hexia de Trix

Það er allt í drasli hjá mér. Ég er bara of upptekin við að vera í Baggalútíu til að geta tekið til í nornakofanum mínum.

6/12/04 05:02

hundinginn

Þið ættuð bara að sjá hundakofann.

6/12/04 05:02

albin

Ég gæti trúað að það þyrfti svona tvo "Allt Í Drasli" þætti til að koma öllu í gott horf hjá mér.

6/12/04 05:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Betri er svolítill skítur í horninu en hreint helvíti!

6/12/04 06:00

Ívar Sívertsen

Mæl þú manna heilastur GEH!

6/12/04 06:00

Börkur Skemilsson

Trúi því nú ei mínir kæru sambaggar að það sé köngulóarvefur í klósettinu hjá yður.

6/12/04 06:00

Sundlaugur Vatne

Orð í tíma töluð, Börkur. Umgengni sýnir innri mann.

6/12/04 06:00

Nornin

Ég er búin að ákveða að ryksuga ekki. Rykið er alveg að ná þeim þroska að geta bara farið sjálft út. Kannski það nenni að henda í eina vél fyrir mig í leiðinni...

6/12/04 06:00

Ísdrottningin

Hvað er að ykkur? látið ekki svona, ryklagið sér um að hlífa húsgögnunum...

6/12/04 06:01

Galdrameistarinn

Sumt fólk þarf á fætur til vinnu kl 6 á morgnanna og kemur kanski ekki heim fyrr en 9 eða 10 á kvöldin dauðuppgefið. Flest af þessu fólki er jafnvel að vinna allar helgar líka til að eiga í sig og á og ég skil það vel að það er ekki tími til að taka til eða gera eitt né neitt þar fyrir utan. Hef sjálfur verið í þessari stöðu.

6/12/04 06:01

Limbri

Hvenær ruslar það þá út ?

-

6/12/04 06:02

Klobbi

Það er alltaf vel tekið til í Klobbanmum.

Jamm Klobbinn er mjög snyrtilegur.

Börkur Skemilsson:
  • Fæðing hér: 6/5/05 01:17
  • Síðast á ferli: 18/3/06 00:28
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Klósettköfun
Æviágrip:
Íslensk-færeyskur dvergur með litblindni og þráhyggjufulla hræðslu gagnvart andorskum strákahljómsveitum.