— GESTAPÓ —
Sjöleitið
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/02
Nekt himinsins

Um hve gott er að fá sér kríu.

Undir berum himni lá ég í visnum haustgróðri og horfði upp í gegnum trjákrónur og gisna skýjahuluna. Þá sofnaði ég og var kominn aftur til Íslands og vaknaði ekki aftur fyrr en mamma kallaði á mig í kvöldmat.

Við borðuðum þögul en lokst gat ég ekki setið á mér að spyrja hana: Mamma, hefurðu sofið undir berum himni? Hún hrærði í skeiðinni í sveskjugrautnum, tók svo út úr sér stein og sagði: Hana, einn steinninn enn - fimm eitt fyrir mér.

Enn má ég kveljast af ósvöruðum spurningum. Hvar er faðir minn? Föðurland mitt! Hvar er móðurjörðin? Er ég getinn af himni við jörð?

   (15 af 17)  
Sjöleitið:
  • Fæðing hér: 11/8/03 14:00
  • Síðast á ferli: 6/4/13 19:49
  • Innlegg: 49
Eðli:
Sannur Íslendingur, leitandi, frjór og fundvís.
Fræðasvið:
götótt svart pappaspjald
Æviágrip:
Fyrir allmörgum árum varð móðir Sjöleitis vör við frumubreytingar í sér. Þær voru góðkynja - karlkynja - Sjöleitið. Óljóst var um föðurinn, en móðir hans þóttist viss um að Sjöleitið hefði komið undir á sjöunda leiti í blindhæðahrinu í Húnavatnssýslu á skólaferðalagi Balalækjarskóla.

Nokkru eftir fæðinguna fluttust mæðginin til Kanada. Þar lagði Sjöleitið stund á stjörnuhimininn, þverskurðarmyndir og kafarabúninga. Rannsóknir Sjöleitis þróuðust seinna út í geimbúningsfræði sem er undirgrein þjóðbúningafræða við Háskólann í Manítóba.