— GESTAPÓ —
Sjöleitið
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 9/12/05
Kvef

pólitískt ljóð nr. 1

þegar ég snýti mér
kemur úr vinstri nös
grænt hor
sem ég kalla vinstri
grænt og úr hægri nös
hor sem ég kalla hægri
grænt sem framsóknarbindi
grænt sem lauf á sigurkransi
grænt sem mosi á heiði sem sekkur
undir lón til að knýja vonir brottfluttra austfirðinga

engu að síður
er nauðsynlegt að snýta sér af og til
vilji maður ekki stíflast algerlega

   (6 af 17)  
9/12/05 16:00

Haraldur Austmann

Guð hjálpi þér vinur.

9/12/05 16:00

Sjöleitið

Takk.

9/12/05 16:00

Hrani

Ef stafagerðin er rétt. Þá er þetta eins og jólatré - með topp-i, og botn-i.

Gleðileg jól! Öllsömul!

9/12/05 16:00

Offari

Er þessi Framsóknarpest smitandi?

9/12/05 16:00

Sundlaugur Vatne

Sjöleitið, blessaður karlinn, velkominn aftur.

9/12/05 16:00

Sjöleitið

Heill og sæll Sundlaugur, ég þakka.

9/12/05 17:02

Hakuchi

Má bjóða þér þurrku?

Velkomið annars, góða Sjöleiti.

9/12/05 18:01

Gvendur Skrítni

[Tekur ofan fyrir Sjöleitinu og færir sig til í goggunarröðinni] Velkominn aftur heldri Gestapói [Hneigir sig]

Sjöleitið:
  • Fæðing hér: 11/8/03 14:00
  • Síðast á ferli: 6/4/13 19:49
  • Innlegg: 49
Eðli:
Sannur Íslendingur, leitandi, frjór og fundvís.
Fræðasvið:
götótt svart pappaspjald
Æviágrip:
Fyrir allmörgum árum varð móðir Sjöleitis vör við frumubreytingar í sér. Þær voru góðkynja - karlkynja - Sjöleitið. Óljóst var um föðurinn, en móðir hans þóttist viss um að Sjöleitið hefði komið undir á sjöunda leiti í blindhæðahrinu í Húnavatnssýslu á skólaferðalagi Balalækjarskóla.

Nokkru eftir fæðinguna fluttust mæðginin til Kanada. Þar lagði Sjöleitið stund á stjörnuhimininn, þverskurðarmyndir og kafarabúninga. Rannsóknir Sjöleitis þróuðust seinna út í geimbúningsfræði sem er undirgrein þjóðbúningafræða við Háskólann í Manítóba.