— GESTAPÓ —
Sjöleitið
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 1/11/06
Nokkrir ástarkveðlingar

Röddin hennar róar geð,
rósbleik kemur vorið með,
fyllir ilmi frosin beð,
og flest mun endurnýja.

Gleði mína glæðir hún,
grínið hennar léttir brún,
æðar minnir mjög á dún,
mýkt hennar og hlýja.

Dimman hopar darling því
dagsins fororð eru;
Ást mín logar æðum í,
eins og vír í peru.

Hvort sem úti skærast skín,
eða skíta er veður,
undurfagra ástin mín
endalaust mig gleður.

Morgunglöð og mittisgrönn
mig um hana dreyma læt
hrífandi og hrein og sönn -
hrikalega er'ún sæt.

   (4 af 17)  
1/11/06 03:00

Regína

Þetta er fallegt og vel ort.

1/11/06 03:01

blóðugt

Mjög flott.

1/11/06 03:01

Skabbi skrumari

Frábært Sjöleitið... þú klikkar ekki... Skál...

1/11/06 03:02

Garbo

Hugljúft og fallegt.

1/11/06 04:01

Heiðglyrnir

Já... sammála öllum sem á undan eru..Riddarakveðja.

1/11/06 06:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Nett & gott.

1/11/06 06:00

Jóakim Aðalönd

Mittisgrönn? Össs...

Ég vil hafa mínar kollur íklípilegar!

1/11/06 06:00

Jóakim Aðalönd

Ekki að ég sé að finna að ljóðinu hjá þér Sjö. Velkominn aftur á Lútinn elsku vin...

1/11/06 06:01

Sundlaugur Vatne

Skemmtilega ort, kæri skáldbróðir.
Alltaf gaman þegar þú lítur inn.

1/11/06 06:02

Hakuchi

Glæsilegt gamli vin.

1/11/06 09:00

Sjöleitið

Þökk (kyngir hori klökkur). Gott að maður skuli eiga sér samastað í tilverunni.

Og Jóakim, ég er sammála þér um íklípileika kvenna, það tel ég til kosta. Mittisgrannar konur eru sko afskaplega íklípilegar þar eð grenndin reiknast út frá aðliggjandi umfangi.

Sjöleitið:
  • Fæðing hér: 11/8/03 14:00
  • Síðast á ferli: 6/4/13 19:49
  • Innlegg: 49
Eðli:
Sannur Íslendingur, leitandi, frjór og fundvís.
Fræðasvið:
götótt svart pappaspjald
Æviágrip:
Fyrir allmörgum árum varð móðir Sjöleitis vör við frumubreytingar í sér. Þær voru góðkynja - karlkynja - Sjöleitið. Óljóst var um föðurinn, en móðir hans þóttist viss um að Sjöleitið hefði komið undir á sjöunda leiti í blindhæðahrinu í Húnavatnssýslu á skólaferðalagi Balalækjarskóla.

Nokkru eftir fæðinguna fluttust mæðginin til Kanada. Þar lagði Sjöleitið stund á stjörnuhimininn, þverskurðarmyndir og kafarabúninga. Rannsóknir Sjöleitis þróuðust seinna út í geimbúningsfræði sem er undirgrein þjóðbúningafræða við Háskólann í Manítóba.