— GESTAPÓ —
Sjöleitið
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/11/02
Samskipti kynjanna

Ein lítil hugleiðing hið ósamræmanlega eðli sem heldur kynjunum saman.

Öllum málsmetandi mönnum er ljóst að karlar sækjast aðeins eftir einu í þessu lífi. Kynlífi. Þeim hinum sömu er jafnframt ljóst að konur sækjast ekki eftir hinu sama. Hverju sækjast þær þá eftir? Jú, því er fljótsvarað. Ást.

En geta konur og karlar þá átt samleið? Hvernig má samþætta þessar langanir svo nálgast megi heildstæða lausn?

Reyndin er sú að þetta getur vel farið saman. Þróun mannskepnunnar hefur fundið á þessu fleti og lausnin felst í leiðinni að markinu. Körlum ferst betur í lífinu þegar þeir átta sig á því að leiðin að kynfærum konunnar liggur í gegnum hjartað. Sömuleiðist skynja margar konur að leiðin að hjarta karlmannsins liggur gegnum kynfæri hans.

Svona er nú lífið stórkostlegt.

   (14 af 17)  
Sjöleitið:
  • Fæðing hér: 11/8/03 14:00
  • Síðast á ferli: 6/4/13 19:49
  • Innlegg: 49
Eðli:
Sannur Íslendingur, leitandi, frjór og fundvís.
Fræðasvið:
götótt svart pappaspjald
Æviágrip:
Fyrir allmörgum árum varð móðir Sjöleitis vör við frumubreytingar í sér. Þær voru góðkynja - karlkynja - Sjöleitið. Óljóst var um föðurinn, en móðir hans þóttist viss um að Sjöleitið hefði komið undir á sjöunda leiti í blindhæðahrinu í Húnavatnssýslu á skólaferðalagi Balalækjarskóla.

Nokkru eftir fæðinguna fluttust mæðginin til Kanada. Þar lagði Sjöleitið stund á stjörnuhimininn, þverskurðarmyndir og kafarabúninga. Rannsóknir Sjöleitis þróuðust seinna út í geimbúningsfræði sem er undirgrein þjóðbúningafræða við Háskólann í Manítóba.