— GESTAPÓ —
Álfelgur
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/08
Listi

10 hlutir sem mig langar að gera en geri örugglega aldrei:

10. Ferðast með loftbelg á milli landa.

9. Tjalda og sofa í miðju hringtorgi.

8. Stela kirkjubjöllum.

7. Fara á epískt fyllerí og vakna í öðru landi.

6. Fara niður í bæ á Laugardagskvöldi með það að markmiði að finna mér einhvern að spila Kana við.

5. Lifa sem róni úti í danmörku í sirka 2 vikur.

4. Gefa aleiguna í góðgerðarmál.

3. Semja hittara.

2. Búa í torfbæ um tíma.

1. Krýna sjálfa mig drottningu Íslands.

   (4 af 9)  
4/12/08 14:00

Kiddi Finni

Skemmtilegur listi. Ég væri alveg til í númer 10 og 2; helst á Ströndum eða Jökulfjörðum.

4/12/08 14:00

Álfelgur

Það er helvíti fínn torfbær lengst inni í Hörgárdal sem væri heppilegur. Ég hef oft hugsað um að ef ég væri flóttamaður undan réttvísinni þá færi ég bara þangað.

4/12/08 14:00

Litla Laufblaðið

Númer 6 og 5 eru voða lítið mál. Ættir allveg að geta gert það.

4/12/08 14:00

Offari

Mér sýnast þetta allt nema nr 4 vera raunhæfir möguleikar.

4/12/08 14:01

krossgata

Þú getur náttúrulega alveg krýnt þig drottningu hvers sem er... fyrst þú ætlar að sjá um krýninguna sjálf. Bara að vinda sér í málið.

4/12/08 14:01

Vladimir Fuckov

Sumt af þessu er afar einfalt í framkvæmd. Nr. 1 er lang einfaldast því þjer takið eigi fram að öll þjóðin þurfi að vita af þeim viðburði. Síðan er auðvitað ekki víst að meirihluti þjóðarinnar myndi viðurkenna yður sem drottningu Íslands. Það skiptir hinsvegar engu máli, það eina sem þar skiptir máli er að þjer viðurkennið yður sjálfa sem drottningu Íslands - þjer getið auðvitað aldrei verið drottning Íslands ef þjer viðurkennið eigi sjálfar að þjer sjeuð það.

Nr. 10 er líka afar einfalt í framkvæmd því þjer tókuð ekkert fram um stærð loftbelgsins. Því er þetta einfalt í framkvæmd ef þjer farið að landamærum einhverra tveggja ríkja - þá þarf þetta ekki að vera nema nokkurra cm langt ferðalag.

Varðandi nr. 8 er síðan spurning hvort það flokkaðist sem þjófnaður ef þjer lýstuð því yfir að einhverjar tilteknar kirkjubjöllur tilheyri yður en að þjer hyggist geyma þær þar sem þær eru. Ef það gengur einfaldar það málið talsvert.

4/12/08 14:01

Álfelgur

Vlad: Mig langar í alvörunni að gera þetta. Þá nenni ég ekkert að fara einhverja svindl-leið!

Ég sagði ekkert að þetta væri óframkvæmanlegt heldur. Það er bara ekkert voðalega líklegt að ég láti verða af þessu. Gott samt að hafa listann við höndina.

4/12/08 14:01

Vladimir Fuckov

En þjer sögðuð í upphafslínu fjelagsritsins að þjer gerðuð þetta örugglega aldrei. Þess vegna er eina leiðin sú að svindla örlítið [Glottir eins og fífl].

4/12/08 14:01

Villimey Kalebsdóttir

Já, ég væri alveg til í að gera númer 10, 9, 7 (Óhvað égværi til í að gera númer7), 6,5,4 (ekki að það sé erfitt að gefa þessa nokkra þúsundkalla sem ég á) 3,2 og 1.
Góður listi.

[Ljómar]

4/12/08 14:01

Fræ

Hermukráka. {Forðar sér á hlaupum}

4/12/08 14:02

Billi bilaði

<Krýnir Álfelgu drottningu Færeyja>

4/12/08 15:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Listaverk. Skál !

4/12/08 15:00

Golíat

Álfelgur! Ég er með lausn á þessu öllu saman, taktu mánuðu í þetta í sumar. Þú kemur austur á puttanum með tjaldið á bakinu. Það eru ágæt hringtorg víða á Suðurlandi og líka eitt á Reyðarfirði. Ég skal síðan hitta þig þegar austur kemur og hafa milligöngu um lið 4. Síðan ferðu sem leið liggur á Borgarfjörð eystri (ég skal skutla þér) og færð gistingu hjá Stellu á Lindarbakka, í yndislegu gömlu torfhúsi. Síðan ferðu niður í bæ í Bakkagerði og þar vilja allir spila við þig kana jafnt laugardagskvöld og mánudagsmorgna. Frá Lindarbakka er stutt í kirkjuna og þið spilafélagarnir sækið klukkurnar þegar ykkur hentar. Það er engin lögregla á Borgarfirði.
Þú heldur síðan til hjá Stellu og andinn kemur yfir þig og hittarinn hittir þegar þú átt síst von á honum. Einhverja bjarta sumarnóttina rennur upp fyrir þér að þú ert orðin drottning Austfjarða og þar með Íslands og þá er krýningin formsatriði sem vefst ekki fyrir þér.
Þegar hér er komið detturðu í það, verður þér úti um loftbelg og kemur þér á Seyðisfjörð í fylgd með Bakkusi. Þú tekur þér far með Norrænu, til Danmerkur - í loftbelgnum á bíladekkinu en án lofthræðslu.
Þegar til Danmerku er komið finnurðu einhverja leið til að klára lið 5., en ég hef aldrei farið erlendis þannig að treysti mér ekki til að ráðleggja þér um útfærsluna.
Þá held ég að þetta sé komið.
Hér eru nokkrar myndir frá Borgarfirði ma af Lindarbakka í vetrarbúningi: http://www.borgarfjordureystri.is/index.php?pid=588

4/12/08 15:01

Álfelgur

Golíat, þú ert snillingur!
Hringi í þig í júlí... á einimtt leið austur á land þá.
Ertu ekki bara Golíat, með grænu letri í símaskránni?

4/12/08 15:01

Golíat

Rétt, stemmir.
Ef þú finnur ekki símaskrána þá sendirðu mér bara einkapóst. Ég get passað Skabba fyrir þig á meðan þú hrindir áætluninni í framkvæmd.

4/12/08 15:01

Álfelgur

Ætlarðu þá líka að passa Álf og Elg?

4/12/08 15:01

Golíat

Álfinn geymirðu bara meðal álfa og huldumanna á Borgarfirði eystra. Elgnum má alltaf koma fyrir í hreindýrahjörð í þennan tíma, ég get haft milligöngu - nb veiðitímabilið hefst ekki fyrr en á haustin.
Síðan get ég litið til með þeim vikulega báðum.

Álfelgur:
  • Fæðing hér: 26/9/07 11:08
  • Síðast á ferli: 21/4/16 09:44
  • Innlegg: 2972
Eðli:
Lítil skrýtin vera.
Fræðasvið:
Hefur fá eða engin fræðisvið enn, vonast eftir að bæta úr því hér
Æviágrip:
Fæddist í álagaskógi og lifir þar enn.