— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Gísli Eiríkur og Helgi
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Sálmur - 31/10/05
Ásdís Katla og ég

Hún var stúlkan í regngallanum
frá löngu liđinni tíđ tíkarspenana
Ásdís Katla hét hún, međ freknur
hún var ađeins sex ára , ég bara sjö

Viđ kystumst einu sinni
bak viđ róluna soldiđ leindó
ađeins ţrösturinn var vittni
á eftir gaf hún mér drulluköku
sem hún mallađi aldeilis sjálf

Einu sinni hoppuđum viđ
Ásdís Katla og ég í polli
og vorum skömmuđ ţví hvítu
nýu sokkarnir hennar skítnuđu

Réttast vćri ađ rass skella ykkur bćđi
sagđi Alda Mćr fóstra um fimtugt
og gaf okkur kleinur og kakó
ástúđ og hlýu , ţrösturinn saung

Međ tímanum flugum viđ í sitthvora átt
Ásdís Katla , ţrösturinn og ég
út í víđa veröld í gćfuleit
á miđum fullorđinsáranna

Árinn liđu og söngur ţrastarins
bleiknađi međ mynningu hennar
ađeins fyrsti kossinn staldrađi viđ
og ylmur hennar , kleinunnar og kakósins
ferđuđust međ mér genum áraflóđinn

Endurfundurinn átti sér stađ
í regnţungri höfuđborg Danmerkur
hún var á kvöldvakt í Istegade
seldi yl á gjafaverđi fyrir frosna limi

Kondu elsku Gísli og kystu mig
hvíslađi hún angurvćrt í eyra mér
ţađ kostar ađeins hundrađ krónur
mig vantar pening fyrir kakói og kleinum

   (88 af 212)  
31/10/05 09:02

Heiđglyrnir

Riddarann setur hljóđan. [Magnađ]

31/10/05 09:02

Offari

Og hlýnađi ţér um liminn?

31/10/05 10:00

B. Ewing

Hann hefur ađ minnsta kosti splćst í heitt kakó og kleinupoka, svo mikiđ er víst.

31/10/05 10:00

Tigra

Ţetta er ótrúlegt GEH. Ţér tekst enn ađ slá sjálfum ţér viđ, jafnvel ţótt mađur héldi ađ ţađ vćri ekki hćgt.
Magnađ alveg hreint.

31/10/05 10:00

Tigra

Veistu GEH, ef ţú gefur einhvertíman út ljóđabók, eđa hefur jafnvel gert, ţá verđuru ađ láta mig vita.
Ţú ert eitt af fáu skáldum sem ég myndi fjárfesta í ljóđabók eftir.

31/10/05 10:00

Anna Panna

Úff, ţetta er ótrúlega myndrćnt og fallegt hjá ţér. Ég tek undir ţađ sem Tigra segir hér ađ ofan...

31/10/05 10:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Stórgott. Lystileg ljóđrćna međ ljúfsárum beiskjukeim.

31/10/05 10:00

Litla Laufblađiđ

Ţú er ótrúlega ótrúlegur GEH

31/10/05 10:00

Golíat

Snilldarlega uppdregin(n) mynd. Skál GEH!

31/10/05 10:01

Jóakim Ađalönd

Vćlandi gott hjá ţér Gísli. Sem endranćr.

31/10/05 10:01

Galdrameistarinn

Snilld.

31/10/05 10:01

Gaz

[Brosir.]
Stórskemmtilegt eins og alltaf.

31/10/05 10:01

Ísdrottningin

Meiriháttar flott hjá ţér. Ef ţú ákveđur ađ gefa út ljóđin (eđa örsögurnar) ţá er bara ađ hóa í undirritađa til ađ fleygja yfsilonunum á rétta stađi og bćta viđ ennum á stöku stađ ef ţörf er á.....

31/10/05 10:02

Hakuchi

Magnađ ljóđjöfur. Gefđu nú út ljóđabók svo fleiri en Glúmur fái ađ njóta snilldar ţinnar.

31/10/05 10:02

Vladimir Fuckov

Mjög gott. Ţjer eruđ ljóđskáld fremur en hagyrđingur.

31/10/05 10:02

Ţarfagreinir

Svona líđur tíminn já.

Ég styđ útgáfu bókar.

Gísli Eiríkur og Helgi:
  • Fćđing hér: 14/4/05 02:37
  • Síđast á ferli: 6/7/15 18:37
  • Innlegg: 4249