— GESTAPÓ —
Z. Natan Ó. Jónatanz
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur.
Sálmur - 6/12/07
TILSTAND ( Á SAMA )

Mér stendur á sama um allt, ţađ sem er
(hve ófínt sem ţađ kann ađ hljóma),
& nenn´ ekk´ ađ hlusta á bulliđ sem ber
á bryđjandi hversdagsins góma.
Mér stendur á sama um flest, ţađ sem finnst,
& flokka međ hjómi & prjáli;
ţótt skynsemin segi mér eftilvill, innst,
ađ einhverju skipti ţađ máli.

Mér stendur á sama um samfélagsmál
(hve sorglegt sem ţađ kann ađ teljast),
um verđbólgulogandi vaxtanna bál,
& vćlutón ţeirra sem kveljast
í ţrúgandi, nagandi ţrćlsóttanum
um ţverrandi útlandahertak.
Ég kćri mig aldeilis kollóttan um
ţótt keyri hér rugliđ um ţverbak.

Mér stendur á sama um stjórnmálamenn
& stingandi ţjóđfélagsvandann,
um símtalahleranir drauga í denn;
um djöfulsins gervallann fjandann.
Mér stendur á sama um varnir & vár
sem vísast ađ heiminum steđja;
um krísur, um pestir, um komandi ár,
um kostinn sem hungriđ má seđja.

Mér stendur á sama um stóriđjubrask
& starfsmannaleigur á fjöllum,
& nokk er mér sama um náttúrurask
& nauđgun á álfum & tröllum.
Mér stendur á sama um stíflur & lón
& stafrćnan ţekkingariđnađ,
& tafsandi, drafandi draumalandsflón
& drullusvađ jöklanna, ţiđnađ.

Mér stendur á sama um stóla & borđ,
& stílhreinar ikeahillur.
Mér stendur á sama um sannleikans morđ
& sagnfrćđifölsunarvillur.
Mér stendur á sama um sveitir & borg,
& samfélag, ţjakađ af ama.
Mitt ráđ, tilađ losna viđ leiđa & sorg:

- ađ láta sér standa á sama.

- - - - -

[ Haust 2006 ]

   (12 af 18)  
10/12/05 04:01

Offari

Glćsilegt... en ţér má ekki standa á sama um nauđgun á tröllum. Takk Skáld.

10/12/05 04:01

Ţarfagreinir

Ég ćtla ađ prófa ţetta í nokkra daga. Lćt síđan vita hvernig ţađ gekk.

10/12/05 04:01

Loki

Dásamlegt kvćđi. Hafđu ţökk.

10/12/05 04:01

Skabbi skrumari

Mér stendur ekki á sama um ţetta kvćđi... stórkostlegt... Salútíó

10/12/05 04:01

Golíat

Tek ofan fyrir ţér Z. Natan, magnađ...skál!

10/12/05 04:01

blóđugt

Ég er búin ađ bíđa eftir félagsriti frá ţér. Stórkostlegt, dásamlegt, frábćrt.

10/12/05 04:01

Haraldur Austmann

Toppur alls sem hér hefur veriđ ort.

10/12/05 04:01

Grámann í Garđshorni

Frábćrt, glćsilegt.... skál...

10/12/05 04:01

Ugla

Algjörlega geđveikt.

10/12/05 04:01

Barbapabbi

Ţetta er svo gott kvćđi ađ manni stendur bara ekki á sama.

10/12/05 04:01

Lopi

Mér sama ţótt ađ ţér sé sama um ađ mér sé sama um ađ ţér sé sama.

10/12/05 04:01

Heiđglyrnir

Kćri Z.Natanz frábćrt klappar, gefur vindla hćgri vinstri.
.
Ţegar ţú skrifar félagsrit hér á Baggalút er ţađ eftirminnilegt svo ađ um munar. Ţú og Barbapabbi eruđ mínar fyrirmyndir og ađ mínu mati međ hćlana ţar sem flestir vildu hafa tćrnar.
.
Hvernig ţiđ rađađ saman orđum eins og ţau hafi ţekkst alla ćfi og hvert fyrir sig verđur hluti af ţví púsluspili sem ţiđ viljiđ draga upp hverjiu sinni er magnađ. Mér gćti ekki veriđ minna sama, Ţakka fyrir mig.

10/12/05 04:02

Hrani

Frábćrt!

10/12/05 04:02

Tina St.Sebastian

Tek undir allt sem ţér er sagt til hróss hér ađ framan, og hćkka um einn.

10/12/05 04:02

Isak Dinesen

Fyrirtak.

10/12/05 05:01

Vímus

Ţetta getur ađeins einn mađur gert:
Snillingurinn Z Natan Ó Jónatanz.

10/12/05 05:01

Jóakim Ađalönd

Skál(d)!

3/12/06 09:01

hvurslags

Já, ţetta félagsrit getur mađur rambađ á aftur og aftur og lesiđ af jafn mikilli innlifun og fyrsta skipti sem ég sá ţetta úrvalsljóđ. Ţađ er synd ađ láta sér nćgja ađ skála rafrćnt. [skálar rafrćnt]

3/12/06 14:01

Carrie

Snillingur [Skálar rafrćnt viđ hvurslags og fleiri]

9/12/07 10:01

Álfelgur

[Skálar líka rafrćnt]

10/12/07 01:01

Wayne Gretzky

Já, Hvursi segir satt.

5/12/08 15:01

WG setir satt.

2/11/11 03:02

„segir“ átti ţetta víst ađ vera, hafiđ mig afsakađan.

2/11/16 03:00

Ég lít á ţögn sem sama og samţykki í ţessu tilviki og lít ţví svo á ađ undanfarin afsökunarbeiđni sé tekin til greina.

Z. Natan Ó. Jónatanz:
  • Fćđing hér: 15/10/04 11:00
  • Síđast á ferli: 24/4/20 22:37
  • Innlegg: 2304
Eđli:
Gerir margt betur en ađ gera margt.
Gerir fátt betur en ađ gera fátt.
(Betra ađ gera fátt vel en margt illa)
Frćđasviđ:
Kvćđafúsk & frćđagrúsk
Ćviágrip:
Fćddist & frćddist.
Fćđir & frćđir.