— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 2/11/05
Kveðskapur og fleira.

Kveikjan að þessu röfli mínu er jólakort sem hún móðir mín fann í pósthrúgunni í dag.

Útgefandi kortsins er Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa, og framan á því er voðalega falleg mynd eftir Helga Sigurðsson. Innan í kortið er svo prentuð falleg jólakveðja:

Gleðilega jólahátíð
heillaríkt komandi ár

Megi ljós og friður
lifa með okkur öllum.

Við þetta hef ég ekkert að athuga, kveðjan er alltént skárri en þetta venjulega gleðileg-jól-og-farsælt-komandi-kjaftæði.
Vandinn liggur í átta stuttum línum sem prentaðar eru í efra vinstra horn kortsins;

Jólaklukkur klingja
komið heilagt kvöld;
barnaraddir syngja
boðskap Guðs í kvöld.
Hér á helgum tíðum
hugsum vér til þín.
Barns í augum blíðum
blikar saklaus sýn.

Þarna hrukkum við mæðgurnar við. Hvílík hörmung! Höfundur er nafngreindur, og til að vera nú viss um að ég færi ekki að skíta yfir fyrstu tilraunir einhvers krakkagemlings, fletti ég nafninu upp í Íslendingabók. Reyndist einungis einn einstaklingur bera þetta nafn, og er sá kominn yfir fimmtugt, svo varla er hægt að kenna reynsluleysi um þetta. Finnst mér að þeir sem sjá um að velja innihald í þessi kort gætu gert betur en þetta. Ef ekki finnst sæmilega samanbögglað ljóðakorn, má alltaf leita í smiðju þjóðskáldanna. Frekar vil ég fá jólakort með sígildu jólaljóði, en svona leirburð, þó hann hafi ekki birst áður á prenti.

Jólakort Oddfellowa fær eina stjörnu fyrir kveðjuna.
---

Út frá þessu fór ég að vafra um síðu Oddfellowa á Íslandi.
Markmið Oddfellow-reglunnar er, samkvæmt síðunni, að gera félaga hennar að betri mönnum. Tekið er fram að ekki séu rædd stjórnmál eða trúmál á fundum, þar sem slíkt ali á misklíð. Hinsvegar má annarsstaðar á síðunni finna þessi orð;

"Allt innra starf Reglunnar byggir á vestrænni siðfræði og því er Oddfellowreglan einnig mannræktarsamtök í þess orðs fyllstu merkingu. Enginn getur gerst félagi Reglunnar nema hann trúi á eina æðstu veru sem skapað hefir heiminn og heldur honum við."

Er það rétt skilið hjá mér að Oddfellow-reglan geri þá kröfu til félaga að þeir séu trúaðir, en minnist ekki á það á fundum? Af uppsetningu þessarra staðhæfinga dreg ég þá ályktun að þeir ætli þau okkar sem ekki játa trú á "eina æðstu veru" siðlaus, og þar af leiðandi óhæf til inngöngu í þennan annars ágæta klúbb.

   (16 af 43)  
2/11/05 20:01

Gvendur Skrítni

Skrítnir gaurar

2/11/05 20:01

B. Ewing

Eiga þeir ekki við að þeir séu trúir mömmu sinni? Móðir allra félaga þarna innan dyra skapaði þeim sýn á heiminn með því að fæða þá í upphafi. Það hefði ég haldið allavegana.

Hvað leirburðinn varðar þá virðist þessi vísa hafa verið valin af handahófi eða eitthvað álíka. Það kostar líka örugglega fullt af pening að birta ljóð eftir stórskáldin á jólakortunum.

2/11/05 20:01

Anna Panna

Ljóðið er örugglega eftir einhvern ættingja yfirmanns jólakortanefndarinnar.
Annars finnst mér þessi regla sem vitnað er í einungis undirstrika nafn samtakanna; odd-fellows...

2/11/05 20:01

Vímus

Klámvísa eftir mig hefði verið betri.
Þetta ömurlega jólaljóð er ekki einnar stjörnu virði
Tíu stjörnur Tina fær
truntan kjaftagleiða.

2/11/05 20:02

Isak Dinesen

Þetta minnir mig á ógleymanleg orð skáldsins:

Við segjum hæ, hó, hæ, hó og húrra fyrir öllum þeim sem halda heilög jól.

2/11/05 21:00

Jóakim Aðalönd

Ætli múslimar gætu skv. þessum orðum gengið í regluna? Hvað með gyðinga?

2/11/05 21:02

Upprifinn

Hvað heitir höfundurinn Tina?

2/11/05 22:01

Tina St.Sebastian

Á ég að fara að gefa það upp?

2/11/05 22:01

Jóakim Aðalönd

Það er ekkert leyndarmál. Ég hef séð þetta annars staðar og nafn höfundarins kom skýrt fram.

2/11/05 23:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Hafðu það gott um jólinn Tina

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006