— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tina St.Sebastian
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/11/05
Nýyrði - Uppfært

Einhver ríkisstofnunin stendur fyrir nýyrðasamkeppni í tilefni af Degi Íslenskrar Tungu.<br /> Hér eru orðin.<br /> <br /> -Ég bætti inn nokrum skilgreiningum, stolnum af Wikipedia.org-<br />

Casual
Hann var í mjög casual fatnaði
"In the European tradition, casual is the dress code which emphasizes comfort and personal expression over presentation and uniformity"

Crossover
Músíkin hans er crossover milli popps og rokks
"One way of defining crossover is a work from one genre of music becoming popular among listeners who ordinarily listen to another, more popular genre"

Date
Ég deitaði hana lengi
"Literally, dating means the act of going out on dates. In Western societies, a date is an occasion when one socializes with a potential lover or spouse: it is a pre-scheduled, usually exclusive meeting of two people with mutual interest in one another, to communicate with and to understand each other better through joint participation in one or more social activities during time away from work or school. In this sense, the purpose of a date is for the people dating to become acquainted with each other and decide whether they want to have a relationship."

Fusion
Á hótelinu er fusion-eldhús þar sem blandað er saman
asískum og evrópskum mat
"Fusion cuisine combines elements of various culinary traditions while not fitting specifically into any. The term generally refers to the innovations in many contemporary restaurant cuisines since the 1970s."

Nick
Ég sendi þér nickið mitt á MSN
"A screen name, screenname or s/n is a name or string of characters chosen to uniquely identify a user within an online system, including dial-up bulletin board systems, platform videogame servers, and Internet-based environments."
Döh.

Outlet
Ég fór í outlet-búð í Bandaríkjunum
"An outlet store is a retail store in which manufacturers sell their irregular, surplus or old-fashion stock directly to the public. The stores are operated by and branded after the manufacturer. Such stores can be brick and mortar and/or online."

Skate
Við skeituðum á Ingólfstorgi í gær
"Skateboarding is the act of rolling on or interacting with a skateboard. Someone who skateboards is called a skateboarder or skater."
Döh aftur.

Surf
Ég sörfaði á Netinu í gær
Já. Erm. Sko...

Trendsetter
Hún er mikill trendsetter í tískunni
"A trendsetter is an individual whose style, manerisms, fashion, etc., set new precidents for cultural trends. Trendsetters are most often of the youth demographic. The term trendsetter may not be used necissarily to describe the creator of a trend, but rather as an informal alternate to the term early adopter."

Wannabe
Hann er wannabe rokkstjarna
"A wannabe (sometimes spelled wannabee) is a person who likes to imitate, or even wishes to be, another, but cannot achieve it due to physical, psychological, financial, cultural, political, religious, or mental limitations."

http://www.nams.is/dagsins/nyyrdi.pdf

   (19 af 43)  
1/11/05 16:00

krumpa

Furðulegt - hvað þýðir þetta?
eru ekki íslensk - eða svona nokkurn veginn íslensk - orð til yfir þetta allt?

1/11/05 16:00

Tina St.Sebastian

Eins og hver?

1/11/05 16:00

krumpa

Fusion er samruni eða bræðsla
Casual er hversdags
Surf er að vafra
Wannabe - er bara að vilja vera - eða að rembast eða e-ð slíkt
Outlet - getur verið útsala eða vöruhús
Trendsetter er stefnumarkandi eða brautryðjandi eða fyrirmynd
Skate er að hjólabrettast eða brettast eða fara á bretti
Nick er bara nafn - eða heiti - eða stuttnefni (HAH!)
Crossover er brú eða millibil
Date er stefnumót - sögnin að deita getur verið að vera saman eða fara út saman - ég var lengi í sambandi með henni....
Q.e.d.

1/11/05 16:00

krumpa

Semsagt:
Hann var í mjög hversdagslegum fatnaði (eða venjulegum - eftir því hverjar aðstæður eru).
Tónlistin hans brúar bilið milli popps og rokks.
Við vorum lengi saman/í sambandi/að stefnumótast!
Á hótelinu er bræðslu/samruna/blöndunar/tilrauna-eldhús þar sem blandað er saman asískum og evrópskum mat.
Ég sendi þér heitið mitt á msn/netspjalli.
Ég fór í ódýra vörumerkjabúð í Bandaríkjunum.
Við brettuðum á Ingólfstorgi í gær.
Ég vafraði á /flæktist um á/ netinu í gær.
Hún setur línurnar í tískunni.
Hann vill vera rokkstjarna/þykist vera rokkstjarna/heldur að hann sé rokkstjarna...

HAH HAH HAH !

1/11/05 16:01

Tina St.Sebastian

Ætli sé ekki átt við eitt þjált orð. Nema þú viljir hafa þetta "Hún skrifaði millibilsbrúunaraðdáendasögu" eða "Hvert er netspjallsheitið þitt?"

1/11/05 16:01

krumpa

Er "crossoveraðdáendasaga" betri? Eða "crossoverfanstory"? Allt vond orð!
En ég sagði aldrei að þetta væru góð orð - bara að þau væru til!
Svo er setningaskipan í íslensku bara allt annars konar en í ensku svo að við mundum ekki - á góðri íslensku - byggja setningar upp á þann hátt sem gert er hér að ofan.
En... Hvað er að því að vera hversdagslega klæddur? Eða í venjulegum fötum? Má ég fá msn-heitið þitt (eða-eins og flestir segja reyndar "MSN-IÐ ÞITT")? Er ekki í lagi að fara bara á útsölu (þarf það endilega að vera outlet?)? Hvað er að því að vera í sambandi? Eða sambúð? Eða vera bara saman?

Mér finnst íslenskan ekkert verri þó að við getum ekki stundað endalausar beinar þýðingar og tekið upp enska setningaskipan. Ensk setningaskipan er þegar orðin allt of rík í ritgerðum og bókum - sem þó þykjast vera íslenskar - sbr. "Í samræmi við hennar bestu hagsmuni" - sem var ein af betri málsgreinunum í ritgerð sem ég prófarkalas.
Mér finnst óþarfi að taka upp orð yfir hugtök - sem til eru íslensk orð yfir - til þess eins að geta tekið upp enska setningaskipan og beinar þýðingar.

1/11/05 16:01

Ívar Sívertsen

Hér kemur mín skilgreining á þessum orðum:
Casual
Hann var í mjög casual fatnaði
Hann var í þægilegum fötum

Crossover
Músíkin hans er crossover milli popps og rokks
Tónlist hans er bræðingur popps og rokks

Date
Ég deitaði hana lengi (BA-GAK!)
Ég átti í langtímasambandi með henni

Fusion
Á hótelinu er fusion-eldhús þar sem blandað er saman asískum og evrópskum mat
Á hótelinu er fjölmenningarlegt eldhús þar sem boðið er upp á blöndu af asískum og evrópskum mat.

Nick
Ég sendi þér nickið mitt á MSN
Ég sendi þér MSN-heitið mitt.

Outlet
Ég fór í outlet-búð í Bandaríkjunum
Eg fór á útsölumarkað í Bandaríkjunum

Skate
Við skeituðum á Ingólfstorgi í gær
Við vorum á hjólabrettum á Ingólfstorgi

Surf
Ég sörfaði á Netinu í gær
Ég dundaði mér á netinu í gær
Ég vafraði á netinu í gær
Ég fór á netið í gær.

Trendsetter
Hún er mikill trendsetter í tískunni
Hún er leiðandi í tískustraumum.

Wannabe
Hann er wannabe rokkstjarna
Hann er rokkstjarna án getu

Þar hafið þið það. Málstöð Ívars hefur lokið sér af með þetta verkefni. Gúdd bæ.

1/11/05 16:01

Tina St.Sebastian

Þú verður að taka þetta upp við Námsgagnastofnun...

Annars er svosem hægt að fara út í smáatriði og halda því fram að "dating" sé ekki það sama og samband, og að "crossover" sé ekki alveg það sama og "millibilsbrúari".

1/11/05 16:01

Tina St.Sebastian

Enda er víst meiningin að viðmælandi þinn skilji um hvað er rætt, án þess að ganga í gegnum langar samræður sem enda á "...æ, þú veist, svona outlet/trendsetter/fusion!"

1/11/05 16:01

krumpa

Flott hjá Ívari.
En það er rétt að að deita er ekki endilega það sama og að vera í sambandi - hins vegar er engin deitmenning á Íslandi.
Við eigum VINI (sem við förum út með en ríðum ekki endilega). Við eigum ríðufélaga (sem við ríðum en förum alls ekki út með). Við eigum kærustur/kærasta (sem við ríðum og förum út með). Við eigum kalla og kellinga (sem við búum með, förum sjaldan út með og ríðum sárlega sjaldan).
Ef fólk deitar á ameríska vísu - þ.e. er endalaust og í langan tíma að stunda það að fara út að borða eða í bíó með einhverjum sem það er ekki að ríða - þá er annaðhvort um vináttusamband/kunningskap að ræða - eða þá að viðkomandi er að fara MJÖG illa með peningana sína. Ef svoleiðis deiting þróast í ríðingar - þá ertu hins vegar komin/n með kærustu/kærasta eða ríðufélaga - og þá hættir maður að nenna að fara á deit!
Í það minnsta hef ég aldrei saknað þess í mínum samböndum að ekki er til íslenskt hugtak sem nær DATE algerlega - enda held ég að DATE séu ekki til á Íslandi...

1/11/05 16:01

Ívar Sívertsen

Crossover getur verið tengiliður, samspil, blanda, bræðingur. Trendsetter er bara leiðandi afl eða leiðandi aðili. Outlet er bara útsölumarkaður og Fusion er jafnvel það sem sumir kalla tilraunaeldhús.

1/11/05 16:01

Þarfagreinir

Mér sýnist reyndar að meiningin sé að fólk búi til glæný orð, og þá stök orð.

Dæmi: Trendsetter = forystutískutík

1/11/05 16:01

krumpa

Mér finnst allar setningarnar hans Ívars vel skiljanlegar (og flestar mínar líka) - án þess að þurfi að bæta trendsetter/fusion aftan við - nema þú sért einfaldlega að ræða við málheftan fábjána.

1/11/05 16:01

Ívar Sívertsen

Íslenska skilgreiningin á Date er réttilega ekki til. Fólk er saman, er bólfélagar eða bara vinir.

1/11/05 16:01

Ívar Sívertsen

Málið er það að málheftum fábjánum fjölgar með degi hverjum því miður.

1/11/05 16:01

krumpa

Það er samt óþarfi að eyða orðum á þannig fólk!

1/11/05 16:01

Ívar Sívertsen

rétt, rétt. Mér finnst samt furðulegt að komin skuli vera samkeppni um orð sem í raun er hægt að orða á annan hátt en verið er að fiska eftir. Menn eru að skjóta sig svolítið í fótinn með þessu.

1/11/05 16:01

Offari

Þetta var akkúrat það sem ég hafði í huga.

1/11/05 16:01

Dula

BÆÆNNNG

1/11/05 16:01

Lopi

Að stefnumótast finnst mér flott. Að stefnumótast með einhverri. 'eg var að stefnumótast með honum/henni.

1/11/05 16:01

Kondensatorinn

Af deita gæti verið að dufla.
Þau dufluðu hvort við annað.

1/11/05 16:01

Don De Vito

Í sambandi við ,,að surfa á netinu'' þá ætla ég bara að benda á þennan pistil:
.
.
http://www.baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=vie wprofile&u=37&n=4380

1/11/05 16:01

Ísdrottningin

Ívar, ég er ekki alveg sátt við eftirfarandi:
,,Ég deitaði hana lengi (BA-GAK!)
Ég átti í langtímasambandi með henni"
Er ,, með henni" ekki óþarft?
Á maður ekki í ástarsambandi við konu?
Og er eitthvað að því að eiga stefnumót?
.......

1/11/05 16:01

Limbri

Ég ætla nú bara að taka það fram að ég mun ekki nota 'c' í íslensku. Sama hvað hver samþykkir í hvaða stofnun sem er, hvenær sem er.

-

1/11/05 16:02

Nermal

Deit getur verið stefnumót.... eða bara hittingur.

1/11/05 17:02

Jóakim Aðalönd

...eða daxetning.

Annars finnst mér að það þurfi ekkert að rembast við að finna stutt orð yfir þessa hluti. Það er allt í lagi að tala sekúndu lengur. Annað er bara leti og liðleskjuháttur.

1/11/05 18:00

Lopi

Nákvæmlega.

1/11/05 18:02

Gillaume Bastart

Ég er hættur að sörfa á netinu. Hér eftir dunda ég mér á netinu. Það er líka mun skemmtilegra. Sérstaklega á sumum síðum.. ehemm..

1/11/05 18:02

krumpa

heh - eyddu einhverjum af þessum innleggjum út!
HVAÐA SÍÐUR ERTU SVO AÐ TALA UM? SKAMMSKAMM

1/11/05 19:00

Gillaume Bastart

Sorrí...ehh, fyrirgefið, ég gleymdi mér aðeins yfir net-dundi mínu og ríplæjaði...öhh glæddi vafrarann á síðunni óvart.

1/11/05 19:00

krumpa

ehemm - þú getur þá bara gert það sem þér sýnist og DUNDAÐ þér yfir einhverjum perrasíðum - færð sko ekki neitt hjá mér!

1/11/05 22:01

Glúmur

Afar skemmtilegt, ég legg til orðið bræðingur:
Casual
Bræðingslegur (Fatnaður sem fylgir ekki endilega tísku eða formlegum fatavenjum, gjarnan hlýlegur)
Hann var í mjög bræðingslegum fatnaði

Crossover
Bræðingur
Músíkin hans er bræðingur milli popps og rokks

Date
Bræðingur (tvær manneskjur keppast um að bræða hvor aðra)
Ég bræddi hana lengi

Fusion
Bræðings
Á hótelinu er bræðings-eldhús þar sem blandað er saman
asískum og evrópskum mat

Nick
Bræðingur (netnöfn eru jafnan brædd saman úr nokkrum hlutum, nafni og eftir nafni t.d. eða nafni og fæðingarári)
Ég sendi þér MSN bræðinginn minn

Outlet
Bræðingsbúð (alls konar samansafn af fatnaði án skýrrar stefnu eða tísku)
Ég fór í bræðingsbúð í Bandaríkjunum

Skate
Bræða (bretti - æða - bræða)
Við bræddum á Ingólfstorgi í gær

Surf
Ég kíkti á gagnvarpið í gær

Trendsetter
Bræðir (sá sem mótar og bræðir saman stefnur og strauma . Bræðir aðra til að vilja apa ósköpin eftir)
Hún er mikill bræðir í tískunni

Wannabe
Bræðingur (Tilvísun í matseðil Subway, samloka sem vill vera matur en er það samt ekki)
Hann er bræðings rokkstjarna

Svo mörg voru þau orð.

Tina St.Sebastian:
  • Fæðing hér: 12/1/05 17:54
  • Síðast á ferli: 18/12/16 21:15
  • Innlegg: 7042
Eðli:
Slettir ensku miskunnarlaust, sem og dönsku, latínu, hindí og heimatilbúnum tungumálum. Mun aldrei framar setjast á hækjur sér, af siðferðilegum orsökum. Vill láta banna krumpuð leðurstígvél.
Fræðasvið:
Rit Davíðs Þórs Jónssonar. Breskir uppistandarar. Eldamennska. Málvillur í útvarpi. Sósíalkommúnismi í Íslenskum framhaldsskólum, einkum í úthverfum Reykjavíkur.
Æviágrip:
Fæddist í útihúsi í Betlehem í Virginíufylki Bandaríkjanna um miðbik síðari heimsstyrjaldar. Dóttir hjónanna Victoriu Mooseport (húsmóður) og Don Corleone (heiðvirðs kaupsýslumanns). Strauk að heiman um sjö ára aldur til að ganga í herinn, en var hafnað sökum kynferðislegrar brenglunar. Tók þá upp nafnið Tina St.Sebastian, og tókst með klókindum, undirförli og lauslæti að komast í Frímúrararegluna, Lionsklúbbinn Rex og Kvenfélag Strandasýslu. Lítið er vitað um ferðir hennar síðustu áratugi. Síðast var hún með fasta búsetu skráða Í Dallas, Texas, en flutti þaðan snögglega í nóvember 1963. Vitað er að hún heimsótti New York borg árið 1980, að sögn talsmanns til að "heimsækja fyrrverandi Bítil," en engar nánari upplýsingar hafa fengist um þá heimsókn. Vitni þykjast hafa séð hana við opnun Þjóðminjasafnsins, en þær sögur eru -enn sem komið er- óstaðfestar.

--

Vígð prestur frá Universal Life Church í nóvember 2006