— GESTAPÓ —
Sverfill Bergmann
Friðargæsluliði.
Fastagestur.
Gagnrýni - 1/11/04
Síminn Internet

Frábær þjónusta.

Fyrir helgi ákvað ég að skipta um þjónustuaðila vegna internettengingar minnar. Farið var á fimmtudag og pöntuð ADSL 6000 hjá Símanum, þar sem að gamla 2000 tengingin mín bar ekki netnotkun mína nógu vel.

Í verslun Símans í Smáralind tók á móti mér afar geðþekk og kurteis ung kona sem skráði óskir mínar um nettengingu og sjónvarpsákrift í tölvukerfi fyrirtækisins. Hún tjáði mér það að hún myndi sjá um að segja upp gömlu áskriftinni sem var hjá ónefndri netþjónustu og að ég myndi verða netlaus í mesta lagi 2-3 klukkutíma. Nýja tengingin myndi svo fara í gang eftir 6 daga.
Ég yfirgaf verslunina með Svefneyjarglott.

Þá fyrst byrjaði ballið. Á föstudaginn fór fyrri þjónustuveitandi í fýlu og lokaði aðgangi mínum að internetinu ásamt því að fjarlæga ADSL merkið af símalínunni.
Þar sem að ég hafði nóg að gera gerði ég ekkert í því fyrr en í dag.
Ég hringdi í Símann og spurði hvað væri hægt að gera í þessu.
Maðurinn sem varð fyrir svörum tók sig til og stofnaði notendanafn og tengdi mig strax, þannig núna 15 mínútum seinna er ég nettengdur, sæll og glaður.

Síminn fær mínar bestu þakkir fyrir snör viðbrögð og liðlegheit...

Ég skora á önnur fyrirtæki í sama geira að taka sér til fyrirmyndar, þetta góða fólk sem ég átti samskipti við í þessum hremmingum.

Góðar stundir.

   (3 af 12)  
1/11/04 00:02

Galdrameistarinn

Svona á þjónustan náttúrulega að vera þegar allt er í lagi.

1/11/04 00:02

Hóras

Hnuss! Mamma þín er Síminn Internet!

1/11/04 00:02

Sverfill Bergmann

Nei, mamma er enn betri.

1/11/04 00:02

Ívar Sívertsen

Ég vann einu sinni hjá Símanum Internet og þá gekk þetta ekki svona hratt.

1/11/04 01:00

B. Ewing

Þetta tekur svona stuttan tíma þegar þú hefur einkaaðgang að koparnum Sverfill. Ekkert fyrirtæki getur boðið þessháttar þjónustu því þá er Síminn í fýlu við þig og tekur sér allavegana viku í að geyma blaðið með tengingarbeiðninni í skúffu og tengja síðan þegar þeir nenna því.
Þetta heitir íslensk samkeppni.

1/11/04 01:00

Jóakim Aðalönd

Vonandi hefur ástandið batnað eftir að Síminn var seldur.

1/11/04 01:01

feministi

Nei ástandið hefur því miður ekki batnað.

1/11/04 01:02

Ívar Sívertsen

Það að síminn var seldur er ávísun á hnignun þjónustu Símans við viðskiptavini! Hér eftir verður það markaðshyggjan sem ræður eingöngu en þjónustuhlutverk látið lönd og leið úti á landi. Ég spái því að eftir fimm ár verði gamli sveitasíminn tekinn upp aftur austan við Selfoss og norðan Borgarness.

1/11/04 02:00

Narfi

Ekkert lokkar viðskiptavini jafn auðveldlega að eins og góð Þjónusta og engin auglýsing virkar betur.

2/12/05 12:01

Ferrari

ghbhghgh

2/12/05 12:01

Ferrari

ghbhghgh

9/12/19 22:01

Fergesji

ghbhghgh

Sverfill Bergmann:
  • Fæðing hér: 22/9/03 13:51
  • Síðast á ferli: 13/11/17 19:33
  • Innlegg: 129
Eðli:
Ka wani putiputi.