— GESTAPÓ —
Kondensatorinn
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/11/05
Kuldagallar

Klæðaburður fólks getur stundum verið all háskalegur heilsunni og ættu menn að huga að því áður en haldið er út í vetrarríkið.

Nú þegar vetur er geisa kvef pestir og krankleikar af ýmsum toga.
Margir leggjast í rúmið rámir og másandi líkt og mæðuveikar rollur og rennur úr þeim horið milli hóstahviðanna. Sumir fá heiftarlega lungnabólgu sem getur dregið menn til dauða en aðrir fá bronkitis eður inflúensu frá útlöndum sem einnig hefur reynst mikill vágestur. Læknastofur fyllast af fárveiku fólki kumrandi og hvæsandi svo vart sér fyrir endann á röðinni þar sem læknirinn stingur kvefbólgnu nefinu út um gættina og stynur: Næsti !

Í okkar tækniþróaða samfélagi er stór hluti þjóðarinnar sárþjáður lungann úr árinu þrátt fyrir bættan húsakost og minni ófeiti.
Þetta má rekja beint til þess að fólk klæðir sig ekki rétt. Tískustraumar og tildur hafa ginnt fólk til þess að klæðast svokölluðum Kuldagöllum og jafnvel Kuldaskóm. Það er nokkuð ljóst að slíkt getur varla verið hollt nokkrum manni að ganga þannig búinn um hávetur og hefur nú hégóminn náð svo langt að einnig fást Kuldahúfur og Kuldavettlingar. Veðurfréttamaður nokkur gengur svo langt í prjálinu að hann brýnir jafnvel fyrir börnum landsins að klæðast Kuldagöllum og Snjógöllum þegar sá gállinn er á honum.

Það er ekki skrítið að heilsufar manna er svo bágt sem yfirfull sjúkrahús bera vitni um þegar fólk er hætt að klæða sig eftir veðri og tíðarfari. Vaðmál, lambhúshettur, ullarbrækur og lopapeysur eru flestum orðin óljós minning bernskunnar og margir hafa aldrei heyrt þessar flíkur nefndar.

Danir eru um margt hugvitssamir og hafa meðal annars fundið upp Danfoss og Lego og nýlega frétti ég af klæðnaði sem þeir bera í mestu vetrarhörkunum og nefnist á dönsku Termodragt eða Hitagalli. Svona fatnaður gæti orðið mörgum til heilsubótar.

   (8 af 11)  
2/11/05 04:00

Tina St.Sebastian

Já, þar er ég ansi sammála þér. Þessir kuldagallar falla í sama flokk og bólukrem. Betra væri að nota anti-bólukrem.

2/11/05 04:00

Offari

Ég fæ hroll Ég nota kuldagallann minn bara þegar heitt er í veðri og þá er hlegið að manni.

2/11/05 04:00

Upprifinn

Kuldi hefur tóma galla.

2/11/05 04:00

Anna Panna

Thermodragt segirðu... Er þetta sem sagt eitthvað sem er hægt að fara í í vinnuna?!

2/11/05 04:00

Vladimir Fuckov

Í miklum kuldum er auðvitað best að vera í plútóníumhúðuðum fötum [Ljómar upp í bókstaflegri merkingu].

2/11/05 04:00

Kondensatorinn

Eflaust henta termodragtir vel til ýmissar vinnu eða í samkvæmum og svo mætti markaðssetja kuldagallana í suðlægari löndum eins og til dæmis Kenya.
Plútóníum hljómar vel.

2/11/05 04:01

Dula

Ég veit nú ekki betur en lopapeysan sé hátízkuflík þessa dagana, ég veit ekki af hverju hún hefur ekki haldið hitanum í þessum sjúklingum á yfirfullum sjúkrahúsunum.

2/11/05 04:01

Nermal

Alvöru íslenskir víkingar fá ekki kvef... I AM A VIKING !!!

2/11/05 05:01

Kaftein Bauldal

Nýverið skeði það að mér varð kalt á fótunum. Ekki merkilegt í sjálfu sér enn ég á það til að verða kalt á fótunum. Þá er mér yfirleitt kalt á þeim í nokkra daga ( metið er fimm). Þeir volgna ekki meðan ég sef og fara yfirleitt að hvítna á 3 degi.

Seinast þegar þetta skeði og sultardropi tók að læðast niður úr annari nösinni varð mér hins vegar hugsað, líkt og Kondensator til ullarleistana sem hún amma mín blessunin gaf mér fyrir nokkrum árum. Ég klæddist þeim og viti menn. Fótkuldinn fór og mér hitnaði svo að eftir tvær klukkustundir var eins og ég hefði fengið heitt ákavíti. Ég smellti stígvélum á ullarumvafðar bífurnar og rölti út í búð á nærbolnum.
Ég hef nú sett annað par af ullarleistum á gjafalistann fyrir þessi jól. (Guð blessi þig, amma mín)

5/12/06 05:01

Morðhaus

það er satt þetta með ullarfötin, og um þessar gallabuxur: þótt þægilegar séu þá eru þær sem eru "handgerðar" frekar veikar, halda engum hita inni og rifnar með næstum engum vösum. styð hugmyndina með plútóníumið.

Kondensatorinn:
  • Fæðing hér: 7/9/05 22:43
  • Síðast á ferli: 26/11/18 09:19
  • Innlegg: 1315
Fræðasvið:
Rækta mörur í tómstundum.
Æviágrip:
Var lautinant hjá Nemo skipstjóra um hríð. Var ritstola eftir æsilegan flótta úr Bermúdaþríhyrningnum en komst við illan leik til Færeyja. Hélt síðan til Baggalútíu og leikur þar lausum hala.