— GESTAPÓ —
Berserkur
Nýgræðingur.
Pistlingur - 4/12/04
Glöggt er gests augað

Eftirfarandi pistlingur er saminn í kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað upp á síðkastið. Vinsamlegast lesið með jákvæðu og opnu hugarfari, fyrirfram mótaðar skoðanir eru aldrei af hinu góða.

Nú eru liðnir nokkrir dagar síðan ég hóf fulla þáttöku, hér á Gestapó. Margs hef ég orðið vísari og ég hef öðlast vissa innsýn í þann heim sem hér er að finna. Ég hafði löngum verið mikill aðdáandi Baggalúts og stöku sinnum fylgdist ég með umræðunum hér á Gestapó. Þannig sé ég það sem hér fer fram með augum innipúka en jafnframt hef ég ekki fyllilega rofið tengsl mín við ummheiminn. Eftirfarandi eru hugleiðingar sem ég vil koma á framfæri.

Fyrstu kynni mín, og margra annarra, af Baggalút voru þegar ritstjórnarmeðlimir fluttu sannleikann í óbrenglaðri mynd, í útvarpinu, nánar til tekið klukkan 5 min. yfir 5, alla virka daga á Rás 2. Þetta voru miklir gleðitímar og ég hlustaði af athygli og engdist um af hlátri, viðstöddum oft til mikillar furðu því ekki er Baggalútshúmor fyrir alla. Síðar fór ég að venja komur mínar á veraldarvefinn og nú eru útvarpsþættirnir og lögin aðgengileg hér á netinu. Þessir útvarpsþættir eru það eina sem ég sé að ritstjórn hefur fengið borgað fyrir, því þakklátlega eru hér engar auglýsingar. Þetta er er til marks um fórnfýsi umræddra og sannleiksást. (Ef þessi netsíða er full af auglýsingum sem ég ekki sé, þá afsakið.) Þetta er mikið afrek í heimi nútímans og undir þessu er dægradvöl okkar Gestapóa komin. Takk fyrir það.

Miklar umræður hafa verið um trúmál, pólitík og annað sem skoðanir eru skiptar um. Jóakim gerði þetta meðal annars að umtalsefni og ég get fallist á margt sem hann sagði en öðru er ég ósammála. Alment spjall var minn fyrsti vettvangur og þar kynntist ég ykkur hinum. Efst á baugi er líka vettvangur frjórra umræðna og tel ég þessi svæði því vera afar mikilvæg. Þó að heiðursmenn svo sem Jóakim njóti sín betur við ferskeytlugerð og stafaleiki má ekki gleima að hjarta Baggalúts felst í sannleikanum og umræður um atburði líðandi stundar eru því gífurlega mikilvægar. Á hinn bóginn eru takmörk fyrir öllu. Hófs skal gætt í hvívetna og pólitískar umræður eru mjög til þess fallnar að æsa lesendur og auka sundrung okkar í millum. Sama gildir um trúmál og það er ekkert launungar mál að undirritaður er trúaður í meira lagi og kvöldbænir hans beinast ekki til Enters né annarra ritsjtórnarmeðlima þó að þeir eigi allan heiður skilin fyrir ofangreind afrek. Þess vegna tel ég nauðsinlegt að hafa hemil á slíkum umræðumog halda þeim innan velsæmismarka en alls ekki að banna þær eins og sumir hafa lagt til.

Margir hér hafa helgað sig Gestapó ef svo má segja og hafa sumir hlotið heiðursnafnbótina Friðargæsluliði. Þetta eru fyrirmyndar einstaklingar (upp til hópa) og er ekkert út á þá að setja. En gleymum ekki upprunanum, og ég hvet alla til að lesa Sögu sannleikanns eftir Skabba skrumara til að glöggva sig á fortíðinni, því hún er lykillinn að framtíðinni, eins og sagt er.

Með fyrirvara um stafsetningarvillur.

   (5 af 6)  
4/12/04 23:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Vel mælt!

5/12/04 00:00

Ívar Sívertsen

Framtíðin er vissulega fortíðarvandi...

5/12/04 00:00

Gunnar H. Mundason

Sannleikurinn lengi lifi!

5/12/04 00:00

Skabbi skrumari

Takk fyrir þetta Berserkur... alltaf gaman að sjá þetta samfélag með augum nýliða... skál...

5/12/04 00:01

Sverfill Bergmann

Engar auglýsingar? Tino Martini auglýsir vörur sína af miklu kappi.

5/12/04 00:01

Berserkur

Og við þetta vil ég bæta að ég er hlyntur þeirri málvöndunarstefnu sem hér ríkir og tel það mikilvægt að framfylgja henni með hörðum refsingum fyrir ítrkuð brot. Sumir (þar á meðal ég) eru ekki mjög góðir í stafsetningu en reyna sitt besta og þá er mikilvægt að fá leiðréttingu frá þeim sem færari eru. Aðrir virðast ekki leggja sig mikið fram um málvöndun og það er vítavert. Tilheyrir slík framkoma því er við köllum gelgju og óþarfi er að orðlengja um viðhorf mitt til slíks.
Takk fyrir.

5/12/04 00:02

Hakuchi

Ég skal taka að mér að hýða þig með naglasvipunni í hvert skipti sem þú fremur málvilluglæpi.

5/12/04 01:01

Isak Dinesen

Ekki legg ég í vana minn að leiðrétta menn hér og tel ekki ástæðu til nema um sé að ræða ávana. En fyrst þú biður um það þá er nauðsyn skrifað með 'y' og hlynntur er með tveimur ennum. Þátttaka er með þremur téum. Veraldarvefurinn er með stórum staf með sömu rökum og leiða til þess að þú skrifar Gestapó með stórum staf. Launungarmál fer betur á að vera samsett en æ algengara er að menn samsetji ekki orð þar sem það á við. Annað sýndust mér helst vera innsláttarvillur.

Berserkur:
  • Fæðing hér: 18/4/05 10:16
  • Síðast á ferli: 7/9/06 17:41
  • Innlegg: 0
Eðli:
Dauður.