— GESTAPÓ —
Berserkur
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 5/12/04
Spólar.

Það virðist ætla að verða daglegt brauð að undirritaður verður vitni að afar gáleysislegum akstri. Ég hef ekkert á móti gáleysislegum akstri. Ekki þegar hann á sér stað á þartilgerðum brautum, uppi á jöklum eða annarsstaðar þar sem ekki er hætta á að aðrir en ökumaðurinn verði fyrir skaða. En ég verð oftar og oftar vitni að því að aumkunarverðum litlum bílhræjum sé þrusað eftir bílastæðum, fyrir utan skóla, verslanir og aðra staði þar sem búast má við umferð gangandi vegfarenda.
Oftar en ekki eiga í hlut ungir, karlkyns ökumenn á farartækjum sem engann veginn henta aksturslaginu en hafa jafnframt ekki miklu að tapa ef til árekstrar kæmi. Þessir bílar hafa gjarnan hlotið svokallaða pimppun (vísun í glys sem hórumangarar bera) en það nafn hefur fest sig í sessi með tilkomu sjónvarpsþátta sem sýndir eru á Skjá 1 og fjalla um mikilvægi ytra útlits bílanna fyrir sjálfsmynd eigendanna.(Svipað og extreme makeover, þar sem útlitð skiptir öllu, nema þarna eiga dauðir hlutir í hlut, sem er í raun heilbrygðara ef út í það er farið.) Þessi pimppun felst oftast í því að bíllinn hvílir á glansandi felgum, hefur dökkar rúður, í gluggum eru límmiðar með auglýsingum hljómflutningstækjaframleiðenda og bíllinn hefur jafnvel verið lækkaður og á hann límdur spánýr plaststuðari sem dregur úr loftmótstöðu. Vitandi að bílar þeirra hafi hlotið slíkar breytingar, vex ökumönnunum ásmegin og þeir eru nú færir um ofsaakstur innanbæjjar og geta nú reykspólað á Hagkaupsplaninu, gefið rækilega í fyrir framan Leikbæ og skilið eftir löng svört skransstrik, eins og ég kallaði það þegar ég var lítill, fyrir framan Kolaportið. Þessir spólar (sem ég kýs að kalla svo) stofna samborgurum sínum í ómælda hættu með þessari sýndarmensku.
Það tekur hvorki hæfileika né reynslu að stíga bensíngjöfina í botn og hemla svo 40 metrum seinna á rauðu ljósi. Ekki veit ég nákvæmlega hvað liggur að baki þessu aksturslagi en tel ástæðurnar meðal annars, liggja í sálarlífi viðkomandi einstaklinga. Eins og ég sagði í upphafi er ég ekkert á móti hraðakstri en hann á ekki alltaf við og alls ekki inni á bílastæðum á háannatíma. Þetta er einn af þessum hlutum sem fara óstjórnlega í taugarnar á mér.

Þetta er gagnrýni og því þarf stjörnur. Þessir einstaklingar eru líklegri til að fá fleiri og hærri sektir en við hin og eru þannig mikilvægur liður í fjármögnun löggæslunar. Ein stjarna.

   (3 af 6)  
5/12/04 11:01

Þarfagreinir

Plebbadrasl, ekkert annað. Hlusta auðvitað velflestir á FM 957. Það segir sína sögu.

5/12/04 11:01

Berserkur

Einn, tveir Selfoooss!

5/12/04 11:02

Lómagnúpur

Æ, þetta eldist af þeim. Og þá fatta þeir að þeir eru búnir að henda milljónum í þverhandarþykkar hátalarasnúrur og helíumkælingu á bassaboxið. Milljónum.

5/12/04 12:00

Hildisþorsti

„Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.“
Hvað átti skáldið eiginlega við?

5/12/04 12:01

Rasspabbi

Flengja þessa apaketti!

Berserkur:
  • Fæðing hér: 18/4/05 10:16
  • Síðast á ferli: 7/9/06 17:41
  • Innlegg: 0
Eðli:
Dauður.