— GESTAPÓ —
Ísis
Nýgræðingur.
Pistlingur - 1/12/04
Ágætu félagar

Eins og flest ykkar hafa væntanlega tekið eftir, þá hefur nýverið verið stofnaður hér stjórnmálaflokkur; Kommúnistaflokkur Baggalúts, og er hann aðþvíer ég best veit fyrsti formlegi stjórnmálaflokkur Lútsins.

Nauðsyn stofnunar þessa flokks er vart þörf að réttlæta.
Þó virðist gæta nokkurs misskilnings og bábylgna varðandi þá stefnu sem flokkurinn, og aðrir flokkar þessarar stefnu, reka. Þessar hugmyndir hafa staðið útbreiðslu flokkanna fyrir þrifum, og jafnvel ýtt undir fordóma í þeirra garð og þarmeð hindrað útbreiðslu þeirra.
Ég mun því reyna í örstuttu máli að leiðrétta þennan misskilning.

1. Spilling - Mönnum verður tíðrætt um þennan smánarblett á sögu kommúnismans, er átti sér stað í Sovétríkjunnum á tímum Stalíns. Hér vil ég benda á þá staðreynd, að þetta byggir allt á misskilningi. Höfundar sagnfræðirita síðarri tíma hafa verið ötulir í að breiða út þessi rangmæli. Stefnan sem við rekum kennir sig við sósíalisma, en samkvæmt skilgreiningu hans eru allir menn jafnir, og allir skulu hjálpast að við að viðhalda þessum jöfnuði, í formi samhjálpar, bæði á sviði eigna og velferðar. Spilling og kommúnismi stangast því á samkvæmt eðli sínu og er því um alvarlega rökvillu að ræða þegar menn tala um spillingu í þessu samhengi.

2. Hvað með einstaklingsfrelsi? - Ég tel það liggja í augum uppi að frelsi hvers einstaklings felist í því að vera ekki heftur vegna fátæktar sem stafar af völdum níðslu annarra manna, sem nota landgæði og vinnu hinna fátæku sjálfum sér til eignamyndunar.

3. Gagnrýni á að kommúnisminn virki ekki í reynd. - Þetta segja einungis þeir sem eru andsnúnir þessari stefnu, og þá sennilega vegna áhrifa frá kapítalískum hugmyndum sem virðast vera að ryðja sér sífellt meira til rúms í hinum vestræna heimi. Hins vegar liggur fyrir að meirihluti Rússa í dag teljur ástandið mun verra en það var fyrir hrun kommúnismans. Sama sögu er að segja í Austur-Þýskalandi, þar hefur t.a.m. atvinnuleysi aukist úr innan við einu prósentustigi í yfir helming atvinnuleysi eftir að múrinn var rifinn.

Það er ekkert sem stendur í vegi þess að kommúnisminn geti virkað vel í nútíma samfélagi manna. Þetta snýst allt um viðhorf, og ef allir eru sammála um að stefna að lýðræðisþjóðfélagi þar sem allir menn njóta aðstoðar hvers annars og enginn hefur það verra eða betra en aðrir, þá myndi þetta virka fullkomlega. Menn geta sagt skilið við öfund, græðgi og samkeppni um metorðsklif og veraldleg gæði. Í staðinn koma samheldni, hjálpsemi, aukin velferð og aukin virðing og samhyggja milli manna.

Ég spyr: er þetta ekki markmið sem vert er að stefna að, þar sem það eykur vellíðan og velferð manna?

   (2 af 11)  
1/12/04 13:01

bauv

*klapp klapp*

1/12/04 13:01

Nornin

*Starir ennþá með vantrú en stolti á Bauv*
Sammála síðasta ræðumanni.
Góð grein Ísis... ég er vinstri sinnuð þannig að ég aðhyllist frelsi, jafnrétti og bræðralag.

1/12/04 13:01

litlanorn

vel mælt og göfugmannlega.

1/12/04 13:01

Galdrameistarinn

Geri orð Nornarinnar að mínum.

1/12/04 13:01

Ísis

Þið eruð gott fólk.

1/12/04 13:02

Þarfagreinir

Já, allt gott fólk hér. Mér líst mjög vel á þetta allt saman.

1/12/04 13:02

Smábaggi

Lifi byltingin! Lifi kommúnisminn!

1/12/04 13:02

B. Ewing

Lifi gagnbyltingin!! [heypur út í hláturskasti]

1/12/04 13:02

Ísis

B. Ewing: farðu bara afturáleikskólan! Þú hefur ekkert að gera innan um siðmenntað fólk!
"gagnbyltingin" pleh! Næst segirðu kannski líka að þú sér "gagnkynhneigður"!

1/12/04 13:02

B. Ewing

Ég er einfaldlega ílla pólitískt þenkjandi.

1/12/04 13:02

Mikill Hákon

Hvað í sauðsvörtu helvíti er þetta!?

1/12/04 14:00

Herbjörn Hafralóns

KOMMÚNISTAPAKK!

1/12/04 14:00

Steinríkur

Þú virðist gleyma því að það er ekki nóg fyrir fólk að fá jafn mikið og allir aðrir, þeir þurfa að fá aðeins meira en allir aðrir.
Hefur þú aldrei heyrt mann andavarpa og segja: "Nágrannarnir eru að setja mig á hausinn - alltaf að kaupa eitthvað sem ég hef ekki efni á"

Staðreyndin er að menn eru ekki ánægðir nema þeir séu aðeins yfir meðallagi, eða a.m.k. betri en næsti maður.

1/12/04 14:00

Sundlaugur Vatne

Ég átta mig ekki á þessu. Veit fólk ekki að kommúnistar taka jarðir bænda og reka þá í námurnar?
Hér getur bara ein stefna bjargað efnahag og menningu Íslendina: Samvinnuhreyfingin.
Til þess þurfum við að stofa sterkan bændaflokk og efla ungmennafélagsstarfið.

1/12/04 14:00

Skabbi skrumari

Maður ætti kannske að kíkja á Baggalútíu... ætli þar sé bylting í gangi...

1/12/04 14:01

Jóakim Aðalönd

Ég svara þessu með félagsriti.

1/12/04 14:01

Heiðglyrnir

Ekki finnst Riddaranum gott framtak að stofna flokka um pólitík hér á Baggalút, á Baggalút ætti hver einstaklingur að viðra sýnar skoðanir en ekki vera flækja sig í það fúafen sem flokkspólitík er, enda svo úrelt og leiðilegt fyrirbrigði að leitun er öðru eins.
Að ekki sé talað um hvað sagan hefur kennt okkur um öfgar bæði til hægri og vinstri, ekkert stjórnarfar í heiminum þrífst án hæfilegrar blöndu beggja afla, og lang flest hugsanadi fólk er farið að gera sér grein fyrir því.
Í rauninni er það eina sem truflar heilbrigða hugsun, í stjórnmálum nútímans þessi afdankaða flokkapólitík full af vandræðalegum fortíðar vandamálum og skuldbindingum við fornar stefnur sem flokksmenn eru engan vegin eða mis- sammála um.

1/12/04 16:01

bauv

*Búúú**Hendir Handsprengjur á "Heiðglyrnir"*

Ísis:
  • Fæðing hér: 16/11/04 18:21
  • Síðast á ferli: 15/2/06 18:10
  • Innlegg: 0
Eðli:
Þar sem óvíst er um uppruna hennar, eyðir hún mestum sínum tíma í að reyna að "finna sjálfa sig" eins og það er kallað. Þessu hefur fylgt mikill áhugi á eigin eðli sem og eðli annarra.
Hún þykist víst vera orðin nokkur viss um uppruna sinn og eðli eftir miklar athuganir. Líkur benda sterklega til þess að hún hafi alla tíð verið til sem egypska forngyðjan Ísis, gyðja frjósemis, visku og margs margs fleira.
Varla þarf að taka fram að það sem helst einkennir Ísis er ómetanleg yfirvegun, umburðarlyndi og viska.
Fræðasvið:
Ekkert mannlegt eða andlegt er Ísis óviðkomandi og býr hún yfir miklum sannleika varðandi þessi fjölbreytilegu svið.
Æviágrip:
Fæddist ekki í þessum heimi, en óvíst er um uppruna hennar. Þó er talið að hún kunni að vera ævaforn, jafnvel eldri en svo að elstu plöntur muni. Þess ber að geta að Ísis hefur notið mikilla vinsælda í þúsundir ára.