— GESTAPÓ —
Ísis
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/11/03
Rodda Stewarta

Mér finnst einhverra hluta vegna eins og ég þurfi að réttlæta þetta á einhvern hátt, þ.e.a.s. það að ég skuli breyta um mynd og setja mynd af gaur.....

Málið er bara að ég gat valið um 2 gellur en svona 15 gaura, verð bara að segja það; þetta er nú frekar lélegt. Hafiði kannski ekki heyrt um fyrirbæri sem heita jafnrétti og jákvæð mismunun kvenna?
- Endilega kynnið ykkur það.

En s.s. það sem ég vildi sagt hafa er það að ég ákvað bara að nota þessa mynd frekar, að minnsta kosti þangaðtil það bætist við mynd af einhverri flottri gellu sem ég get stolið og gert að minni.

Þar að auki, þá er Roddinn cool, og er btw alls ekkert ókvenlegur á þessarri mynd, frekar en annars staðar.

Grace Kelly var ekki alveg að gera það.

P.S.: Ég er samt enn að velta fyrir mér hvort ég eigi að breyta nafninu mínu til samræmis við myndina. Dúðadurta er reyndar soldið töff.....en.....einhverjar uppástungur?

   (7 af 11)  
1/11/03 19:01

Júlía

Rodnýr Stýris, dettur mér í hug.

Hvað var að kaldri fegurð Grace? Hún átti vel við í frosthörkunum.

1/11/03 19:01

Þamban

Rod er kelling.

1/11/03 19:01

Rasspabbi

Kellinga væl

1/11/03 19:01

Ísis

Æji, þegiði...

En Júlía, þú gafst mér mjöög sniðuga hugmynd!

1/11/03 19:01

Tigra

Veist, þú getur líka sent Enter e-mail með uppástungu af einhverjum sem þú vilt .vera

1/11/03 19:01

Ísis

Ja...annars er ég nú ekki viss um að ég treysti honum eftir atburði gærdagsins...

1/11/03 19:01

Vímus

Rotinstúa?

1/11/03 19:01

Vímus

Rodinstjúa átti þetta vera

1/11/03 19:01

Órækja

Jákvæð misnotkun er líka misnotkun.

1/11/03 19:01

Ísis

Mismunun, ekki misnotkun

1/11/03 19:01

Jóakim Aðalönd

Ég sting upp á ,,Hróðný Bryta" (Steward = bryti)

1/11/03 19:01

Ísis

Gott og kjarnyrt íslenskt nafn...

1/11/03 19:01

Órækja

Misnotkun!

1/11/03 19:02

Jóakim Aðalönd

Ha?

Ísis:
  • Fæðing hér: 16/11/04 18:21
  • Síðast á ferli: 15/2/06 18:10
  • Innlegg: 0
Eðli:
Þar sem óvíst er um uppruna hennar, eyðir hún mestum sínum tíma í að reyna að "finna sjálfa sig" eins og það er kallað. Þessu hefur fylgt mikill áhugi á eigin eðli sem og eðli annarra.
Hún þykist víst vera orðin nokkur viss um uppruna sinn og eðli eftir miklar athuganir. Líkur benda sterklega til þess að hún hafi alla tíð verið til sem egypska forngyðjan Ísis, gyðja frjósemis, visku og margs margs fleira.
Varla þarf að taka fram að það sem helst einkennir Ísis er ómetanleg yfirvegun, umburðarlyndi og viska.
Fræðasvið:
Ekkert mannlegt eða andlegt er Ísis óviðkomandi og býr hún yfir miklum sannleika varðandi þessi fjölbreytilegu svið.
Æviágrip:
Fæddist ekki í þessum heimi, en óvíst er um uppruna hennar. Þó er talið að hún kunni að vera ævaforn, jafnvel eldri en svo að elstu plöntur muni. Þess ber að geta að Ísis hefur notið mikilla vinsælda í þúsundir ára.