— GESTAPÓ —
Óskar Wilde
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/06
Heimsókn á spítalann

Ég meiddi mig ögn á höndinni á föstdagskvöldið. Sennilega tóku sumir eftir því á árshátiðinni að ég gat eingöngu drukkið með annarri. Enda man ég enn eftir henni.

Hinsvegar ákað ég að láta skoða þetta áðan og fór að spjalla við gullfallegar hjúkkur, ljóshærða læknanema og sæta skvísu sem kallaðist læknir.

Núna er ég kominn heim, með gifs frá fingurgómum upp að olnboga. Þetta orsakar að ég á virkilega erfitt með að hamra á þetta bévítans lyklaborð. Ég á því eftir að lesa meira en ég skrifa næstu vikurnar en er langt frá því að gefast eitthvað upp.

Þið sjáið allavega eljuna í helvítis nýliðadruslunni að mæta á árshátíðina tvíbrotinn !

   (2 af 9)  
1/11/06 19:01

Sundlaugur Vatne

Æ, blessaður karlinn. Þetta voru slæmar fréttir. Ósköp hefur þetta nú verið sárt.

1/11/06 19:01

Grágrímur

Þetta kallar maður hetjuskap...

1/11/06 19:01

krossgata

Hvernig fórstu að því að brjóta þig - á tveimur stöðum?

1/11/06 19:01

Andþór

Og mikla æfingu í aulaskap. [Glottir] Knús!

1/11/06 19:02

blóðugt

Haha ræfilstuskan. Vonandi líður þér ekki illa í þessu.

1/11/06 19:02

Þarfagreinir

Þetta kallar maður hörku! Skál!

1/11/06 19:02

Texi Everto

Ég sem hélt að ég væri töffari!

1/11/06 19:02

Nermal

Þetta grær vonandi áður en þú giftir þig.

1/11/06 19:02

Álfelgur

Nagli!

1/11/06 20:00

Vladimir Fuckov

Líklega voruð þjer heppnir að láta eigi líta á þetta fyrir árshátíð. Skál !

1/11/06 20:00

Regína

Ég á erfitt með að trúa þessu. Þú barst þig vel allt kvöldið.

1/11/06 20:00

Tigra

Þú ert hetja Óskar. Sannur karlmaður!

1/11/06 20:00

Óskar Wilde

Nei Regína, ég bar mig bara þolanlega til að byrja með. Síðan fóru athyglisgáfum póanna mjög svo dvínandi.

1/11/06 20:00

Grýta

Farðu vel með þig og láttu þér batna.

1/11/06 20:00

Dula

Hvíldu þig á þessu pikki elsku Óskar. Gangi þér vel að láta brotin gróa.

1/11/06 20:01

krumpa

Þú ert nú meiri hetjan. Þykir afskaplega leitt að hafa misst af drykkjunni hjá þér...

1/11/06 20:01

Skabbi skrumari

Töffari... Skál...

1/11/06 20:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Klaufi ....Skál ...

1/11/06 20:01

Hexia de Trix

Anga greyið! Ég mæli með lestri á Ýsfirskri fyndni Sundlaugs, öllum 20 bindunum. Einnig má finna ýmis gullkorn í félagsritum Skabba í gegnum tíðina, sérstaklega þegar hann tekur saman sögu Gestapós. Svo er sorpminjasafnið líka skemmtilegt, ásamt ýmsum gömlum og misgleymdum þráðum í Baggalútíu. Ljómar upp]

1/11/06 20:01

Hexia de Trix

Afsakið, ég átti við félagsrit Skabba þar sem hann tekur saman sögu Baggalúts (og líka Gestapós). Þau heita Saga Sannleikans.

1/11/06 20:01

Óskar Wilde

Já, einmitt. Takk Hexía. Ég er búinn að lesa alla Ýsfirsku fyndnina, sumt oftar en einu sinni. Guggað slatta í Skabba líka. En ég dembi mér þá í sorpmynjasafnið og misgleymda þræði.

1/11/06 20:02

Næturdrottningin

Æ greyið þú.. Þetta er núekkinógu gott.. Ég segi bara að mér fannst þú bera þig mjög vel. Láttu þér batna

1/11/06 22:01

Texi Everto

Afsakaðu, en maður á ekki að HAMRA á lyklaborðið - slíkt endar bara með því að maður brýtur á sér hendina.

1/11/06 22:01

Skabbi skrumari

Varðandi sögu Sannleikans... þá eru þau félagsrit orðin dálítið kjánaleg sökum breyttrar uppsetningu á Gestapó og tenglar því frekar asnalegir... ég hef ekki nennt að breyta þeim, enda nokkur fyrirhöfn...

Óskar Wilde:
  • Fæðing hér: 8/10/07 18:32
  • Síðast á ferli: 9/12/10 21:51
  • Innlegg: 691
Eðli:
Kurteis ungur piltur sem kemur vel fyrir sjónir við fyrstu sýn. Það verður síðan að koma í ljós bara hvort það sé bara við fyrstu sín eða ekki...
Fræðasvið:
Allt sem viðkemur drykkju, áfengi, öli, skemmtunum, skreppa í bæinn, kíkja út á djammið, fara á fyllerí og öðru sem gæti fallið undir eitthvað af ofangreindu.
Æviágrip:
Rétt nafn mitt var upphaflega Oscar Fingal O'Flahertie Wills Wilde. Ég fæddist þann 16. október árið 1854 en lést síðan á aldamótaárinu 1900. Á þessum tíma var ég leikskáld, bókahöfundur og ljóðskáld. Auk þess að vera bæði írskur og hommi.Eftir endurholdgun mína hef ég haldið uppi nafni mínu, Wilde, en þó aðallega vegna hljómlíkingar þess við enska orðið "Wild" sem útleggst á íslensku "villtur"Ég var á tíma mjög stilttur og prúður en gjörsamlega villtur í lífinu og vissi ekkert hvar ég ætti heima. Ég ráfaði um raunheima, land frá land, kringum jörðina, í leit að heimkynnum einhverskonar.Í dag bý ég í Baggalútíu en ber nafnið "villtur" bara fyrir annarra hluta sakir og í annarri merkingu en áður.