— GESTAPÓ —
Óskar Wilde
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/06
Mýrin

Á dögunum var ákveðið að Mýrin yrði framlag Íslands til Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Fór hún í flokkinn "besta myndin á erlendu tungumáli".

Ég tilkynni hérmeð að ég er búinn að horfa á þessa mynd. Hún var ágætlega gerð en allt of leiðinleg. Hef ég því ákveðið að hún verði ekki tilnefnd til verðlaunanna á hátíðinni sjálfri.

Eru þeim er brennandi áhuga hafa bent á að lesa bókina mun frekar.

   (6 af 9)  
1/11/06 07:01

blóðugt

Ég styð hana til óskarsverðlauna, enda syng ég í myndinni með kórnum mínum. Það er hinsvegar ekki feitur séns í helvíti að hún fái verðlaun - tja nema náttúrulega fyrir tónlistina [Glottir eins og fífl]

1/11/06 07:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ef gagnrýna á kvikmynd væri kanski ráðlegt að nefna
hvernig húnn Gunna stóð sig og hvort hann Jón hafi verið góður í senuni þar sem hann mjólkaði Rósu og
kvað rímur til Önnu vinnukonu á Hjalla

1/11/06 07:02

Jarmi

Á dögunum ákvað Óskar Wilde að þetta félagsrit yrði framlag hans til félagsritaflóru Gestapó. Fór það í flokkinn "Dagbók".

Ég tilkynni hér með að ég er búinn að lesa þetta félagsrit. Það er ágætlega gert en allt of leiðinlegt. Hef ég því ákveðið að lesa það ekki aftur.

Er þeim er brennandi áhuga hafa bent á að lesa eitthvað annað félagsrit mun frekar.

1/11/06 07:02

Grágrímur

Ah Mýrin já, ekkert jafn hressandi og skemmtilegt og smá nauðgunarhúmor. Kaninn mun fíla það í ræmur...

1/11/06 07:02

krossgata

Hef ekki séð hana, en gott ef nafninu mínu bregður ekki fyrir í henni fyrir tilviljun. Einhver sagði mér það.

1/11/06 07:02

Andþór

Mér fannst nú myndin svo sem ágæt. Lalli Johns átti stórleik í henni.

1/11/06 08:00

Kondensatorinn

Góð tónlist.

1/11/06 08:01

Óskar Wilde

Virkilega góð tónlist að vísu. Maður fær það soldið á tilfinninguna að þessi mynd sé soldið til að sýna útlendingum hvað býr að baki okkur Íslendingum. Mikið af góðri íslenskri tónlist í bland við ólistugt sviðaát.

Óskar Wilde:
  • Fæðing hér: 8/10/07 18:32
  • Síðast á ferli: 9/12/10 21:51
  • Innlegg: 691
Eðli:
Kurteis ungur piltur sem kemur vel fyrir sjónir við fyrstu sýn. Það verður síðan að koma í ljós bara hvort það sé bara við fyrstu sín eða ekki...
Fræðasvið:
Allt sem viðkemur drykkju, áfengi, öli, skemmtunum, skreppa í bæinn, kíkja út á djammið, fara á fyllerí og öðru sem gæti fallið undir eitthvað af ofangreindu.
Æviágrip:
Rétt nafn mitt var upphaflega Oscar Fingal O'Flahertie Wills Wilde. Ég fæddist þann 16. október árið 1854 en lést síðan á aldamótaárinu 1900. Á þessum tíma var ég leikskáld, bókahöfundur og ljóðskáld. Auk þess að vera bæði írskur og hommi.Eftir endurholdgun mína hef ég haldið uppi nafni mínu, Wilde, en þó aðallega vegna hljómlíkingar þess við enska orðið "Wild" sem útleggst á íslensku "villtur"Ég var á tíma mjög stilttur og prúður en gjörsamlega villtur í lífinu og vissi ekkert hvar ég ætti heima. Ég ráfaði um raunheima, land frá land, kringum jörðina, í leit að heimkynnum einhverskonar.Í dag bý ég í Baggalútíu en ber nafnið "villtur" bara fyrir annarra hluta sakir og í annarri merkingu en áður.