— GESTAPÓ —
Óskar Wilde
Fastagestur.
Saga - 1/11/06
Í leit að sjálfum mér

Fyrir ekki svo löngu álpaðist ég til að flytjast að heiman, eins langt fræðilega er mögulegt í hinum svokölluðu raunheimum. Eftirá skyldi ég ýmislegt mun betur á einhvern hátt. Einhvernveginn skyldi ég sjálfan mig mun betur.

Ég sat stundum og hugsaði.
Sat úti, í myrkrinu og kuldanum, bara vel klæddur.
Ég hugsaði um hvernig væri að vera annarstaðar,
annarsstaðar en þar sem ég var.
Annar en ég var.

Hvernig ætli það sé að sitja á hinum enda veraldar,
sitja og horfa inn í stjörnuþokuna í stað út úr henni?
Ætli lífið sé eins hér og á hinum enda veraldar,
þar sem er dagur, í stað nætur,
sumar í stað veturs?
Hvernig ætli það sé að þekkja annað fólk,
tala annað tungumál,
vera önnur manneskja?

Einn daginn ákvað ég dálítið,
ég ákvað að hætta að hugsa um þetta.
Þess í stað færi ég bara.
Ég hafði oft farið þessa leið í kollinum,
á meðan ég sat úti í myrkrinu og kuldanum.
En í þetta skiptið var það í alvöru.
Í þetta skiptið hyrfi ég á braut,
hyrfi án nokkurrar vitundar um endurkomu.

Ég kvaddi allt og fór,
alla leið á hinn enda veraldar.
Ég settist niður í myrkrinu.
Ég horfði inn í stjörnuþokuna
og það var sumar í stað veturs.
Ég þekkti annað fólk og talaði annað tungumál.
Ég var þessi manneskja
sem ég hafði svo oft hugsað um.
Manneskjan á hinum enda veraldar.

Ég var samt ekki annar,
ekki önnur manneskja,
ég var ennþá ég.

Þannig ég kom bara heim aftur.

   (7 af 9)  
1/11/06 07:00

Leiri

Þetta er allt of væmið. Taktu þér taki. Mætti halda að kona hefði skrifað þetta.

1/11/06 07:00

Regína

Láttu nú ekki svona Leiri. Það er algengur misskilningur að konur einar geti tjáð sig. En þú ert líklega of grunnhygginn.

1/11/06 07:01

Skabbi skrumari

Sæll Óskar... ég held ég hafi séð þig á Lygilega vinsælum leikjum... Það gæti verið að þú sért enn þar... Skál...

1/11/06 07:02

Hakuchi

Hlustaðu á Moving Out með Billy Joel. Ýkt djúpt.

1/11/06 01:00

Leiri

Láttu ekki svona Regína. Það er ljótt að sparka í ónefndan stað á karlmönnum. Ég held að þú sullir of mikið með feminísku stórutánni í fjöruborðinu, hrædd við hákarlana í djúpunum.

1/11/06 01:01

Tigra

Ég gerði þetta sama í fyrra... skrapp á enda veraldar og aftur til baka. Mögnuð upplifun þegar maður prófar að lifa lífinu eins og einhver allt annar.... en samt sá sami.

Óskar Wilde:
  • Fæðing hér: 8/10/07 18:32
  • Síðast á ferli: 9/12/10 21:51
  • Innlegg: 691
Eðli:
Kurteis ungur piltur sem kemur vel fyrir sjónir við fyrstu sýn. Það verður síðan að koma í ljós bara hvort það sé bara við fyrstu sín eða ekki...
Fræðasvið:
Allt sem viðkemur drykkju, áfengi, öli, skemmtunum, skreppa í bæinn, kíkja út á djammið, fara á fyllerí og öðru sem gæti fallið undir eitthvað af ofangreindu.
Æviágrip:
Rétt nafn mitt var upphaflega Oscar Fingal O'Flahertie Wills Wilde. Ég fæddist þann 16. október árið 1854 en lést síðan á aldamótaárinu 1900. Á þessum tíma var ég leikskáld, bókahöfundur og ljóðskáld. Auk þess að vera bæði írskur og hommi.Eftir endurholdgun mína hef ég haldið uppi nafni mínu, Wilde, en þó aðallega vegna hljómlíkingar þess við enska orðið "Wild" sem útleggst á íslensku "villtur"Ég var á tíma mjög stilttur og prúður en gjörsamlega villtur í lífinu og vissi ekkert hvar ég ætti heima. Ég ráfaði um raunheima, land frá land, kringum jörðina, í leit að heimkynnum einhverskonar.Í dag bý ég í Baggalútíu en ber nafnið "villtur" bara fyrir annarra hluta sakir og í annarri merkingu en áður.